VEÐUR OG VARNAÐARORÐ

Bjorgun og kind

Vel fæ ég skilið að veðurfræðingar reiðist ef þeim finnst að starfsheiðri sínum vegið. Greininlegt er að það þótti þeim sumum ég gera í umræðu á Alþingi um óveðrið sem gekk yfir Norðurland fyrri hlutann í september.
Ekkert slíkt vakti fyrir mér og hef ég beðist velvirðingar vegna yfirlýsinga sem kunna að hafa orkað tvímælis.
Að sama skapi óska ég eftir því að menn hafi skilning á því sem fyrir mér vakti.
Fram fór umræða á þingi um fyrrgreint óveður og viðbrögð við því. Það er samhengið. Fyrirspurnum var beint til mín sem innnaríkisráherra. Fór eitthvað úrskeiðis, var eitthvað sem má laga? Voru einhvers staðar brotalamir?
Í sambandi við veðurspár vildi ég koma því á framfæri að þótt óveðri hefði verið spáð hefði ekki verið gefin út viðvörun á vegum Almannarna í samræmi við það sem síðar yfir dundi. Undir þetta hafa talsmenn Veðurstofu Íslands tekið svo og Almannavarna enda hafa verið teknar upp viðræður á milli þessara aðila um nákvæmlega þetta atriði.
Sama er að gerast varðandi rafmagnið og fjarskiptin. Þar er verið að yfirfara þær brotalamir sem komu í ljós með það fyrir augum að laga þær.

Það sem sagt var

Í fyrri ræðu minni sagði ég m.a.: "Veðurstofan hafði þann 8. september varað við stormi, 18-23 m/s, en gert var ráð fyrir rigningu samhliða storminum. Ekki voru gefnar út sérstakar viðvaranir og Veðurstofan hafði ekki samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra líkt og gert er þegar búist er við slæmu veðri. Almennt virtust fáir gera ráð fyrir því að þetta veður gæti haft mikil áhrif á þessari stundu. Reyndin varð önnur. Veðurhæðin var heldur meiri og úrkoman varð snjór og áhrifin afdrifarík. Öskubylur með mikilli ísingu. Rafmagnslínur brotnuðu, girðingar lögðust undan veðrinu og sá gríðarlegi fjöldi sauðfjár sem enn var á fjöllum tvístraðist og grófst undir snjó. Fjöldi fannst dauður en mörgum var bjargað úr snjónum og voru dæmi um að kindur og lömb fyndust lifandi eftir 45 daga í fönn."
Í síðari ræðu minni áréttaði ég að enginn virtist hafa gert sér grein fyrir hvað í vændum var en hefði mátt vera nákvæmari í framsetningu: "...Staðreyndirnar eru þessar: Ofsaveður gekk yfir Norðurland í fyrri hluta september. Önnur staðreynd: Enginn spáði þessu fyrir, engin varnaðarorð voru gefin út. Strax og ljóst varð hvaða hætta var á ferðinni brugðust menn við. Ég vek athygli á frumkvæði sýslumannsembættisins á Húsavík í því efni. Um leið og almannavörnum bárust kallið var brugðist við. Núna eru menn að fara yfir þær brotalamir sem þarna kunna að hafa verið. Ég vék að því í upphafsorðum mínum hvað hefði gerst í rafmagnsmálum og í fjarskiptamálum. Rarik, Landsnet, Míla, Síminn og Vodafone eru að skoða viðbrögðin og hvað fór úrskeiðis..."

Umræðan á Alþingi: http://www.althingi.is/altext/141/11/l06140725.sgml
Yfirlýsing: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28312
Nokkrar slóðir á fjölmiðlaumfjöllun:
http://www.dv.is/frettir/2012/11/7/vedurfraedingur-veitti-radherra-rothoggid/
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/11/07/svandis/
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/11/08/ogmundur-bidst-velvirdingar-engan-veginn-aetlunin-ad-gera-litid-ur-spam-vedurstofunnar/
http://smugan.is/2012/11/aetladi-ekki-ad-gera-litid-ur-vedurspam/
http://www.ruv.is/frett/vedurfraedingar-svara-fyrir-sig  

óveður

 kindur
 rafmagn
fjarleit 
sjálfhelda

Fréttabréf