Fara í efni

FORSVARSMENN ÍBÚÐALÁNASJÓÐS SVARA FYRIR SIG

Stjórnskipunarnefnd - fundur - ÍLS
Stjórnskipunarnefnd - fundur - ÍLS

Í dag efndi Stjórnskipunar-  og efirlitsnefnd Alþingis til opins fundar um Rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð. Skýrslan var birt í júní-mánuði síðastliðnum eftir að hún hafði formlega verið afhent  Alþingi. Þar er það Stjórnskipunar- og efirlitsnefnd sem hefur með höndum umfjöllun um skýrsluna. Á þessum fyrsta fundi nefndarinnar komu fyrir hana þeir Guðmundur Bjarnason, sem gegndi stöðu forstjóra sjóðsins á því tímabili sem rannsóknin nær til, svo og þeir Gunnar S. Björnsson og Hákon Hákonarson, sem voru  formenn og varaformenn stjórnar á tímabililnu.
Guðmundur Bjarnason fór á fundinum yfir skriflega greinargerð sem hann lagði fyrir nefndina og er hægt að nálgast hana hér ásamt slóð inn á fundinn frá í dag svo og ýmis gögn sem málinu tengjast: http://www.althingi.is/vefur/ibudalanasjodur.html     

Nokkrar slóðir á fjölmiðlaumfjöllun:
 http://ruv.is/frett/menntahroki-og-otruverdugleiki

http://www.ruv.is/frett/gagnryni-sem-a-vid-rok-ad-stydjast

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV3F02AA07-E3E0-4F76-B5D3-3735F2DE829D