Greinar Apríl 2014

... Þetta hefur vakið reiðiöldu í landinu og þjónustuaðilum í
ferðaiðnaði ber nánast öllum saman um að þetta hafi skaðað
atvinnugreinina. Hvers vegna gjaldtakan var látin líðast er með
öllu óskiljanlegt.
En úrskurðurinn í dag var góður. Í fjölmiðlum hafa landeigendur
sýnt okkur eina ferðina enn að þeim er ekki treystandi og nefni ég
þar sérstaklega hótanir um að loka Geysissvæðinu fyrir ferðamönnum.
Að sinni ætla ég ekki að hafa um slíka firru mörg orð en ég leyfi
mér að fullyrða að landsmenn munu aldei láta slíkt viðgangast. Þarf
ekki annað en nefna til sögunnar Steingrím Gunnarsson og sögina
góðu.Þá hafa komið fram aðilar í fjölmiðlum og sagt að Geysissvæðið
og fleiri svæði liggi undir stórkostlegum skemmdum. Allt er þetta
orðum aukið, enda sett fram til að skapa vanhugsuð viðbrögð.
Sjálfum finnst mér Kerið síður áhugavert með ný-uppsettum
girðingum...
Lesa meira

... Hér má sjá Steingrím Gunnarsson, leiðsögumann, ásamt Stefáni
Þorvaldi Þórssyni, landfræðingi, mér og Þóri Garðarsyni,
framkvæmdastjóra Allrahanda við Geysi í Haukadal í gær eftir að
Þórir hafði opnað efra hliðið með því að saga í sundur keðju eina
mikla, sem þar hafði verið sett, til að ferðafólk ætti ekki annarra
kosta völ en fara um neðra hliðið þar sem rukkararnari stilltu sér
upp. Ástþór Magnússon var einnig mættur með gjallarhorn til að
minna á að staðurinn væri gjaldfrjáls. Fjöldi einstaklinga var
mættur á vettvang til að standa á almannaréttinum. Það gerði
Steingrímur Gunnarsson á ...
Lesa meira

Enn er rukkað við Geysi í Haukadal. það er í senn ólöglegt og
siðlaust. Fólk er þegar byrjað að kæra sem betur fer. Nokkrir
einstaklingar sem ætla ekki að una
ofbeldinu mæta við Geysi klukkan half tvö í
dag. Ég verð í þeim hópi og hvet sem flesta til að mæta.
Við erum staðráðin í því að skoða Geysi gjaldfrjálst eins og
heimilt er lögum samkvæmt og hefðum frá upphafi
Íslandsbyggðar. Ég vek athygli á lesendabréfi sem síðunni barst í
gærkvöldi. Bréfið vekur athygli - vonandi líka fjölmiðlanna
....
Lesa meira
Birtist í DV 11.04.14.
...En þetta er
ekki bundið við Íslendinga. Mér var sagt af bandarískum
ferðmálafrömuði sem varð furðu lostinn þegar hann frétti af hinum
nýja sið og sagði í forundran: "En þetta er svo óíslenskt. Í
huga mínum er Ísland frjálst og opið og fólkið gestrisið. Þetta
gengur þvert á allt þetta!" ...Þess vegna mun ég og án efa miklu
fleiri halda að Geysi á laugardag klukkan hálf tvö, ganga inn á
svæðið án þess að greiða svo mikið sem eina krónu og hvet ég alla
til þess að gera slíkt hið sama. Því aðeins ....
Lesa meira
Hér á síðunni beindi ég tveimur spurningum til frambjóðendanna
tveggja til formennsku í Samtökum ferðaþjónustunnar en kosningin
fer fram á morgun, fimmtudag. Þeir eru Grímur Sæmundsen og Þórður
Garðarsson. Ég vildi vita hver afstaða þeirra væri til gjaldtöku
fyrir aðgang að náttúruperlum og þá sérstaklega þess sem nú á sér
stað við Geysi ...Þá vitum við það. Annar frambjóðendanna er
andvígur gjaldtöku við ferðamannastaði. Ég þakka Þóri Garðarssyni
svarið. Ef dæma á skal af jákvæðum viðbrögðum fólks úr
ferðaþjónustu við mótmælum við Geysi að undanförnu þá talar hann
þeirra máli. Gerir Grímur það? Fróðlegt væri að heyra hans
svar.
Lesa meira

...Réttilega er bent á að ferðaþjónustan standi á ákveðnum
tímamótum og sé í örum vexti. Á fundinum er ætlunin að horfa til
framtíðar og stóru málin rædd. Þetta er áhugavert en ekki síður
hitt að í kynningum frambjóðenda kemur ekki fram hver afstaða
þeirra er til gjaldtöku á íslenskum ferðamannastöðum en það er
óvéfengjanlega örlagaríkt hvernig á þeim málum verður tekið. Ég hef
ekki orðið var við að nokkur fjölmiðill hafi spurt frambjóðendur um
...
Lesa meira
...Torfi var einstaklega félagslega
þenkjandi maður. Hann var trúmaður "svo ágætur og glaðlyndur
að hann hlaut að laða fólk að kirkju sinni". Þannig komst
Árni Bergmann að orði í minningargrein sinni um Torfa. Fallegar
voru minningargreinarnar úr ranni fjölskyldunnar og bera þær vott
hlýju og væntumþykju. Barnabörnin segja hann snemma hafi
orðið "afalegan" og borið virðingu fyrir vitsmunalífi
barnsins og unglingsins. Pétur Gunnarsson, rithöfundur,
talar um "félagsheimilið" að Melhaga 4 - þar sem hann oft hafi
komið - en þar hafi ríkt "skapandi þvingunarleysi". Um allt
þetta ...
Lesa meira

Fjöldi fólks lagði í dag leið sína á Geysissvæðið til að mótmæla
ólöglegri gjaldtöku þar aðra helgina í röð. Sætir furðu að
löggæslan skuli ekki grípa í taumana og komi í veg fyrir að fé sé
haft af ferðamönnum eins og nú er gert við Geysi. Í rauninni er þar
nú daglega framið rán fyrir allra augum. Er það virkilega
svo á Íslandi að hægt sé að vanvirða lög með þessum hætti og
féfletta fólk fyrir opnum tjöldum? Við Geysi hitti ég
nokkra ferðamálafrömuði og sögðu þeir tvennt sem varð mér
umhugsunarefni. Einn sagði að hann hefði nýlega átt samtal
við þekktan ferðamálasérfræðing sem ....
Lesa meira
Birtist í DV 04.04.14 e. ÖJ og Stefán Þorvald Þórsson
...Verra er að
gjaldheimtumenn eru að reyna með hraðaupphlaupi að skapa sér hefð
sem síðar verði ekki hnekkt. Það má ekki gerast. Við verðum að kæfa
þessa ósvífnu árás á almannaréttinn í fæðingu. Það gerum við með
því að mæta hálf tvö á morgun - laugardag - að Geysi og sýna vilja
okkar í verki; að við ætlum að standa á lagalegum rétti okkar; að
við ætlum að tryggja almannarétt til að njóta íslenskrar náttúru án
þess að þurfa að greiða fyrir það sérstakt gjald.
Almannarétturinn stendur fyrir sínu og er hann einn og sér, næg
ástæða til að neita ...
Lesa meira
Eflaust ætla einhver að
vera við Geysi á laugardag klukkan hálf tvö til að
standa á lagalegum rétti okkar um gjaldfrjálsa aðkomu að
náttúrundrum Íslands. Þetta gæti orðið skemmtilegur
helgarbíltúr. Frá höfuðborgarsvæðinu tekur það um hálfan
annan klukkutíma að aka að Geysi. Minna hefur verið gert
til varnar náttúrunni gegn ásókn gróðamanna en að fara í nokkurra
klukkutíma helgabíltúr! Í grein sem við Stefán Þorvaldur Þórsson,
landfræðingur, skrifuðum í sameiningu í DV í dag og einnig í
umfjöllun minni hér á síðunni, er bent á að Bjarni
Benediktsson,fjármálaráðherra, hafi staðfest ....
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum