Fara í efni

SAMSTARF Á NORÐURSLÓÐUM

Ráðherrar og mosfeldt
Ráðherrar og mosfeldt

Frá vinstri: Josef Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, undirritaður,  Anton Fredriksen, innanríkisráðherra Grænlands og Kári Höjgaard innanríkisráðherra Færeyja. 

Á föstudag og laugardag voru hér á landi í boði Innanríkisráðuneytisins, Kári Höjgaard innanríkisráðherra Færeyja og Anton Fredriksen, innanríkisráðherra Grænlands, ásamt sínu nánasta samstarfsfólki.
Heimsóknin var til þess sniðin að efla samstarf Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga í þeim málaflokkum sem heyra undir innanríkisráðuneyti landanna þriggja. Þar vega þungt sveitarstjórnarmál og handsöluðum við samstarfssamning til árs á því sviði. Ætlunin er að tveir fulltrúar frá hverju landi sem með sveitarstjórnarmál fara, hittist á þremur fundum og beri saman bækur um sameiginleg úrlausnarefni en að ári liðnu verði árangurinn af starfinu metinn. Fulltrúar Íslands yrðu annars vegar frá Innanríkisráðuneytinu, hins vegar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem einnig mun eiga aðild að þessu samkomulagi.
Á fundi okkar á föstudag og laugardag bar önnur mál á góma svo sem samstarf á sviði björgunarmála. Táknræn var heimsókn ráðherranna um borð í varðskipið Þór meðan á heimsókn þeirra stóð.
Einnig var undirritaður samstarfssamningur á milli Þjóðskrár og systurstofnunar Þjóðskrár í Færeyjum. Haukur Ingibergsson, forstöðumaður Þjóðskrár sagði af því tilefni að við værum að verulegu leyti þiggjendurnir í þessu samstarfi, því Færeyingar hefðu verið hraðfleygir á þessu sviði á undanförnum árum og misserum, en að sjálfsögðu vonaðist hann til að Íslendingar gætu einnig miðlað af þekkingu og reynslu sinni, sem nýtast mætti  Færeyingum enda værum við nú mjög að sækja í okkur veðrið hvað varðar þann málaflokk sem undir Þjóðskrá heyrir. Undir það skal tekið.
Hér að neðan eru myndir og slóðir sem vísa í fréttir af heimsókninni:
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28348
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28347
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1446388/?item_num=0&searchid=4232e79b24e903d9294be68e72f32a5ea758e51a&t=1354531730.7
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/02122012/islendingar-radleggja-graenlendingum
http://www.ruv.is/frett/naudsynlegt-ad-standa-saman-i-makrildeilunni
http://www.ruv.is/frett/samstarf-vid-island-er-mikilvaegt

Um borð í Þór
Um borð í varðskipinu Þór.
Þjóðskrá
Í húsakynnum Þjóðskrár Íslands.