Fara í efni

VAKANDI ÞEGAR Á REYNIR

Þorleifur G -3
Þorleifur G -3


Á rúmu einu ári hefur fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi tifaldast, frá því að vera undir 300 þúsund á október 2012 í 3 milljónir um síðustu áramót. Að auki eru rúmar 4 milljónir á vergangi innan landamæra Sýrlands. Smám saman er þessi veruleiki að verða umheiminum ljós.
Sumir fylgjast þó betur með en aðrir. Á meðal þeirra sem standa vaktina í fremstu röð hér á landi  þegar mannréttindamál eru annars vegar - hvort sem Það er á Haíti, í Sýrland eða á flóðasvæði  Suður-Asíu - er Þorleifur Gunnlaugsson, varaboragarfulltrúi. Í sumar lagði hann fram tillögu í borgarráði Reykjavíkur um að borgin setti 10 milljónir í til hjálpar flóttamönnum frá Sýrlandi. Ekki var fallist á þá tillögu Þorleifs en samþykkt var að láta fé af hendi rakna sem næmi  1oo krónum á hvert barn í borginni en samanreiknað nam sú upphæð tæpum 3 milljónum króna.
Þorleifi ber að þakka tillöguna og árveknina í þessu máli sem öðrum þar sem þurfandi fólk á í  hlut. Menn geta reitt sig á að Þorleifur Gunnlaugsson er vakandi þegar á reynir.

Pistill Þorleifs á DV í dag:
http://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/2/18/syrland-betur-ma-ef-duga-skal/