Greinar Janúar 2014

...Ég fagnaði þessum áformum en gagnrýndi jafnframt ýmsar
áherslur skýrslunnar um beint lýðræði. Ég sagði að "stofnanaveldið"
ætti ekki að leyfa sér íhaldssemi í þessum efnum heldur nýta þá
kosti sem ný tækni byði upp á hvað varðar beint lýðræði....Ég tók
einnig skýrt fram að menn ættu ekki að horfa framhjá misnotkun á
netinu og minnti á að Evrópuráðið hefði fengið í hendur óyggjandi
sannanir fyrir því að netið væri notað sem tæki barnaníðinga. Þetta
ætti ekki að líðast fremur en ofbeldi annars staðar í samfélaginu.
Internetið væri hluti af samfélaginu en stæði ekki utan
þess. ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 28.01.14.
...Það
er því mikilvægt að stjórnvöld hugi sjálf að umbótum í
sínum ranni. Það er þeirra að sjá til þess að borgararnir fái notið
lögboðinna réttinda hvað sem líður eftirliti af hálfu Alþingis og
stofnana þess með störfum stjórnsýslunnar. Það er ljóst af skýrslum
umboðsmanns að ýmislegt má betur fara í störfum stjórnsýslunnar og
það á t.d. við um almenna afgreiðslu mála og þá sérstaklega um
meðferð mála vegna stjórnsýslukæra. Þar þurfa stjórnvöld að
viðhafa markvissari og skjótari vinnubrögð en nú. Á vettvangi
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur þannig
sérstaklega verið rætt um þörfina á því að stjórnvöld gæti betur að
því að ...
Lesa meira

... Umræðan var í tilefni þess að Evrópuráðið hefur tekið upp
samstarf við palestínsk stjórnvöld um eflingu lýðræðis og
réttarríkis í Palestínu. Evrópuráðið samþykkti ályktun þar sem
fagnað er þeim skrefum sem stigin hafa verið í þessa veru en að
vænst sé frekari aðgerða því enn sé þörf á átaki til að styrkja
réttarríkið í Palestínu. Ég lýsti því hvernig Íslendingar hefðu á
undanförnum árum staðið í farabroddi í stuðningi við Palestínumenn
í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þannig hefðu Íslendingar samhljóða
samþykkt á Alþingi viðurkenningu á fullvalda og sjálfstæðri
Palestínu og jafnframt verið eina vestræna ríkið sem ...
Lesa meira
Biritist í helgarblaði Morgunblaðsins 26.01.14
...En
mín skoðun er sú að sakamál gegn einstaklingi hljóti að byggja á
ásetningi hans um að fremja brot. Ég spái því að ef við sem eigum
undir heilbrigðiskerfið að sækja, gerumst mjög harðdræg gagnvart
því muni það snúast til varnar með svipuðum hætti og gerst hefur
vestanhafs. Og hví ætti læknir sem kallað er eftir í flugvél þar
sem farþegi hefur orðið fyrir hjartastoppi yfirleitt að gefa sig
fram ef hann á það á hættu að verða sóttur til saka fyrir að gera
ekki allt nákvæmlega eins og best verður á kosið? Af hverju ætti
hann ekki að sitja í sæti sínu og láta lítið fyrir sér fara - eins
og við hin? Þetta breytir ekki því að heilbrigðiskerfi sem bregst
sjúklingum ber undanbragðalaust að grípa til ráðstafana ...
Lesa meira
...Guðni Guðnason er sagður hafa tekið þátt í fleiri 1. maí
göngum en flestir ef ekki allir Íslendingar fyrr og síðar. Oft
tókum við tal saman þegar við hittumst á förnum vegi og
eftirminnilegt er mér nokkurra klukkustunda spjall þegar ég fyrir
nokkrum árum bauð honum til fundar á skrifstofu minni í Alþingi. Þá
flaug tíminn. Æviágrip Guðna Guðnasonar segir sína sögu. Þar kemur
fram hvernig hann gegndi jöfnum höndum starfi lögfræðings, sjómanns
og verkamanns. Ég þykist vita að innheimtustörf hafi ekki verið
honum að skapi. Ég minnist þess hve gott orð lá ætíð til
Guðna Guðnasonar þegar ég heyrði á hann minnst í uppvexti mínum
...
Lesa meira
...Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn þurfi nokkurn tíma -
jafnvel nokkur ár til að kanna þetta mál til hlítar. Vandinn er
hins vegar sá að þegar búið verður að fjárfesta í rannsóknum og
vangaveltum um málið í langan tíma og margir hafa af slíku atvinnu,
er hætt við að málið öðlist sjálfstætt líf og harðdræga fylgismenn
þess að láta drauma sína rætast. Tónninn í málflutningi forstjóra
Landsvirkjunar þykir mér þegar farinn að bera keim af þessu
viðhorfi. ...
Lesa meira

Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddum við Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins um yfirlýsingar landeigenda á
Geysissvæðinu um að engum komi það við öðrum en landeigendum hvort
þeir innheimti gjöld við náttúruperlur Íslands. Þá var rætt
um bankaskatt og lekamál, sbr. ...
Lesa meira

Hugmyndir Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ferðamálaráðherra, um
gjaldtöku við eftirsóttar náttúruperlur, hafa greinilega komið róti
á huga nokkurra landeigenda, sem telja sig nú geta
makað krókinn með gjaldtöku. Yfirlýsingar ýmissa landeigenda bera
ekki beinlínis vott um jafnvægi hugans. Ég hygg að flestir
landsmenn telji rukkun fyrir að skoða landið, sé mikilvægt
prinsíppmál, sem kalli á almenna umræðu áður en ákvarðanir eru
teknar. Þá hlýtur að vera mikilvægt að farið sé að lögum. Fyrir
þetta virðast landeigendur við Geysi ekki gefa mikið.
"Við höldum okkar striki og erum ....
Lesa meira

...Framsýnir stjórnmálamenn hljóta að hugsa í nýjum lausnum. Mér
sýnist sá ágæti maður, Halldór Halldórsson, sem skipar fyrsta sætið
á D-lista, sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki hugsa í nýjum
lausnum, bara nýjum hraðbrautum og fyrir ennþá fleiri bíla. Halldór
segist vilja byggja hraðbraut út frá Suðurgötunni í vesturbæ
Rekjavíkur yfir Skerjafjörðinn og út á Álftanes, til að taka við
bílaumferð af Kópavogs-, Hafnarfjarðar- og
Álftanessvæðinu. Spennandi? Það er eftir því frá hvaða
sjónarhóli málið er skoðað. Hafnfirðingar og einhverjir
Suðurnesjamenn kunna að ...
Lesa meira

Gary S. Becker hefur sannað að hægt er að fá Nóbelsverðlaun í
hagfræði þótt menn séu aular og siðlausir í ofanálag. Visir.is
segir frá nýlegu framlagi þessa Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði til
samfélagsumræðunnar. Í pistli í Wall Street Journal sem hann
skrifar ásamt og Julio J. Elias, öðrum hagfræðingi, er reynt að
sannfæra okkur um ágæti þess að líffæri gangi kaupum og sölum á
markaði líkt og hverjar aðrar markaðsvörur. Í frásögn á vísir.is
(sem byggir á grein þeirra félaga í Wall Street Journal) segir
...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum