Greinar Apríl 2014
Hópur leikskólabarna frá Ægisborg í Reykjavík kom á Austurvöll í
dag og leit við í Alþingi. Öll báru börnin eigin kveðskap framan á
sér og aftan og sýndist mér ort út frá hugmyndum höfunda um
hlutskipti skrímsla.
Ungi maðurinn á myndinni, sem heitir Ögmundur Óskar Jónsson, tjáði
mér að sér væri umhugað um að skrímslum yrði ekki kalt og gengi
kveðskapur sinn út á það. Þetta þótti mér falleg hugsun að færa til
Alþingis. Ekki svo að skilja að ég telji þar vera fleiri ...
Lesa meira

... Enn segist Núpo vilja kaupa á Grímsstaði á Fjöllum. Svo er
að skilja að "leikararnir" á Alþingi, sem hann kallar svo, hafi
staðið gegn áformum hans. Starðeyndin er sú að málið hefur aldrei
komið til kasta Alþingis. Á vilja hins meinta leikhúss hefur aldrei
reynt. Sem innanríkisráðherra hafnaði ég hins vegar ósk
auðjöfursins um kaupin enda ákvörðunarvaldið hjá
innanríkisráðherra. Málið kom aldrei fyrir Alþingi ... Hvernig
væri að láta reyna á vilja Alþingis; fá að vita hver sé vilji
íslenskra þingmanna, þeirra sem Huang Nupó líkir við reynslulausa
leikara? ...
Lesa meira

Í endurminningunni var sumardagurinn fyrsti aldrei alveg það sem
honum var ætlað að vera, fyrsti dagur sumarsins. Yfirleitt var
vetur enn í loftinu, sem minnti börnin á sig þegar þau spókuðu sig
sumarklædd. Berir leggir báru vott ásetningi foreldranna að taka
vel á móti sumrinu. Það var eitthvað mikið íslenskt við að berjast
í skrúðgöngu í hrollköldum strekkingi á sumardaginn fyrsta. En
í loftinu var alltaf einhver óútskýrð
eftirvænting. Allir voru staðráðnir í að komast í sumarskap. Á
mínu æskuheimili fengum við börnin bolta á sumardaginn
fyrsta; það var sumargjöfin okkar. Smám saman tóku aðrar minningar
við, vöfflur með rjóma og skátamessa. Skátamessu sæki ég alltaf á
sumardaginn fyrsta þegar ég hef tök á. Það geri ég í bland í
minningu föður míns sem um langt árabil stóð framarlega í
skátastarfi en einnig vegna hins, að skátarnir vinna gott
æskulýðsstarf og ...
Lesa meira
Birtist í DV 23.04.14.
... Það sem
eflaust olli þessum misskilningi er sú staðreynd
að ég tók afdráttarlausa afstöðu í umræðu um klám og ofbeldsiðnað.
Það var nokkur nýlunda að menn voguðu sér að ræða slíkt þegar
internetið var annars vegar. Ýmsir ruku upp til handa og fóta og
þær raddir heyrðust að bara umræðan ein um einhver afskipti af
internetinu gæti skaðað viðskiptahagsmuni íslenskra netfyrirtækja.
Utan úr heimi bárust einnig mikil viðbrögð, annars vegar frá
málsvörum klámiðnaðarins sem yfirleitt báru fyrir sig ást á
skoðanafresli en einnig barst stuðningur frá einstaklingum sem láta
sig mannréttindi varða. Hvað neikvæðu viðbrögðin varðar þóttu mér
upphrópanirnar minna á að internetið er enn, jafnvel heitustu
aðdáendum þess, svo fjarlægt að þeir líta á það sem guðspjöll
að ...
Lesa meira

... Annars staðar hefur tekist síður til. Vil ég þar nefna
mannvirki sem komið hefur verið upp við Kerið í Grímsnesi. Við
þessa náttúruperlu hefur verið reist girðing og komið fyrir skúr.
Frá náttúrunnar hendi er Kerið nánast ósýnilegt frá þjóðveginum
þótt það sé alveg við hann og hafði hið óvænta augnablik, þegar
eldgígurinn blasir skyndilega við, ákveðið gildi. Með skúrnum og
girðingunni er hið óvænta horfið. Hönnuðum að girðingunni og
skúrnum við Kerið er vorkunn. Þeirra verkefni er allt annað en að
passa upp á náttúruna. Þeirra verkefni er að ...
Lesa meira

Á nýafstöðnu þingi Evrópuráðsins í Strasbourg var
samþykkt að svipta Rússa tímabundið öllum réttindum í Evrópuráðinu
vegna aðkomu þeirra að Krímskaganum og þar með innri málefnum
Úkraínu. Fyrir lágu tillögur um að reka Rússa úr ráðinu en þetta
varð niðurstaðan. Hún var þó harðari en margir höfðu ætlað því í
stað þess að svipta Rússa tímabundið atkvæðisrétti
einvörðungu, voru þeir sviptir rétti til að sækja allar samkomur og
fundi. Ég greiddi atkvæði gegn þessu. Í þessari grein freista
ég þess að gera grein fyrir því hvers vegna í tók þá ákvörðun.Tvær
ályktunartillögur voru lagðar fram sem tengjast málinu. Annars
vegar ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20.04.14.
...
Fyrr á tíð voru línurnar skýrari. Annað hvort voru flestir í fríi
eða flestir í vinnu. Heldur finnst mér vera eftirsjá eftir þessum
tíma. Ég er með öðrum orðum því fylgjandi að slökkva á
þjónustusamfélaginu eftir því sem kostur er um jól og páska. Allir
eru þá meira og minna látnir í friði. Flestir fjölskyldumeðlimir í
fríi, lítið um utanaðkomandi áreiti, símhringingar í lágmarki nema
innan fjölskyldunnar. Og fjölskyldan ræktar innbyrðistengslin. Hún
kemur saman eða hver og einn sinnir hugðarefnum sínum; les bækur,
fer í göngutúra, skoðar Geysi gjaldfrjálst og Kerið og Dettifoss
eða hlustar á útvarp. Ríkisútvarpið sýnir alltaf hvað í því býr á
jólum og páskum. Hátíð er í bæ og ró yfir öllu ...
Lesa meira

... Fagnaði ég yfirlýsingu Anne Brasseur, forseta þings
Evrópuráðsins, sem í sérstakri yfirlýsingu gagnrýndi tyrknesk
yfirvöld og sagði að lokun á internetinu eða sérstökum rásum þess
eins og gert hefði verið í Tyrklandi, stríddi gegn samþykktum
Evrópuráðsins og dómum sem Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg
hefði fellt. Ég lagði að lokum áherslu á það í þessari umræðu að
internetið væri alþjóðlegt viðfangsefni sem ... Í skýrslunni
komu fram óhugnanlegar staðreyndir um hlutskipti hundruða þúsunda
evrópskra barna, sem væru vannærð, hefðu ekki aðgang að menntun,
lítilli heilbrigðisþjónustu og kannski það sem verst væri, nytu
ekki nærveru foreldra sinna, sem vegna fátæktar og atvinnuleysis
hefðu verið tilneydd til að yfirgefa heimahagana og þá einnig
börnin sín, til að ...
Lesa meira

...Séra Gunnar vill að við spyrjum stöðugt um það hvert sé
okkar framlag: "Á það reynir daglega. Erum við ekki sífellt
minnt á það fólk sem hér leitar skjóls frá fjarlægum löndum, fólk
sem glímir við að tala tungumál okkar og laga sig að nýju samfélagi
svo langt frá heimsins vígaslóð. Mætir það samfélagi sem er stílað
inn á baráttuna eða samvinnuna, mætir það samfélagi sem bíður þess
með opinn faðminn? Rætist draumur þess um mannúðarsamfélag? Er
okkar samfélag mannúðarsamfélag?" Séra Gunnar Kristjánsson
bregst ekki fremur en fyrri daginn að koma ...
Lesa meira

Óskar Magnússon, "eigandi" Kersins opnaði sig á Bylgjunni í dag.
Það var fróðlegt á að hlýða. Hann segir greinilegt að menn ( þ.e.
almenningur ) vilji gera út á "eign" hans en slíkt standist enga
skoðun. Ég var til andsvara í þættinum Reykjavík síðdegis, og benti
ég á að samkvæmt lögum og aldagamalli hefð væri náttúra Íslands
almannaeign og væri ég sannfærður um að almenningur myndi aldrei
láta hana af hendi. Við sáum á eftir sjávarauðlindinni í hendur
...
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Allt Frá lesendum