Greinar Maí 2011

Merkileg umræða er að dragast upp á pólitískan himininn, ekki
bara hér á landi heldur í Evrópu og víðar um lönd í kjölfar
fjármálakreppu sem bankar uppá. Þessi umræða snýst um forgangsröðun
þegar þrengir að. Hvor á að njóta forgangs innistæðueigandinn
eða öryrkinn? Eða með öðrum orðum, á að forgangsraða í þágu
eignarréttinda eða mannréttinda?...Trúin á heilagleika
einkaeignarréttarins hefur oft valdið mér miklum heilabrotum.
Þannig minnist ég þess þegar deilur stóðu sem hæst fyrir fáeinum
árum um stofnfé sparisjóðanna sem stofnfjáreigendur vildu sumir
hverjir gjarnan maka krókinn á. Um stofnféð giltu ...
Lesa meira

Það var fróðlegt að heimsækja þau svæði sem verst hafa orðið úti
vegna eldgossins í Vatnajökli en í dag fór ég í kynnisför þangað
ásamt forsætisráðherra og ráðuneytisfólki í innanríkisráðuneyti.
Það var ríkislögreglustjóri, sem hefur forræði yfir almnnavörnum,
sem skipulagði ferðina ásamt sínu samstarfsfólki.Við heimsóttum
aðgerðarmiðstöðvarnar á Hellu og Kirkjubæjarklaustri og áttum þar
fundi með fulltrúum þeirra aðila sem koma að björgunarstarfi á
vettvangi. Það var traustvekjandi að sjá og finna hve vel ...
Lesa meira

...Hið alvarlega í þessu eru lögbrotin í sínu félagslega
samhengi. þannig skoðuð eru þau hreinlega "tilræði við
lýðræðið" einsog ég orðaði það í yfirlýingu á vef
Innanríkisráðuneytisins sem var birt samhliða skýrslu
ríkislögreglustjóra um málið. Skýrslan var unnin í framhaldi af
fyrirspurnum mínum til embættisins um hvort íslensk
lögregluyfirvöld hafi haft vitneskju um veru breska
lögreglumannsins hér á landi í tengslum við mótmæli gegn
Kárahnjúkavirkjun árin 2005 og 2006. Er því svarað á þann veg að
ekki hafi komið fram upplýsingar sem geri kleift að skera úr um
hvort Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund
lögreglunnar. Hins vegar kemur einnig fram - og er það ekki síður
mikilvægt - að íslensk lögregla hafi fengið upplýsingar erlendis
frá um mótmælin á Kárahnjúkum, án þess þó að ...
Lesa meira

Við áttum það sameiginlegt við Grímur Thomsen að finnast
óþægilegt að stíga inn í Roskilde kirkju - dómkirkuna dönsku
suður af Kaupmannahöfn.... Alltaf þessi tilfinning um misnotkun,
valdníðslu og yfirgang....Sama kom upp í hugann þegar ég kom í
Hörpuna í kvöld ...Hinu vil ég ekki leyna að ég hreifst af Hörpu og
því sem þar fór fram innandyra. Ég held ég muni aldrei
gleyma þessari stund í Hörpunni og var þá áhrifaríkast
þegar risakór og margir allra bestu söngvarar þjóðarinnar sungu
þjóðsönginn okkar. Salur og svalir tóku undir...
Lesa meira

...Á hinn bóginn er einnig á flótta undan einræðis- og
ofbeldisstjórnum enn fleira fólk sem hefur þurft að sæta ofsóknum,
kúgunum og í sumum tilvikum pyntingum í heimalöndum sínum. Þetta
fólk ber okkur skylda til að skjóta skjólshúsi yfir og það sem
meira er, taka opnum örmum.
Þarna þarf að greina á milli. Það getur verið vandasdamt verk og
stundum óþægilega tímafrekt. Unnið er að því að stytta þennan tíma
en það breytir því ekki að þetta verk þarf engu að síður að
vinna.
Ég hef boðað endurmat á stefnu okkar...
Lesa meira
Ávarp
á hálfrar aldar afmæli ÖBÍ 5. maí 2011
...Ég sat um daginn fund með fulltrúum frá notendastýrði
þjónustu og eftir því sem ég hlustaði meira hugsaði ég: Ef ég byggi
við alvarlega hreyfihömlun eða fötlun og þyrfti að reiða mig á aðra
þá myndi ég vilja láta tala mínu máli á þann hátt sem þarna var
gert. "Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður...."
Nálgunin var sú að skýra það fyrir mér að þetta snérist ekki bara
um frelsi og sjálfsforræði þeirra einstaklinga sem í hlut eiga
heldur að samfélaginu öllu. Mér var gert skiljanlegt án þess að þau
orð væru beinlínis notuð að vildi samfélagið skilgreina sig sem
mannréttindaþjóðfélag þá yrði það að ...
Lesa meira

Ávarp í Hátíðarsal Háskóla Íslands í upphafi
Prestastefnu
...Þannig er ég sannfærður um að íslenskt stjórnmálalíf stendur á
krossgötum ekkert síður en kirkjan telur sig gera. Á vettvangi
stjórnmálanna þykir mér margt benda til þess að stofnanakerfið -
það er að segja stjórnmálaflokkarnir - muni meira og minna riðlast
á nýrri lýðræðisöld. Fólk kann áfram að vilja skipa sér í fylkingar
og flokka og eflaust að einhverju marki heyra stofnunum til, en sú
samstaða sem fólk kemur til með að vilja sjá, mun snúa að markmiðum
og að boðskap en ekki stofnunum. Það verður með öðrum orðum
ekki spurt um stuðning við flokk heldur við stefnu og við hugsjón.
Fólk mun spyrja ..
Lesa meira

...Í stað þess að setja þak á hámarkslaun, eða gólf undir lægstu
laun, ættum við að bindast fastmælum um að hæstu laun verði
aldrei hærri en þreföld lægstu laun. Kjarabætur eins hefðu
þannig áhrif á kjarabætur annars....Þó gerum við meiri kröfur til
lögreglunnar en allra annarra. Því lögreglunni felum við vald
umfram alla aðra og slíkt vald er alltaf vandmeðfarið. Líka
valdið sem til er stofnað í góðum tilgangi, vald til að berjast
gegn ofbeldi og vernda samfélagið. Vald kallar því á aðhald.
Því meiri heimildir sem lögreglu eru veittar þeim mun meira
eftirlit þarf lögreglan sjálf að þola...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum