Fara í efni

BURT MEÐ GLÆPAHÓPA!


Í dag fór fram mjög góð umræða á Alþingi um leiðir til að sporna gegn glæpahópum sem nú reyna að brjóta sér leið inn í íslenskt samfélag. Ólög Nordal, Sjálfstæðisflokki, hóf umræðuna og fullltrúar allra flokka tóku þátt, þar á meðal utanríkisráherra, Össur Skarphéðinsson og Siv Friðleifsdóttir þingkona, sem hefur verið kröftug í umræðu um þetta málefni og nýlega sett fram þingmál um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. Undir þau sjónarmið tók ég við umræðuna en lagði áherslu á að jafnframt því sem rannsóknarheimildir lögreglu yrðu víkkaðar þannig að þær næðu til hópa en ekki einvörðungu einstaklinga, yrði eftir sem áður byggt á dómsúrskurðum.
Tilefni umræðunnar í dag eru varnaðarorð lögreglu og fréttir um að glæpahópurinn Hells Angles á Íslandi sé að fá inngöngu í alþjóðasamtökin. Fulltrúum þessara samtaka hefur margoft verið meinað að koma inn í landið og á lögregla lof skilið fyrir árvekni og einurð í því efni. Það mega þessir hópar vita að þeir eru óvelkomnir til Íslands og verður allt gert sem í okkar valdi stendur til að uppræta þessa starfsemi og koma í veg fyrir að hún skjóti hér rótum.
Umræðan á Alþingi endurspeglaði þverpólitíska samstöðu um að standa af einurð að baki lögreglunni sem er að vinna erfitt en þakklátt starf í þágu okkar allra.  

Umræðan á Alþingi: http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20110302T143742&horfa=1
mbl.is http://mbl.is/frettir/innlent/2011/03/02/rannsoknarheimildir_logreglu_verdi_auknar/
visir.is http://visir.is/samstada-thjodar-gegn-glaepum-og-ofbeldi/article/2011110309758
smugan.is: http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5322
Innanríkisráðuneytið: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27019
Sjónvarpið: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547270/2011/03/02/2/
DV: http://www.dv.is/frettir/2011/3/3/ottast-atok-velhjolagengja-her-landi/