RITSTJÓRINN OG NOKKRAR VEFSLÓÐIR

Ólafur Þ Sth

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins slítur orð mín úr samhengi í leiðara sínum sl. föstudag. Tilefnið er grein sem ég hafði skrifað í blaðið daginn áður um ummæli lögreglustjórans á höfðuborgarsvæðinu um rannsóknarheimildir lögreglu og uppslátt blaðsins um þau. http://visir.is/hraedslan-truflar-domgreindina/article/2013703229913 http://ogmundur.is/annad/nr/6611/
Áður hef ég margoft gert grein fyrir sjónarmiðum mínum um þetta, m.a. í Fréttablaðinu, sjá t.d. hér: http://ogmundur.is/stjornmal/nr/6497/  og hér í Morgunblaðinu:

http://ogmundur.is/samfelagsmal/nr/6491/ og hér í pistli: http://ogmundur.is/annad/nr/6594/
Dæmi hver fyrir sig hvort ekki er leitast við að færa rök fyrir þeirri afstöðu sem tekin er. 

Einsog sjá má í þessum síðustu leiðaraskrifum Ólafs, sbr. hér að framan, hirðir hann ekki um að taka þátt í efnislegri umræðu en einbeitir sér þess í stað að því að sýna fram á hve vafasamur maður ég sé eins og dæmin sanni. Nefnir hann tvö dæmi um að ég rökstyðji ekki minn málstað heldur hafi fyrst og fremst í frammi hræðsluáróður. Þessu vísa ég á bug og er það ekki í fyrsta skipti sem ég sé mig knúinn til þess eftir leiðaraskrif Ólafs. En hvernig reynir Ólafur að finna orðum sínum stað?

Í fyrsta lagi fer hann aftur til ágústmánaðar árið 2010 og vísar í grein sem ég þá skrifaði sem viðbrögð við málflutningi forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, þar sem sá maður hafði fyrr um sumarið í blaðagrein í Morgunblaðinu lýst því sem mér þóttu vera stórveldisdraumar Evrópusambandsins. Ólafur Þ. Stephensen slítur öll mín ummæli úr samhengi einsog sjá má lesi menn grein mína. http://ogmundur.is/stjornmal/nr/5448/. Þess má geta að þessi grein mín olli nokkru umróti, og varð það til þess að ég skýrði sjónarmið mín í nokkrum greinum og pistlum. Dæmi um það eru hér:
http://ogmundur.is/annad/nr/5455/
http://ogmundur.is/annad/nr/5453/
http://ogmundur.is/annad/nr/5452/
http://ogmundur.is/annad/nr/5447/

Í öðru lagi vísar Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins til skrifa minna um ráðstöfun á eignarhaldi lands út fyrir landsteinana. Þar sé aftur að finna hræðsluáróður. Það kann að mega til sanns vegar færa að varnaðarorð mín veki ugg hjá einhverjum en þannig eru þau ekki hugsuð af minni hálfu heldur færi ég rök fyrir máli mínu. Eftir leiðaraskrif Ólafs um þetta efni á sínum tíma skýrði ég mín sjónarmið í grein  í Fréttablaðinu: http://ogmundur.is/annad/nr/6580/

Ólafur Þ. Stephensen virðist ætla að sérhæfa sig í því að slíta orð manna úr samhengi. Almennt þykir þetta ekki blaðamennska til fyrirmyndar nema síður sé. Gæti ég tekið um þetta fleiri dæmi en læt eftirfarandi vefslóð fylgja til skýringar:
http://ogmundur.is/annad/nr/6463/

Fréttabréf