Fara í efni

RÆTT UM RÚV OG VÆNDI Á BYLGJUNNI

Bylgjan í bítið 2 rétt
Bylgjan í bítið 2 rétt

Umræðuefni okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í morgunþætti Bylgjunnar voru þennan mánudagsmorgun yfirlýsingar Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, um fjármögnun Ríkisútvarpsins. Ráðherra hyggst sem kunnugt er falla frá því að skorður verði settar við auglýsingatekjum RÚV en jafnframt láta taka hluta af lögbundnum tekjum stofnunarinnar og beina þeim til annarra stofnana.
Þá var einnig rætt um gangrýni Brynjars á aðgerir lögreglu gagnvart meintum vændiskaupum í Reykjavík.
Samræður okkar eru hér:  http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP21948