LÖNGU TÍMABÆRT: SIÐMENNT ÖÐLAST VIÐURKENNINGU

Siðmennt maí 2013

Í vikunni sem leið öðlaðist Siðmennt viðurkenningu sem skráð lífskoðunarfélag, fyrst slíkra félaga eftir að lög sem jafna rétt lífsskoðunarfélaga og trúfélaga voru sett á Alþingi. Siðmennt hefur barist fyrir þessu um langt skeið og var ósk þeirra um lagabreytingar eitt af fyrstu málunum sem ég fékk á mitt borð sem ráðherra dómsmála og mannréttinda haustið 2010.
Tvennt kom mér á óvart í þessu ferli.
Í fyrsta lagi hve margar hindranir voru í veginum, einkum á Alþingi þar sem margir tortryggðu þessa sjálfsögðu baráttu og teygðu sig langt til að leggja stein í götu málsins.
Í öðru lagi kom mér á óvart - þægilega á óvart - hve trúarsöfnuðir og þá ekki síst Þjóðkirkjan og kirkjunnar fólk var opið og jákvætt fyrir þessari breytingu og nefni ég þar sérstaklega Hjalta Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands en hann kom að lagasmíðinni með uppbyggilegum hætti.
Í mínum huga var þetta augljóst mannréttindamál sem fyrir löngu hefði átt að vera komið í höfn.
En nú er málið semsagt í höfn með formlegum hætti og má sjá nánar um viðburðinn á hér: 
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28548  

http://sidmennt.is/2013/05/03/sogulegur-dagur-sidmennt-skrad-logformlega-sem-lifsskodunarfelag/ 

Fréttabréf