Fara í efni

... AÐ BYRJA AÐ LIFA

Pétur Örn - af kynjum - loka
Pétur Örn - af kynjum - loka

Jólin eru hátíð bókanna.  Ég steig inn í lestrarhátiðina með ljóðabók Péturs Arnar Björnssonar,  Af kynjum og víddum og loftbólum andans.
Mæli ég með þeirri andans næringu sem lesturinn gaf, skemmtilegur, mjúkur, íhugull og ljóðrænn. Höfundur hefði ef til vill sagt að viðkynning við þessa bók væri einsog að hlaupa útí móa og týna  sjálfum sér eitt augnablik - og finna á ný.
Það eru reyndar ekki hans orð þótt mér finnist þau í hans anda, heldur þessi:

Að tæma hugann er að týna sjálfum sér
og á stundum
er það forsenda þess að byrja að lifa

týndur sjálfum sér
týndur öllu, leita einskis:
bara flæða í mókandi djúpi.

Og sjá: Loftbólur stíga upp úr djúpinu.
Já, sjá; Sem ölvaðar af lífsins anda
springa þær flæðandi út í himingeiminn.