Greinar Júní 2014

Að venju sátum við á Bylgjunni í morgunsárið og ræddum
brennandi málefni dagsins við Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins. Þetta höfum við gert að jafnaði
mánudagsmorgna hálfsmánaðarlega í vetur. Umræðan er hér
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29.06.14.
Skólaárið 1966/7 var ég í breskum heimavistarskóla.
Ég var 18 ára. Sergeant Pepper plata Bítlana kom út um sumarið.
Þetta var bjartsýnn tími. Uppreisn æskunnar lá í loftinu. Skólinn
minn var þar á þveröfugu róli. Hann var af gömlu gerðinni. Miklar
reglur og mikill agi. Forstöðukennarinn á heimavistinni kallaði mig
einhverju sinni á sinn fund. Hann vildi heyra sjónarmið hins
gestkomandi drengs: "Hvað finnst þér um okkur?" Ég sagðist hafa
kynnst mörgu ...
Lesa meira

... Á þingum Evrópuráðsins gefst tækifæri til að hitta fulltrúa
mannréttindahópa og baráttuhreyfinga víðs vegar að. Ég ræddi, nú
sem fyrr, við talsmenn Kúrda, þar á meðal unga stúlku, Ebru
Gunay, sem hafði tekið að sér að vinna fyrir Öcalan, leiðtoga Kúrda
sem setið hefur í fangelsi undanfarin fimmtán ár. Ég sagði
henni að ég hefði verið í Dyabakir í austanverðu Tyrklandi -
Kúrdistan - í marsmánuði. "Ég var þar þá líka,
sagði hún. Nema hvað hún sat þá í fangelsi, og var búin að sitja
þar í fimm ár! Sakirnar voru þær einar að taka að sér að vera
ráðgefandi lögfræðingur fyrir fangelsaðan forsvarsmann
Kúrda! ... Í laganefndinni sat Edward Snowden fyrir
svörum um gervihnött. Það gerði hann eining ...
Lesa meira
... Aðrir ráðherrar segja að gera þurfi lagalega úttekt á
málinu. Annað hvort eru þeir latir og hafa ekki nennt að lesa lögin
eða þeir hafa lesið þau og séð það sem hverju barni má ljóst vera,
að gjaldtaka í ábataskyni er ólögleg. Eða að með tómlæti og
aðgerðarleysi vilji ráðherrar styrkja stöðu gjaldheimtumanna
og þá veikja almannarétt að sama skapi. Margt þykir mér benda
til að svo sé. Í dag má lesa í fjölmiðlum að Umhverfisstofnun telji
lagasetningu við Kerið í Grímsnesi ólöglega en til greina komi að
semja við landeigendur til að ... en slík ráðstöfun myndi
hins vegar bíta höfuðið af skömminni ...
Lesa meira

Einsog við höfum gert að jafnaði hálfsmánaðarlega, hittumst við
í Bítinu á Bylgjunni í morgun við Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, og ræddum ýmsar brennandi spurningar
þjóðmálaumræðunnar.
Í morgun, var rætt um tvískinnung í umræðu um vaxtamál, undarlegan
málflutning Evrópusinna á hægri vængnum sem ráðgera stofnun
stjórnmálaflokks, kvótavæðingu íslenskrar náttúru, verkfall
flugvirkja og hleranir ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15.06.14.
...
Fyrir þá lesendur sem eru ekki alveg búnir að ná þessu, þá þóttu
lágir Íbúðalánasjóðsvextir efnahagslegt skaðræði en lágir
Evrópuvextir allra meina bót. Undir þetta tóku ekki ómerkari
aðilar en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD. Lántakendur
vildu hins vegar bara lága vexti! Sjálfur hef ég alla tíð barist
gegn hávaxtastefnu þrátt fyrir fullyrðingar nú um hið gagnstæða. Ég
hef heldur ekki verið sérstakur aðdáandi mikillar verðbólgu þótt
verst þyki mér atvinnuleysið. En hver eru það sem leyfa sér að
fullyrða út í loftið um afstöðu okkar sem höfum efasemdir um ágæti
ESB aðildar fyrir Ísland? ...
Lesa meira
Hugsanlega er það vankunnátta mín sem olli því að
ég staldraði við frétt í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar segir frá
því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Paul LePage,
ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hafi skrifað undir samkomulag um
aukið samstarf á milli Maine og Íslands: "Samkvæmt
samkomulaginu verður unnið að því að efla viðskiptatengsl Íslands
og Maine meðal annars með áherslu á orkumál,
viðskiptaþróun, samgöngur, nýtingu náttúruauðlinda
og ....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.06.14.
... En
til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar
fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan
aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu
útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrum
lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri
gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein
fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til
eignar ... Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni?
Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða
náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar
með er hún ...
Lesa meira
Í dag jarðsöng Sr. Örn Bárður Jónsson vin minn Sigurð Haraldsson
í Neskirkju, sem lést langt fyrir aldur fram , 5. júní
síðastliðinn, sextíu og sex ára að aldri. En lífslánið verður ekki
í árum talið, eins og séra Örn Bárður komst að orði í ágætri
útfararræðu sinni, heldur hvernig fólki vegnar í glímunni við
lífið. Sigurði vegnaði vel í þeirri glímu, stóð sig vel í starfi,
átti góða fjölskyldu og vinahóp stóran. Mér er eftirsjá í Sigurði
en við höfðum mikið saman að sælda á menntaskólaárum okkar og vorum
...
Lesa meira
Birtist í DV 10.06.14.
...Þetta segja
landslög og það sem meira er, yfir þúsund ára saga Íslendinga er
samfelld viljayfirlýsing um að náttúran sé okkar allra. Síðan er
allt annar handleggur að landeigendur geta nýtt hugvit til að
hagnast á náttúrugæðum með því að veita þjónustu og hagnast þannig
á eigin sköpun ... Í trúarbrögðum er talað um náttúruna sem sköpun
guðs. Látum það liggja milli hluta. Hitt getum við þó fullyrt að
Óskar Magnússon bjó ekki til Kerið í Grímsnesi og Ólafur H. Jónsson
skóp ekki Dettisfoss ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum