GEYSIR OG GÓÐ BRETLANDSTENGSL
Í sumar leið kom hingað til lands hópur breska þingsins. Hann hafði
áður komið hingað sumarið 2008 en þá hafði nokkur tími liðið frá
heimsókn. Ég hafði hönd í bagga með þessum heimsóknum enda
áhugamaður um góð tengsl við breska þingið.
Eftir að skarst í odda með Íslendingum og Bretum út af Icesave urðu
þessi tengsl enn mikilvægari, en því miður voru þau ekki ræktuð sem
skyldi þegar virkilega á reyndi.
Ögmundur Jónasson, Einar Árnason, Benedikt Jónsson
sendiherrra
og Austin Mitchell þingmaður Verkamannaflokksins fyrir
Grimsby
Á fundum mínum með breskum þingmönnum bæði úr Íslandsnefndinni og
utan hennar í vikunni sem leið, ræddum við m.a. Icesave deilur.
Ekki varð ég var við annað en mikinn velvilja í garð Íslendinga og
er það reyndar mín tilfinning að það sé smám saman að renna upp
fyrir breskum stjórnmálamönnum hve mikla ósanngirni þeir sýndu
Íslendingum í aðdraganda hrunsins og áttu með beitingu
hryðjuverkalaganna sinn þátt í að atburðarásin varð sú sem við
þekkjum.
Þetta sögðu bresku þingmennirnir í sumar og Fabian
Hamilton þingmaður frá Leeds og mikill Íslandsvinur lá
ekki á þessum skoðunum sínum við íslenska fjölmiðla í sumar. Allt
þetta var ítrekað við mig í þessari heimsókn. Það var gagnlegt að
hitta bresku þingmennina að nýju, menn á borð við Austin
Mitchell, þingmann frá Grimsby sem á sér litríka og
skemmtilega sögu í stjórnmálum. Hann var fyrr á tíð þekktur
fjölmiðlamaður og og hefur jafnan um hann gustað.
Fabian Hamilton þingmaður Verkamannaflokksins fyrir Leeds og
Benedikt
Jónsson sendiherra
Bretlandsheimsókn á vef Innanríkisráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27316
Til gamans má geta þess að í Íslandshópunum -fer reyndar fyrir
honum og öðrum vinahópum Norðurlandanna í breska þinginu - er
lávarður sem ég hef ekki enn átt kost á að ræða við þótt ég hitti
hann í mýflugumynd í breska þinginu í Bretlandsheimsókn minni nú.
Þetta er Janric, jarlinn af
Craigavon (Lord Craigavon). Hann er afar vel
látinn maður og mikill vinur Íslands.
Það sem mér þykir umhugsunarvert nú á tímum umræðu um eignarrétt á
landi og auðlindum er að fjölskylda hans, sem er írsk, var um skeið
eigandi Geysis í Haukadal. Geysir komst í eigu fjölskyldunnar 1894
og var í erlendri eigu þar til höfðinginn Sigurður Jónsson festi
kaup á þessari dýrmætu náttúruperlu og færði íslenska ríkinu að
gjöf. Það var árið 1935.
Þessi tilhugsun þykir mér ágæt áminning til okkar í samtímanum að
varðveita náttúruna og perlur hennar í þjóðareign.
Áður hef ég vakið á þessu athygli hér á síðunni: http://ogmundur.is/samfelagsmal/nr/3564/