Greinar Maí 2013
Birtist í Morgunblaðinu 30.5.13
... Nú
bregður svo við eftir að samkomulagið er undirritað að gengur á með
tíðum yfirlýsingum af hálfu borgarinnar um að senn séu dagar
flugvallar í Reykjavík taldir. Ef svo er mun engin flugstöð rísa
sem svo aftur þýðir að fyrrnefnt samkomulag kemst ekki til
framkvæmda. Það hefur alla tíð verið viðurkennt að skipulagsvaldið
er hjá borginni en það er jafnaugljóst að ríkið á hluta af
flugvallarlandinu og það er ríkið sem er ábyrgt fyrir flugsamgöngum
í landinu. Ráðherra ber að fylgja samgönguáætlun samkvæmt
samþykktum Alþingis. Og flugsamgöngur í landinu koma öllum
landsmönnum við...
Lesa meira

Á föstudag afhenti ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur lykla að
Innanríkisráðuneytinu með ósk um velfarnað í starfi
innanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar. Jafnframt þakkaði ég
starfsfólki ráðuneytisins gott og gjöfult samstarf á undanförnum
árum... Að lokinni lyklaafhendingu gekk ég um allar hæðir
ráðuneytisins og kvaddi fólk og að lokum ráðgjafa mína þessi ár,
Höllu Gunnarsdóttur og Einar Árnason, þótt við séum að sjálfsögðu
ekki endanlega skilin að skiptum. Fjarri því. Halla hafði verið mér
til ráðgjafar í ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 21.05.13.
...Nú
er það svo í almenningssamgöngukerfinu að sumar leiðir gefa meira
af sér en aðrar. Án þess að ég hafi fyrir mér tölurnar gef ég mér
að strætóleiðin Breiðholt-Hlemmur gefi meira af sér en
Hlemmur-Vesturbær. Það þýðir að Breiðhyltingar greiða niður
samgöngur Vesturbæinga. Sama á við um um Hafnfirðinga því leiðin
Hafnarfjörður-Lækjartorg er mikið nýtt. Eðlilega hugsa fáir málið
þó út frá þessum forsendum því við lítum á strætó sem eitt og sama
kerfið. Okkur þætti flestum fráleitt ef komið væri upp
sjálfstæðum samkeppnisakstri einvörðungu á fjölförnustu leiðunum. Á
útlensku er talað um rjómafleytingu í þessu sambandi. Nýlega...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 19.05.13.
...Þessir þættir áttu vafalaust þátt í að móta
sjálfsmynd Íslendinga. Hún skiptir ekki litlu máli. Inn í þá mynd
bætist síðan hið sérstaka mat Íslendinga á sjálfum sér. Ég hef
stundum gantast með það að við séum aldrei alveg viss um það hvort
við séum 350 þúsund eða 350 milljónir. Höllumst frekar að því að
síðari talan sé nær lagi. Þeir tímar hafa komið að við hefðum haft
gott af því að vera aðeins betur niðri á jörðinni. En ekki er
vanmetakenndin heldur góð. Gagnvart fulltrúum stórþjóða sem hafa á
orði að við séum fá og smá hef ég gjarnan bent á að ...
Lesa meira
Birtist í DV 10.05.13.
...Við þurfum líka að ræða
Dyflinnarsamstarfið en margir segjast vilja að Ísland hætti
þátttöku sinni í því eða geri á henni veigamiklar breytingar. Slík
ákvörðun verður ekki tekin af einum ráðherra, heldur af
Alþingi...Því miður hefur áhuginn á þessum stóru línum verið
takmarkaður. Á sama tíma skapast oft mikil umræða vegna málefna
einstaklinga - stundum af réttmætum ástæðum og velvilja fólks til
að koma einstaklingum til hjálpar, en stundum af vanþekkingu á
málsmeðferðinni, þeim reglum sem við höfum undirgengist og þeim
markmiðum sem að baki þeim búa. Upp úr hjólförunum verðum við að
komast...
Lesa meira

...
en nú hefur Siðmennt - fyrst íslenskra lífsskoðunarfélaga -
hlotið formlega skráningu sem slíkt á grundvelli þeirra laga sam
Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári. Siðmennt kennir sig við
húmanisma og frjálsa hugsun, óháð trúarsetningum. Félagið hefur
fyrir löngu unnið sér sess og virðingu og í reynd má segja að ríkið
sé nú um síðir að gera að veruleika það sem þjóðin er fyrir löngu
búinn að gera í reynd, að viðurkenna Siðmennt sem eftirsóknarvert,
ábyrgt og uppbyggilegt samfélagsafl sem við viljum að sé til staðar
í okkar samfélagi og eigi að njóta viðurkenningar sem slíkt. Það
skiptir máli að....
Lesa meira

Í morgun skáluðum við Oddný Sturludóttir, formaður skóla-
og frístundaráðs Reykjavíkur í svörtu morgunkaffi í Húsdýragarðinum
í Reykjavík þar sem samankominn var fjöldinn allur af
hjólreiðarfólki í ásamt forráðamönnum Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands og fulltrúum hinna ýmsu samtaka sem láta sig hjólreiðar og
útivist varða.
Tilefnið var að þarna var hleypt af stokkunum átakinu Hjólað í
vinnuna og nú í ellefta sinn. Með...
Lesa meira

Veruleikinn er sá að innheimtulögmenn hafa haft óbundnar hendur
og hefur það ekki orðið til þess að halda verðlagninguinni niðri,
nema síður sé. Samanburður á innheimtuþóknunum fyrir og eftir
nýlega setta reglugerð er sláandi að því leyti að
viðmiðunarreglurnar kveða í öllum verðflokkum á um mun lægri gjöld
en tíðkast hafa. Með öðrum orðum, regluverkið er skuldaranum
hagstæðara en "samkeppni" á markaði. Þykja mér gjöldin þó enn
alltof há. Samtök innheimtumanna hafa aftur á móti talað um
eignaupptöku. Nú er verið að smíða ríkisstjórn sem vill gera Ísland
einfaldara að nýju. Samkeppnin á að leysa ...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 05.05.13.
...En
hvað gerist nú að afloknum kosningum? Hinar herskáu raddir
stjórnarandstöðu sem sáu ÖLLUM breytingum ALLT til foráttu eru
þagnaðar. Ekki nóg með það. Nú heyri ég ekki betur en um það sé
rætt að breyta Stjórnarráðinu, verkaskiptingu þar og skipulagi með
einu pennastriki! Sundra ráðuneytum að nýju. Og hvers vegna? Vegna
þess að ...
Lesa meira

Í vikunni sem leið öðlaðist Siðmennt viðurkenningu sem skráð
lífskoðunarfélag, fyrst slíkra félaga eftir að lög sem jafna rétt
lífsskoðunarfélaga og trúfélaga voru sett á Alþingi. Siðmennt hefur
barist fyrir þessu um langt skeið og var ósk þeirra um
lagabreytingar eitt af fyrstu málunum sem ég fékk á mitt borð sem
ráðherra dómsmála og mannréttinda haustið 2010. Tvennt kom mér á
óvart í þessu ferli...
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
Lesa meira
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum