Greinar Mars 2014

Á Alþingi í dag beindi ég spurningu til Bjarna Benediktssonar,
fjarmálaráðherra, um gjaldtökuna við Geysi. Fann ég að því að
viðbrögð stjórnvalda við ólöglegri galdtöku á Geysissvæðinu
væru linkuleg. Það stendur. Hitt kom þó líka fram að
fjármálaráherrann tók ekki á nokkurn hátt undir með gjaldtökumönnum
og mátti finna ásökun í þeirra garð af hans hálfu í þá veru
að gróðasjónarmið stýrðu för hjá þessum aðilum. Lögum samkvæmt er
gajaldtaka óheimil nema samkvæmt samningi við
stjórnvöld en jafnfel þegar slíkur samnigur liggur fyrir
skal það vera ljóst að enginn arður verði tekinn út úr
starfseminni, sbr. 30. og 32. grein náttúruverndarlaga. Ég
hvet fólk til að lesa eða hlusta á frásögn fjármálaráðherra
...
Lesa meira

...Nú er spurningin þessi: Fer fólk að nýju á svæðið á morgun og
hringir þá í lögregluna sér til varnar, halds og trausts, ef reynt
verður með ólögmætum hætti að hafa af því fé? Þetta er valkostur.
Ég hef hins vegar komist að þeirri niðurstöðu fyrir mitt leyti að
bíða átekta næstu daga og sjá hvort yfirvöld ætli virkilega að láta
lögbrjóta komast upp með framferði sitt. Ef ekkert gerist,
verð ég mættur að nýju að Geysi næsta laugardag klukkan hálf tvö.
Ég hef grun um að ég yrði ekki einn fremur en fyrri
daginn...
Lesa meira

Það er ekki ýkja langt síðan farið var að rukka ferðamenn við
Kerið og síðan við Geysi. Það er hins vegar svo langt um liðið að
stjórnvöld hefðu átt að vera búin að taka í taumana og stöðva
gjaldtökuna því hún er ólögleg. Fyrst stjórnvöld sýna
andvaraleysi þarf almenningur að standa á löglegum rétti sínum. Það
gerum við einafaldlega með því að mæta á svæðin þar sem ólögleg
gjaldtaka fer fram og neita að borga. Verði fólk fyrir áreitni ber
að sjálfsögðu að tilkynna það til lögreglu. Ef ekki, þá er það til
marks um að gjaldtökumenn sjá sig tilneydda að virða lögin.
Þannig tekst að hrinda aðförinni að almannaréttinum.
Ég ætla að gera nákvæmlega þetta við Geysi klukkan hálf tvö á
sunnudag.
Lesa meira
Birtist í DV 28.03.14.
...Auðvitað á
almenningur að fylkja liði á þessa staði til þess að standa á
löglegum rétti sínum. Fólk á einfaldlega að fara að Kerinu og inn á
Geysissvæðið án þess að greiða fyrir það. Ef fólki er meinaður
aðgangur eða áreitt á einhvern hátt ber að kæra það til lögreglu.
Ef það verður hins vegar ekki fyrir áreiti er það til marks um að
almenningur er byrjaður að hrinda af sér þessum ágangi, staðráðinn
í því að standa vörð um lögin í landinu. Þetta ætla ég að gera á
Geysisvæðinu á sunnudag klukkan hálf tvö ...
Lesa meira

... Það tekur áratugi að byggja upp starfsemi sem þessa og
hryggilegt ef hún leggst af...Kemur nú að erindi þessa pistils sem
vissulega er settur fram til að vekja athygli á þessari ágætu hátíð
en einnig vegna hins að mér finnst ástæða til að við sem viljum
hafa fjölbreytt og kröftugt listalíf í landinu styðjum við bakið á
listamönnum okkar þegar þeir sýna merkilegt frumkvæði við efiðar
fjárhaglegar aðstæður. Þessu er hægt að kippa í liðnn ef
nógu margir setja smáupphæð inn á þennan reikning...
Lesa meira

Þetta er ljósrit af aðgöngumiða að Geysi í Haukadal. Einstaklingar
á svæðinu hafa tekið sér það bessaleyfi að rukka fólk sem kemur til
að skoða þessa einstöku náttúruperlu, án þess þó að hafa til þess
nokkurt leyfi. Reyndar gengur þetta þvert á landslög og er því
lögbrot! Til þessa hefur þetta verið kallaður þjófnaður. Ég hvet
fólk til að mæta að Geysi á sunnudag klukkan hálf tvö til að standa
á lagalegum rétti okkar. Ef þessi aðför að almannarétti nær fram að
ganga verður Íslandi ...
Lesa meira

Þegar rannsóknarskýrslan um Íbúðalánasjóð var birt í fyrrasumar var
um hana talsverð umfjöllun í fjölmiðlum. Groddalegar fyrirsagnir
voru einkennandi í frásögnum á fréttamannafundi
rannsóknarnefndarinnar í júlíbyrjun: "Milljarðatap
vegna vanhæfis", "Ekki með hagsmuni sjóðsins í huga", "Bjánar
flokksins", "Rök færustu sérfræðinga urðu undir", "Stjórnlaus
ríkisbanki"....
Eitt þykir mér harla merkilegt og umhugsunarvert og það er
að þeir fjölmiðlar sem birtu hinar stórkallalegu fyrirsagnir
virðast hafa minni áhuga nú þegar málflutningurinn gerist dempaðri
og yfirvegaðri...
Lesa meira

Kári skrifar að mínu mati skínandi góða grein í dálk þessarar
heimasíðu sem ber yfirskriftina frjálsir pennar. Hann er hugsi yfir
gjaldtökuhugmyndum vegna þess sem ferðamálaráðherrann kallar að þau
skuli borga sem "njóta". En hvernig á að greiða fyrir nautnina?
Kárir veltir upp þeirri hugmynd að hönnuð verði útsýnisgleraugu með
gjaldmælum sem mæli áhorf okkar og þar með í hve ríkum mæli við
höfum "notið" náttúrunnar. Kári hefur sett niður texta að
lagafrumvarpi sem ég hvet alla til að lesa ...
Lesa meira

...Og fjöldasamkunda var það. Skipuleggjendur sögðu 2-3 milljónir,
varkárari aðilar sögðu milljón, en alla vega það. Uppá það get ég
skrifað þótt ég hafi vissulega ekki reynslu i að telja fólk í
milljónavís á útifundum! Og skilaboðin frá Öcalan voru á þessa
leið: Við búum í vöggu menningar mannkynsins, Mesopotamíu hinni
fornu. Þar hefur margt gerst í tímans rás en nú á sér hér stað
vakning. Tökum henni fagnandi. Kúrdar þekkja þrengingar, stríð og
ofbeldi. Við höfum staðist slíkar raunir. Við kunnum líka að höndla
friðinn. Og þegar við erum beitt ofbeldi af hálfu yfirvalda til að
setja friðarferlið út af sporinu til að veikja okkur, þá
...
Lesa meira

Í samræðu okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, í morgunþætti Bylgjunnar í morgun, var meðal
annars rætt um sjálfstæðisbaráttu Kúrda en ég er nýkominn af eins
konar þjóðhátíð þeirra í Diyarbakir í suð-austur Tyrklandi en
einnig um önnur mál svo sem gjaldtöku við Geysi. Nú bregður svo við
að ríkisskaststjóri vill innheimta skatt af hinu ólöglega gjaldi.
Ég spurði í þættinum og spyr enn, er rétt að innheimta
skatt af þjófnaði? ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum