Fara í efni

RUKKARAR SVARI!

KER-MUNDUR
KER-MUNDUR


Í DV í dag segir frá heimsókn minni í Kerið í Grímsnesi en þangað fór ég um helgina ganggert til þess að borga ekki! „Eigendur" Kersins hafa tekið upp á því innheimta 350 króna aðgagngseyri  fyrir að horfa niður í þennan stórbrotna gíg.
Talsmaður „eigenda" Óskar Magnússon, segir í viðtali við DV í dag að ég eigi að borga eins og aðrir. „Það vill þannig til að þorri fólks fer að lögum og það hefur enginn haft uppi mótmæli við að greiða við Kerið. Ef einhverjir alþingismenn telja sig yfir það hafna að fylgja lögum þá verða þer að eiga það við sjálfa sig."
Þetta eru skrýtin ummæli. Óskar segir engan hafa  „haft uppi mótmæli". Það hef ég gert! Og um þessi mótmæli mín snýst viðtalið við Óskar; þá staðreynd að ég véfengi heimild hans til gjaldtöku.
 Hvað viðringu fyrir lögum áhrærir þá held ég því fram að að það séu Óskar og félagar sem brjóta lögin. Þeirra er sönnunarbyrðin þegar þeir rukka gjald fyrir aðgang að íslenskri náttúru.
Eða hvar er lagabókstafinn að finna sem veitir þessa heimild? Rukkarar svari.

http://www.dv.is/frettir/2013/11/4/helvitis-graedgi-W3K432/

http://www.dv.is/frettir/2013/11/5/helvitis-graedgi-Q4ZPLH/