Greinar Mars 2011
...Í þinginu hefur verið litið svo á að geþóttaákvarðanir eigi
alls ekki að gilda og að ef Alþingi er ósátt við reglurnar eigi að
breyta þeim. Nú hafa nokkrir auðmenn sóst eftir íslenskum
ríkisborgararétti og lofa umboðsmenn þeirra gulli og grænum skógum
öðlist þeir réttinn. Á þetta reyndi síðastliðið haust og var
málaleitan þessara aðila hafnað í Innanríkisráðuneytinu og vísað í
þær lagareglur sem í gildi eru. Þessi afstaða var ítrekuð í dag.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ríkisfang eigi ekki undir neinum
kringumstæðum að vera söluvara og að ....
Lesa meira
...En þessi utandagskrárumræða var frábrugðin fyrri umræðum að
því leyti að sífellt fleiri virðast vera að sannfærast um að
hyggilegt sé að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Gömlu hrunhugmyndirnar um að malbika Skerjafjörðin og flytja
flugvöllinn þangað út eða flytja hann á Hólmsheiðina eiga ekki
lengur hljómgrunn. Annað hvort hljóti það að vera Reykjavík eða
Keflavík. Fyrir Reykvíkinga er það mikið hagsmunamál að halda í
flugvöllinn og þá ekki síður það landsbyggðarfólk sem oft leggur
leið sína til borgarinnar til að erinda í stjórnsýslunni eða í
tengslum við atvinnurekstur. Fasteignaspekúlantar eru ekki eins
ágengir nú og á bólutímanum að komast í ...
Lesa meira
...Allt þetta mælir með göngum. Þannig að þau koma.
Spurningin er bara hvenær. Þar eru engu hægt að lofa enn sem komið
er vegna fjárþurrðar ríkissjóðs. Þessu gerði ég grein fyrir á
fundinum...Um mikilvægi jarðganga á þessum stað þarf ekki að
sannfæra mig frekar. Þar er ég samherji Norðfirðinga. En það er
líka ástæðan fyrir því að ég læt ekki hafa mig út í gylliboð og
ósannindi um eitthvað sem ég veit að gengur ekki upp að óbreyttu.
Með slíkum málflutningi er engum greiði gerður. Þvert á móti. Enda
er ég sannfærður um að ...
Lesa meira

...Svona má ráðherra dómsmála ekki tala, sagði Gestur
Jónsson við þessu. Önnur eins ummæli hefðu lent fyrir
mannréttindadómstól og gætu eyðilagt og ógilt málarekstur! Ég
auglýsi eftir þeim málum sem hér er vísað til og vil ég gjarnan í
framhaldinu ræða málefnið frekar. Mín yfirlýsing var almenns eðlis
en ekki tilvísun í einstök mál. Á þessu er grundvallarmunur sem ég
hefði haldið að minn gamli vinur og samstarfsmaður til áratuga,
lögspekingurinn og hæstaréttarlögmaðurinn, Gestur Jónsson, áttaði
sig á. Eða getur verið að vilji standi til að færa okkur í áttina
að réttarkefi sem byggir ekki á því að finna út hvað rétt er,
heldur hvort ...
Lesa meira

Í dag efndu embætti Ríkissaksóknara og Ákærendafélagið til
ráðstefnu um dómstóla og ákæruvald. Sem innanríkisráðherra flutti
ég inngangserindi á ráðstefnunni þar sem ég á meðal annars fjallaði
um þrískiptingu valdsins, dómsvaldsins og hins tvískipta
lýðræðisvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Taldi ég á skorta
í þjóðfélagsumræðunni að réttarkerfið og þeir sem þar störfuðu
hefðu á því skilning að lýðrðislegum viljia ætti að sýna viðringu
ekki síður en dómsvaldinu....
Lesa meira

...Í dag fór útför Thors fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík og
var yfir henni reisn og frumleiki - mjög í anda skáldsins. Það var
mín tilfinning; allt frá því Steindór Andersen kvæðamaður hóf upp
raust sína og kvað hetjuljóð Þóris Jökuls frá 13. öld í
upphafi athafnarinnar. Ljóðið er sterkt og í flutningi Steindórs í
Dómkirkjunni, við útför Thors Vilhjálmssonar í ofanálag,
hreinlega magnað! ...Sigurður Pálsson, skáld,
gerði þessa stund ógleymanlega - ef ekki ódauðlega - því svo
sterk var hugvekja hans um Thor Vilhjálmsson: Magnað
listaverk...
Lesa meira

Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, kvartar í
sjónvarpsviðtali sáran yfir framgöngu íslenskra stjórnvalda haustið
2008. Svo var að skilja að allt hefði farið vel ef aðeins
Íslendingar hefðu verið ögn meðvitaðri um vanda bankakerfsins og
heiðarlegri gagnvart Bretum - nema hvort tveggja væri. Þá hefðu
Bretar sýnt Íslendingum fullan skilning! Í ljósi þessa er
skrýtið að þegar síðan á reyndi - Bretar höfðu beitt okkur
hryðjuverkalögum og öðrum þvingunum - skyldu þeir ekki sýna
Íslendingum minnsta vott af skilningi heldur reisa kröfur um
að sjálfir högnuðust þeir á
Icesave- vandræðum Íslendinga með...
Lesa meira

...Í pistli hér á síðunni ræddi ég um hlut fjölmiðla og
tilhneigingu hjá þeim sumum að hefja ofbeldismenn upp til skýjanna
með því að taka í dekurviðtöl menn sem hafa fé af fólki með því að
beita það kúgun og limlestingum. Nefndi ég enga fjölmilða á nafn í
því sambandi. Ég leyfði mér hins vegar að minnast á fréttapistil á
Pressunni ...Ýmsir fjölmiðlar hafa tekið málið upp
bæði hvað varðar rannsóknarheimildir lögreglu og þau dæmi sem ég
tiltók. Sumir hafa reynt að kynna sér málin, öðrum dugar að dæma
fyrirfram. Ég hef fengið mikil og kröftug og afar jákvæð viðbrögð
og varð mér hugsað til þess þegar ég las framlag lesenda
Eyjunnar hve mjög lesendahópur hennar virðist
- með undantekningum þó - frábrugðinn þeim hópi sem ég heyri
frá...Ég er einfaldlega að vekja til umræðu á meðal fjölmiðlafólks
um ábyrgð fjölmiðla þegar ofbeldi er annars vegar...
Lesa meira
Birtist í DV 07.03.11.
...Breytingin er sú að færa má hópa sem vitað er að
stunda alvarlegt glæpsamlegt atferli undir eftirlit. Þar erum við
að tala um glæpi á borð við eiturlyfjasölu, mansal, peningaþvætti,
fjárkúgun - og síðan líkamsmeiðingar og annað ofbeldi sem haft er í
frammi til að ná sínu fram...Í samfélagi okkar er fjöldi fólks sem
ekki getur um frjálst höfuð strokið vegna yfirgangs ofbeldismanna.
Það er skylda okkar að rísa upp til varnar frelsi þessa fólks. Út á
það gengur okkar starf....Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því
að ég sé ekki meðvitaður um hve vandasamt verkið er og þá ekki síst
hvað varðar allt það sem snýr að lagarammanum. Sá rammi þarf að
vera traustur og þess eðlis að hann þoli mismunandi einstaklinga
við stjórnvölinn á öllum stigum...
Lesa meira

...Ef slík viðtöl eru ekki mjög gagnrýnin og með skýrum
fyrirvörum þá er verið að gefa mönnum sem af ásetningi stunda
glæpsamlega starfsemi, tækifæri til að villa á sér heimildir. Þetta
er ekki góð fréttamennska; á meira að segja ekkert skylt við hana.
Þetta er blekkingarleikur og með þessu móti gerast menn samsekir um
að falsa veruleikann. Nákvæmlega þetta ástunda samtök á borð við
Hells Angels; skapa falsímynd af sjálfum sér útávið á meðan ofbeldi
er stundað í felum. Þegar fjölmiðlar birta fegrunarviðtöl við
ofbeldismenn finnst mér ástæða til að staldra við. Ekkert síður en
þegar birtar eru fréttir sem varla verða túlkaðar öðru vísi en sem
beinar ofbeldishótanir. Ekki veit ég til dæmis hvað vakti fyrir
Pressunni að birta eftirfarandi...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum