Greinar Janúar 2011

...Ég leyfi mér að hvetja alla til að kynna sér þessi mál vel og
þar með einnig úrskurð Hæstaréttar. Einhvers staðar sagði ég að mér
þætti Hæstiréttur byggja úrskurð sinn á þröngri túlkun á
lagabókstaf. Um þessi ummæli mín hef ég vaxandi efasemdir því mér
sýnist úrskurður Hæstaréttar byggja á almennu mati en ekki þröngri
lagatúlkun. Hef ég lýst undrun á úrskurði Hæsttaréttar og fært
fyrir því rök með tilvísan í landslög. Það breytir því ekki að
úrskurðinum ber að hlíta. Sá undarlegi skilningur var uppi hjá
ýmsum sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag að ekki mætti finna að
niðurstöðu Hæstaréttar og rökræða hana! Ef þessi skilningur yrði
uppi værum við að fjarlægjast réttarríkið og réttinn til
tjáningarfrelsis. Málefnalegri gagnrýni á úrskurð Hæstaréttar má
ekki rugla saman við hitt að farið sé að úrskurðinum...
Lesa meira

...Tilefnið af viðtalinu við Rúnar Vilhjálmsson
er fréttaumfjöllun um tvö ný einkasjúkrahús sem nú eru í
burðarliðnum, gamla hersjúkraúsið á Keflavíkurflugvelli, nú
nýuppgert fyrir tilstilli fjárfestingarsjóðsins Kadeco og
annað í Mosfellsbæ. Hér á síðunni hafa komið fram ströng
varnaðarorð og hafa stjórnvöld verið sökuð um að standa ekki nógu
vel valktina um almannahag...Ingibjörg
Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrgðisráðherra
Framsóknarflokki, spyr í Morgunblaðsgrein hvort reykskynjari
stjórnvalda sé ekki í lagi hvað snertir yfirvofandi hættu á
einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og að við þar með stefnum inn í
tvöfalt kerfi. Þetta var gott og mjög þarft innlegg frá
Ingibjörgu Pálmadóttur! Gott líka hjá Stöð 2
að sýna þessu máli áhuga nú síðustu daga. Það er mikilvægt að
...
Lesa meira

"Hún átti því ekki sannleikann, en hitt þráði hún, að
sannleikurinn mætti eiga hana og því var hans sífellt leitað."
Þetta sagði séra Þórir svo réttilega í minningarorðum sínum og
komst þannig að sjálfum kjarnanum í hugsun móður minnar. Ólafur B.
Andrésson, orðaði þetta líka vel í minningargrein sinni þegar hann
sagði að Guðrún Ö. Stephensen hefði ekki verið kona
stórasannleika heldur hafi hún verið kona nálgana. Hún var
hvorki kona kreddu né isma og þegar Björn Patrick frændi minn sagði
hana hafa verið trúaða konu þá bætti hann við að aldrei minntist
hann þess að hafa heyrt hana ræða trúmál. Hennar trú var trúin á
hið góða og á...
Lesa meira

...Það er einmitt þetta síðastnefnda sem mig langar til að vekja
athygli á, því á morgun klukkan 15 fer fram útför móður minnar,
Guðrúnar Ö. Stephensen frá Dómkirkjunni í
Reykjavík. Það væri mjög kærkomið og í hennar anda að
þeir sem vildu minnast hennar gerðu það með stuðningi við þá
mikilvægu starfsemi sem fram fer á vegum Áss
styrktarfélags. Á heimasíðu Áss styrktarfélags er reitur
þar sem komast má inn á ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.01.11.
...Ég
ítreka að málið er gríðarlega viðkvæmt og allir hlutaðeigandi
auðsæranlegir. Sársaukinn getur orðið mikill þegar almenn umræða er
heimfærð á einstök tilvik. Þess vegna hef ég viljað forðast að
samtvinna þetta tiltekna persónulega mál umræðu sem við þó erum
nauðbeygð að taka ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm...
Lesa meira

Á latínu er til hugtak sem margir eflaust þekkja, ad
hominem eða argumentum ad hominem. Þetta er
notað þegar rökræða beinist að persónu þess sem heldur fram málstað
fremur en málstaðnum sjálfum. Í pistli hér á síðunni,
Er verið að biðja um þögn? , fjallaði ég
um fjölmiðla og tilhneigingu þeirra til að gera einmitt þetta, að
beina athygli að málflytjanda en ekki málstað. Þótti mér þessi
afstaða einkenna gagnrýnisleysi og yfriborðsmennsku sem var
einkennandi í aðdraganda hrunsins. Sjálfur hef ég oft fengið að
kynnast þessu. En viti menn, það sem helst hann varast vann,
varð þó að koma yfir hann... Í umfjöllun minni vísaði ég
máli mínu til ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum