Fara í efni

FYRST TÓKU ÞAU SJÓINN, NÚ Á AÐ TAKA NÁTTÚRUNA!

Óskar Ker eigandi
Óskar Ker eigandi


Óskar Magnússon, „eigandi" Kersins opnaði sig á Bylgjunni í dag. Það var fróðlegt á að hlýða.  Hann segir greinilegt að menn (þ.e. almenningur) vilji gera út á „eign" hans en slíkt standist enga skoðun.
Ég var til andsvara í þættinum Reykjavík síðdegis, og benti ég á að samkvæmt lögum og aldagamalli hefð væri náttúra Íslands almannaeign og væri ég sannfærður um að almenningur myndi aldrei láta hana af hendi. 
Við sáum á eftir sjávarauðlindinni í hendur fámenns hóps og nú vill fámennur hópur í krafti einkaeignarréttar fjárnýta náttúruperlur landsins.
Þessir aðilar þykjast vera að gera þetta í þágu náttúruverndar en allt bendir hins vegar til að hagnaðarðavon ráði för. Gamla græðgin aftur komin á dagskrá.

Sjá nánar: Visir.is  RÚV.  Viðtal: Bylgjan.