Fara í efni

„ÓÞARFLEGA MEIÐANDI"?


Í gærkvöldi var mér borin stefna á heimili mitt frá Hells Angels og einum forsprakka þeirra hér á landi þar sem samtökin annars vegar og einstaklingurinn hins vegar krefja mig um samtals fjórar milljónir króna, tvær milljónir króna - hvor um sig -  í skaðabætur fyrir ummæli sem þeir telja vera „ósönn og óþarflega meiðandi." Eftirfarandi er úr stefnunni: 

Stefnendur krefjast þess báðir að eftirfarandi ummæli í staflið A-E verði dæmd dauð og ómerk.

•1.       Ummæli á bloggsíðu stefnda, http://www.ogmundur.is/, í pistli með fyrirsögnina  ,,Ábyrgð fjölmiðla",  birt á síðunni 7 mars 2011.
•A.      ,,þá er verið að gefa mönnum sem af ásetningi stunda glæpsamlega starfsemi, tækifæri til að villa á sér heimildir"
•B.      ,,Návæmalega þetta ástunda samtök á borð við Hells Angesl; skapa falsímynd af sjálfum sér útávið á meðan ofbeldi er stundað í felum"
•C.      ,,Þegar fjölmiðlar birta fegrunarviðtöl við ofbeldismenn finnst mér ástæða til að staldra við"
•D.      ,,En þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða ógn um ofbeldi af hendi þessa hóps eða annarra ámóta sjá ekkert skondið við þetta"

•2.        Ummæli sem birtust í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 3. Mars 2011 kl. 22.00.
•E.       ,,Við ætlum ekki að láta það gerast að Ísland verði gert að einhvers konar mafíulandi sem að er í heljargreipum glæpahópa"

Annars staðar í stefnunni er að finna fleiri tilvísanir í ummæli mín:
Þegar  hins vegar er rætt við fulltrúa Vítisengla, Hells Angels, Outlaws eða aðra hópa sem eru þekktir fyrir að beita ofbeldi, til að gefa þeim færi á að segja að þeir séu friðelskandi menn sem eigi ekki í stríði við einn  eða neinn er hins vegar annað upp á tengingnum.

Þetta birti ég lesendum síðunnnar til upplýsingar og umhugsunar en hér að neðan er slóð á þá umfjöllun sem aðallega er vísað til í stefnunni:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/abyrgd-fjolmidla