Fara í efni

GAMALLI MARTRÖÐ LÉTT AF ÞJÓÐINNI

Arndís - Gísli - Kastljós
Arndís - Gísli - Kastljós


Sjaldan hef ég upplifað eins magnþrunginn fréttamannafund og þann sem haldinn var í Innanríkisráðuneytinu í gær þegar kynnt var skýrsla um svökölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál sem unnin var undir formennsku Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, lögfræðings og lögreglukonu.

Illugi JökulssonIlugi Jökulsson rithöfundur lýsti þessari stund í spistli sem hann skrifaði á Eyjuna að loknum fundinum. Þar segir hann meðal annars:  „...Ógleymanlegast verður þó að hafa staðið þarna og hlýtt á þessa afgerandi niðurstöðu að viðstaddri Erlu Bolladóttur og ýmsum aðstandendum sakborninga - þá sérstaklega börnum Sævars vinar míns Ciecielskis. Ég segi það bara hreint út að ég fékk beinlínis tár í augun af hryggð yfir því að hann skyldi ekki hafa fengið að lifa þessa stund. Þegar ég kynntist Sævar fyrst var hann nýsloppinn úr fangelsi og sýndi mér næstum feimnislega skjalabunka sem hann var byrjaður að safna í. „Ég ætla nefnilega að sanna sakleysi mitt," sagði hann. Hann náði ekki að lifa það sjálfur, ekki frekar en Tryggvi Rúnar Leifsson, annar sakborninganna sem látinn er. En að börnin þeirra og aðrir ástvinir fái loksins að upplifa svolítið réttlæti, það er ósegjanlega dýrmætt. Loksins er þessari gömlu martröð létt af þjóðinni."

Pistill Illuga: http://blog.pressan.is/illugi/2013/03/25/ogleymanleg-stund-i-innanrikisraduneytinu/

Að afloknum fréttamannafundinum hófst mikil umfjöllun í fjölmiðlum en að sinni verður hér gefin slóð á Kastljós gærkvöldsins þar sem fjallað var ítarlega um málið og tekin viðtöl við Arndísi Soffíu Sigurðardóttur og Gísla H. Guðjónsson, einn helsta réttarsálfræðing heims, sem starfaði náið með nefndinni: http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/25032013-2

Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins er að finna nánari upplýsingar um skipan starfshópsins og og linka á skýrslu hópsins um Guðmundar- og Geirfinnsmál:
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28484
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28485
ASS - Ö - Jón