Greinar Desember 2011
Birtist í Fréttablaðinu 28.12.11.
...Hannes Hólmsteinn minnir okkur á
þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um
sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé
ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu
afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í
tilverunni...Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar
umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi
umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu
skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum
orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð
stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska
útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan
kassa. Hvenær skyldum við ...
Lesa meira

...Og þá að þætti Hönnu G. Sigurðardóttur. Hann
fjallaði um ræðumennsku fyrr og nú. Víða var leitað fanga, rætt við
uppfræðara í ræðumennsku, vitnað í gamlar ræður og spilaðir bútar.
Þar á meðal ræður tveggja manna sem mér þóttu afbragðsgóðar og í
reynd vera ágæt andleg vítamínsprauta í skammdeginu. Önnur var
áramótaávarp Andrésar Björnssonar, fyrrum
útvarpsstjóra, á gamlárskvöld árið 1970. Hin var barátturæða
Magnúsar Björns Ólafssonar, blaðamanns á
Austurvelli, 24 janúar 2009, í hámarki Búsáhaldabyltingarinnar.
Báðar ræðurnar voru afbragðsgóðar, sem áður segir, hvor með sínu
sniði...
Lesa meira

...aksturspeningar voru í hugum sumra fyrirspyrjanda á þingi og
í fjölmiðlum ígildi spillingar. Menn væru að fá dulbúnar tekjur í
formi aksturspeninga. Hvar skyldi þá meint spilling hafa verið
mest? Að sjálfsögðu hjá Vegagerðinni. Þar unnu hlutfallslega
flestir starfsmenn við að aka um vegina! Auðvitað var þessi umræða
glórulaust rugl. Í stað þess að brjóta viðfangsefnið til mergjar og
kanna hvar verið væri að greiða fólki aksturspeninga án útlagðs
kostnaðar, með öðrum orðum, hvar verið væri að hygla fólki, þá voru
allir settir undir sama hatt. Þeir sem óku um á eigin bílum,
borguðu eldsneyti og allan kostnað en fengu það síðan endurgreitt,
voru sagðir njóta óeðlilegra kjara...
Lesa meira

Í gærkvöldi var mér borin stefna á heimili mitt frá Hells Angels
og einum forsprakka þeirra hér á landi þar sem samtökin annars
vegar og einstaklingurinn hins vegar krefja mig um samtals fjórar
milljónir króna, tvær milljónir króna - hvor um sig - í
skaðabætur fyrir ummæli sem þeir telja vera "ósönn og óþarflega
meiðandi." Eftirfarandi er úr stefnunni...
Lesa meira

...Það breytir því ekki að enginn maður hefur beitt sér af meira
afli og meiri innri sannfæringu en einmitt hann gegn styrkveitingum
frá ESB. Það á við um málflutning hans í þingflokki VG og í öðrum
stofnunum flokksins, á fundum ríkisstjórnar og hvað varðar
stofnanir sem undir hans ráðuneyti heyra. Á milli orða og athafna
hefur verið fullt samræmi - meira að segja svo mjög að mörgum hefur
þótt nóg um! Í frásögn af atkvæðagreiðslu um fjárlög þótti hins
vegar greinilega vera færi að veikja Jón Bjarnason, grafa undan
trúverðugleika hans. Ég skrifa þennan litla pistil til að segja
eftirfarandi...
Lesa meira
Sannast sagna hafði ég gaman af - og þótti heiður af því - að
taka á móti heiðursmerki Hróshópsins sem kemur fram í nafni
Búsáhaldabyltingarinnar og hrósar fyrir það sem hópurinn telur vel
gert. Í stífum norðannæðingi fyrir framan Stjórnarráðið í gær, rétt
fyrir ríkisstjórnarfund, var nælt í mig merki og mér færður
blómvöndur. Tilefnið var að sýna samstöðu gegn því að Ísland verði
selt "fyrir stundargróða". Stundum hafa mér hlotanst viðurkeningar
en heiðursmerki Hróshóps Búsáhaldarbyltingarinnar þótti mér einna
vænst um. Ávarp fylgir hér með en það var lesið upp í hífandi
rokinu við Stjórnarrráðið...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum