Fara í efni

Á SPJALLI UM ÍSLAND

Rassi - Soros - Redford
Rassi - Soros - Redford


Stórskemmtilegt viðtal er í helgarblaði Fréttablaðsins við Ragnar Kjartansson, myndlistarmann. Mæli ég með lestri þess.
Lesandanum er sagt að viðtalið hafi verið tekið daginn sem uppsagnirnar á RÚV voru tilkynntar og að Ragnari hafi verið mikið niðri fyrir vegna þeirra:
 "Að tala um þjóðmenningu á meðan nánast er verið að skera á tengslin við íslenska tungu er út í hött. Auðvitað getum við svo sem verið hérna og hugsað bara um auðlindirnar en ekkert um samfélagið, veitt fisk og selt túristum vöfflur og farið síðan heim og horft á amerískt skemmtiefni. En þá getum við tæplega kallað okkur sjálfstæða þjóð, það er menningin sem skilgreinir okkur. Ég get sagt þér eina dæmisögu um það. Rétt eftir hrun var ég á Sundance-kvikmyndahátíðinni og fór í kvöldverð heim til Roberts Redford. Þar sat sá mikli bissnessmaður George Soros, herra kapítalismi, og spurði mig hvaðan ég væri. "Ertu frá Íslandi já?" sagði hann. "Þið eigið mjög heimska bissnessmenn en stórkostlegan kúltúr og þess vegna mun verða allt í lagi með ykkur." Þetta er okkar orðspor út á við og hefur alltaf verið og þess vegna er svo rosalega furðulegt að við skulum inn á við vera að ráðast á það núna."