Greinar Febrúar 2014
Birtist í Morgunblaðinu 24.02.14.
...
Þetta er gömul saga og ný. Þessi fyrirtæki sem ætlað var að reka
starfsemi sína innan almannakerfis í stað þess að sitja undir
júgrum mjólkurkúnna einna, fóru nú í mikinn leiðangur til að reyna
að fá hnekkt nýfenginni réttarstöðu sveitarfélaganna. Og viti menn!
Þeir höfðu árangur af brölti sínu því við ríkisstjórnarskiptin urðu
straumhvörf í málinu. Nýr innanríkisráðherra hlustaði á áeggjan og
umkvartanir Samkeppniseftirlitsins og einstakra fyrirtækja og tók
þær framyfir óskir sveitarfélaganna. Hinn 19. desember var ...
Lesa meira

Í frétt á vísir.is í dag segir : "Landeigendur í Reykjahlíð
ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar
Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar. Um tilraunaverkefni er
að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á
landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að
skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að
skoða ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23.02.14.
Jafnvel þótt Jón Gnarr borgarstjóri sé ekki kominn
með ísbjörninn í Húsdýragarðinn í Reykjavík eins og hann lofaði, þá
er gaman að koma þangað í fylgd með börnum. Það reyndi ég
nýlega. Þarna eru selir, refir og minkar og síðan öll íslensk
húsdýr. Gamlir dúfnabændur sjá þarna allar flottustu dúfurnar sem
við strákarnir á Melunum þekktum í þaula í gamla daga, ísara,
toppara og nunnur. Og síðan ýmsar furðu ...
Lesa meira

Í morgunþætti Bylgjunnar - Í Bítið - í morgun ræddum við Brynjar
Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um stöðuna í ESB málum og
hvernig eigi að leysa þann pólitíska hnút sem það mál er komið
í...
Lesa meira

Ljóst er að núverandi ríkisstjórn er andvíg því að Ísland gerist
aðildarríki í Evrópusambandinu. Vissulega má líta á það sem
órökrétt að hún haldi til streitu aðildarumsókn Íslands, sem
byggð er á þingsályktunartillögu sem borin var fram vorið 2009 og
samþykkt af þáverandi stjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin hefur nú
boðað þingsályktunartillögu um að umræðurnar verði formlega
stöðvaðar og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni
þjóðaratkvæðagreiðslu. Furðu sætir að slík tillaga skuli ekki hafa
komið fram fyrr. Andstæðingar ESB aðildar á þingi greiða varla
atkvæði gegn slíkri tillögu. Ekki síst ef þeir hafa verið -
og eru enn - þeirrar skoðunar að í reynd sé ekkert um að
semja; að kíkja í pokann sé einfaldlega blekkjandi
tal. En hvað þá með lýðræðið ...?
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 20.02.14.
...Mér vitandi er ekkert dæmi þess að
önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur
og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég
lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að
persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda
eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir
einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 18.02.14.
...Vorið 2011 skipaði ég starfshóp undir forystu
Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði, sem falið var
það hlutverk að leggja fram tillögur um hvernig koma mætti á
strandsiglingum og undirbúa útboðslýsingu fyrir ríkisstyrktar
strandsiglingar. Nú skyldi látið til skarar skríða. Hópurinn, sem
auk Guðmundar samanstóð af Pétri Ólafssyni, skrifstofustjóra
Akureyrarhafnar, Unnari Jónssyni, rekstrarfræðingi á Akureyri, og
sérfræðingum ... Athugun á stöðu mála nú leiðir í ljós mjög
ánægjulega niðurstöðu hvað þetta varðar. Eftir tvo mánuði sigldu
bæði skipafélögin annars vegar ...
Lesa meira

..." Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fram
skipulega áætlun til átján mánaða um aðstoð við sýrlenska
flóttamenn þar sem hugað verði að móttöku flóttamanna til Íslands
og auknum fjárstuðningi til hjálparstarfs. Sérstök áhersla verði
lögð á stuðning við börn og heilbrigðismál."
Ég hvet lesendur til þess að kynna sér rökstuðninginn sem er að
finna í greinargerðinni en þar kemur fram að vegna stríðisins í
Sýrlandi standi heimurinn nú frammi fyrir einhverjum mesta
flóttamannavanda fyrr og síðar....
Lesa meira

...Sumir fylgjast þó betur með en aðrir. Á meðal þeirra sem
standa vaktina í fremstu röð hér á landi þegar
mannréttindamál eru annars vegar - hvort sem Það er á Haíti, í
Sýrland eða á flóðasvæði Suður-Asíu - er Þorleifur
Gunnlaugsson, varaboragarfulltrúi. Í sumar lagði hann fram tillögu
í borgarráði Reykjavíkur um að borgin setti 10 milljónir í til
hjálpar flóttamönnum frá Sýrlandi. Ekki var fallist á þá
tillögu Þorleifs en samþykkt var að láta fé af hendi rakna sem
næmi ...
Lesa meira
Birtist í DV 14.02.14.
... Þarf
verkalýðshreyfingin ekki að ræða þetta í komandi kjarasamningum?
Þurfa samtök opinberra starfsmanna ekki að hreyfa sig ögn? Þarf
ekki að setja hnefann í borðið áður en yfirleitt gengið er til
samninga? Á að líða það að vaðið sé yfir fólk á skítugum
skónum?
Byrjum á að kalla hlutina réttum nöfnum. Niðurskurðurinn í
stjórnsýslunni hefur ekkert með hagræðingu að gera, og byggir ekki
á neinni virðingu fyrir mannauði. Þvert á móti, mannfyrirlitningu í
verki ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum