MÁL ÞEIRRA EINNA?

Ragnheiður EA og Erna Hauks
Það yrði grundvallabreyting ef sá háttur yrði tekinn upp að rukka aðgangseyri  að náttúru Íslands nema þá með almennum sköttum. Að borga sérstakt gjald til að sjá Seljalandsfoss, Gullfoss, Geysi eða Dettifoss yrði nýlunda. 
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðhrerra ferðmála,  sagði í fréttum Bylgjunnar að hún væri staðráðin í að byrja að rukka sem fyrst en þetta yrði gert í samráði við "greinina" og átti þá við Samtök fyrirtækja í ferðajónustu. Og fulltrúi "greinarinnar", Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri  samtakanna, var einnig í viðtali. Hún sagði að það væri bara tímaspursmál að koma þessu í kring.
En ég spyr, á þetta að vera mál þeirra einna ráðherrans og fulltrúa "greinarinnar"? Ferðaþjónustu-fyrirtækin eiga ekki Ísland og ekki heldur neinn ráðherra.
Nú þarf að fá svör við því hvort þetta sé stefna ríkisstjórnarinnar og að hún vilji fá fyrir henni samþykki Alþingis. Það hlýtur hún að þurfa að gera. Það kemur okkur öllum við hvort selja eigi okkur aðgang að eigin landi.
Það er ekki að undra að ríkisstjórnin aflétti nú í gríð og erg sköttum af stórútgerðinni og ferðaþjónustunni - hún ætlar að láta okkur borga skattinn beint. Engin tekjujöfnun þar. Bankastjórinn og hinn atvinnulausi skulu borga beint upp úr eigin vösum, misdjúpum. Síðan eru á þessu aðrar víddir sem ég hef oft gert að umræöðuefni, t.d. hér: http://ogmundur.is/annad/nr/6408/

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/06/16/gjaldtaka-a-ferdamannastadi-hun-aetlar-ad-lata-okkur-borga-skattinn-beint/

Fréttabréf