Fara í efni

MATREIÐSLA AÐ HÆTTI EYJUNNAR

Vefur Innanríkisráðuneytisins birti svör við spurningum Ríkisútvarpsins vegna ferðar minnar á ráðstefnu í Mexíkó. Fréttamiðillinn eyjan.is tók málið upp og matreiddi með sínum hætti. Allt skyldi með í uppskriftina. Í matreiðslunni urðu utanferðir mínar á rúmu ári að utanferðum mínum á tæpu ári. Ferða- og uppihaldskostnaður tveggja manna varð í fyrirsögn að ferða- og uppihaldskostnaði eins manns - eins og ég hefði verið einn á ferð. Ferð sem tók rúma viku varð að fimm dögum þegar reikna átti kostnað fyrir hvern dag fyrir mig einan! Þannig varð fimm hundruð þúsund króna ferð að milljón króna-ferð!!
Hvernig væri að setja stafina sína undir svona „fréttir"; að kokkurinn gengist við matreiðslunni? Hvað segir ritstjórinn, Karl Th. Birgisson?
http://eyjan.is/2011/10/24/radstefnuferd-ogmundar-til-mexiko-kostadi-ruma-milljon/