Greinar Maí 2014
... Á Íslandi þekkjum við til öfgafullra ofstækismanna sem
segjast tala í nafni Kristni. Þetta þekkist í öllum trúarbrögðum.
Viðhorfin eru ekki til trúarbragðanna vegna heldur öfganna vegna.
Gegn þeim vil ég tala og gegn þeim mun ég tala því ofstækisöfgar
meiða. Þær meiða einstaklinga og þær meiða samfélagið allt. Salmann
Tamini er ekki talsmaður öfga. Hann er talsmaður jafnaðar og
hófsemdar. Ég er stoltur af því að hafa átt pólitíska samleið með
Salmann Tamini um langt árabil ...
Lesa meira

Í einkavæddum heilbrigðiskerfum þarf fólk að treysta á
einkatryggingar til þess að öðlast rétt til góðrar læknisþjónustu
og aðhlynningar. Lítum til fréttar sem birtist á mbl.is
fyrir fáeinum dögum en þar segir frá skrifum
pistlahöfundarins Dereks Beres sem fékk eistnakrabbamein á sínum
tíma. Skrif Dereks endurspegla veruleikann í ...
Sjálfstæðisflokkurinn dreymir sem kunnugt er einkavæðigardrauma.
Þeir draumar gætu hæglega orðið okkar martröð ef við höldum ekki
vöku okkar gagnvart stjórnvöldum - eða langar einhvern inn í
þann veruleika sem hér er lýst?
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 22.05.14.
... Samkvæmt rannsókn fjárfesta á
fýsileika þess að leggja raforkukapal til Evrópu gæti hann gefið
Landsvirkjun fjörutíu milljarða í arð á ári, það er að segja ef við
yrðum nógu dugleg að eyðileggja náttúrperlur okkar fyrir orkusölu
til soltins Evrópumarkaðs ... Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðaherra, er nú búinn að lýsa því yfir að hann vilji selja
Landsvirkjun. Bara pínulítið - og til góðra fjárfesta -
lífeyrissjóðanna. Allt samkvæmt gömlu formúlunni að fara hægt að
þjóðinni. Og lífeyrissjóðirnir, skyldu þeir vera reiðubúnir að láta
hafa sig í skítverkið? Vonandi ekki sá sem ...
Lesa meira

...Eftir að þessi frétt birtist hafa komið viðbrögð frá
félagasamtökum sem segja að starfsfólk standi frammi fyrir nýjum
veruleika. Það er rétt. Ríkissaksóknari telur sig án efa vera að
taka ákvörðun á grundvelli lagatúlkunar. Ég leyfi mér að fullyrða
að sú túlkun er hættulega þröngsýn. Með ákvörðun sinni er
ríkissaksóknari að breyta íslenskum veruleika. Ákvörðun embættisins
er að mínu mati félagslegt og siðferðilegt glapræði. Sjá nýleg
...
Lesa meira

Eins og lesendum heimasíðu minnar er kunnugt hef ég lýst
áhyggjum yfir því að við kunnum að vera að sogast inn í ferli sem
gerir okkur illa afturkvæmt varðandi lagningu raforku sæstrengs til
Bretlands. Hef ég vísað í mjög athyglisverð skrif Sveins Valfells,
eðlisfræðings um þetta efni frá því í nóovember ... Bylgjumenn
sýndu þessu áhuga og hugðust ræða þetta í morgunspjalli okkar
Brynjars Níelsssonar, alþingismanns, í gærmorgun. Það rúmaðist hins
vegar ekki í þættinum og var varð úr að haft var við mig
spjall um þetta mikilvæga málefni á Bylgjunni í morgun og er það
hér ...:
Lesa meira

Skuldaniðurfærslur og verkföll voru til umræðu hjá okkur
Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfsstæðisflokksins, í
morgunspjalli okkar á Bylgjunni í dag. Ég ítrekaði þau sjónarmið
sem ég áður hafði gert grein fyrir á Alþingi um að ég væri hlynntur
þeirri hugsun sem skuldaniðurfærslan hvíldi á, nefnilega að
færa fjármuni frá þeim aðilum ( fjármálafyrirtækjum og kröfuhöfum)
sem höfðu oftekið á sínum tíma, til þeirra sem ofttekið var af (í
óeðlilega háum verðbótum á lánum) en hefði viljað félagslega
réttlátari útfærslu. Þess vegna hafi ég ekki getð stutt
tillögurnar. Síðan ræddum við verkföll og ....
Lesa meira
Birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 18.05.14.
Í
vikunni voru sett lög á flugmenn. Verkfall þeirra hafi skaðað
þjóðarhag og auk þess séu flugmenn hálaunamenn sem ekki hafi
siðferðilegan rétt á því að beita verkfallsvopni sjálfum sér til
framdráttar - á kostnað annarra. Þannig var talað í Alþingi.
Um síðustu áramót voru áhöld um hvort láglaunafólk færi í
verkfall. Þar á bæ voru launin undir tvö hundruð þúsundum og var
krafan um að þoka þeim upp á við. Menn tóku bakföll. Sérstaklega
höfðu milljóna-króna-forstjórarnir uppi stór orð um að ...
Hvað með að hugsa verkfallsréttinn upp á nýtt eins og kallað var
eftir á Alþingi? Já, gerum það endilega. Ég legg til að í stað þess
að semja um hækkun lægstu launa ....
Lesa meira

... Í ljós kom í fréttinni á Stöð 2 að iðnaðarráðherra hefði
nýlega átt fund með breskum starfsbróður sínum þar sem báðir
aðilar virðast hafa lýst ánægju með gang mála. Og þegar þessi góði
gangur mála liggur í því að "fjármögnun er vel á veg komin" þá
getur það hæglega hent að illa verði aftur snúið svo mikill verði
þrýstingurinn, annars vegar frá hendi fjárfestanna og hins vegar
gráðugasta hluta íslensku þjóðarinnar sem ekki kallar allt ömmu
sína eins og við þekkjum af reynslunni ! ... Á þessu eru
hliðar sem snúa að náttúruvernd, umhverfi, efnahag, stjórnmálum og
siðferði. Sveinn Valfells hefur ...
Lesa meira

... Hvað síðarnefndu þættina varðar hvílir mikil ábyrgð hjá
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og sagði forseti
Alþingis í ræðu sinni að nefndin væri að sínu mati að móta
vinnufarveg sem lofaði góðu. Þá tók hann undir ábendingar
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá í vetur um nauðsyn þess að
rannsóknarvinnu á vegum þingsins verði settar skýrari reglur hvað
verkefnalýsingu og fjárhag varðar. Einar K. Guðfinnsson,
forseti Alþingis, sagði eftirfarandi um þetta efni ...
Lesa meira

... Nú er mér sagt að þar sé gagnrýnt að ég hafi ekki gert grein
fyrir afstöðu minni til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um
lífeyrissparnað annars vegar og skuldaniðurfærslu hins vegar og þá
sérstaklega að ég hefði ekki verið með atkvæðaskýringar. Þetta vil
ég leiðrétta. Í fyrsta lagi þá flutti ég all ítarlegar ræður um
þessi mál bæði þar sem ég reifaði sjónarmið mín. Síðan var ég með
atkvæða skýringar, nú síðast við lokaafgreiðslu
skuldaleiðréttingarinnar í gærkvöldi, sbr ....
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum