Greinar Ágúst 2014

Í morgun áttum við spjall við Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, um aðskiljanleg mál sem heitt brenna á
þjóðinni nú um stundir. Við ræddum um virðisauka á matvæli,
framúrkeyrslu á fjárlögum og síðan "lekamálið" á vinnsluborði
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem við Brynjar
eigum báðir sæti ....
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24. 08.14.
... Við vitum að Bush og Blair töluðu ekki í
nafni allra Bandaríkjamanna og Breta ... En það gerir
forsætisráðherra Ísraels ekki heldur. Benjamin Netanyahu talar ekki
fyrir hönd allra Ísraela, hvað þá allra gyðinga. Þeir eru margir
hverjir einhverjir eindregnustu andstæðingar þjóðernisofsóknanna á
hendur Palestínumönnum. Nýlegar skoðanakannanir í Ísrael benda til
vaxandi andstöðu við hernaðarofbeldið á Gaza. Til eru þeir
fjölmiðlar sem segja frá mismunandi sjónarmiðum og afstöðu á meðal
Ísraela. Þeir greina jafnframt frá því að andspyrna í Ísrael gegn
stríðsrekstri ríkisstjórnarinnar verði sífellt torveldari bæði
vegna ofsókna frá hendi stjórnvalda og einnig, og þá ekki síður,
pólitískra ofbeldishópa sem berji miskunnarlaust alla gagnrýni
niður. Flestir þekkja til innbyrðis ágreinings á meðal
...
Lesa meira
Birtist í DV 15.08.14.
...Innan
Alþýðusambandsins eru taxtar ekki eins ráðandi og innan opinbera
launakerfisins. Tilraunir til að viðhalda taxtalaunum opinberra
starfsmanna er viðleitni til að hafa kerfið eins duttlungasnautt og
kostur er. Margir forstjórar og forstöðumenn vilja taxtakerfið úr
sögunni. Þeir gætu sætt sig við lágmarkslaun ef þeir síðan fengju
að smyrja ofan á - eða láta það vera - að eigin geðþótta. Ef
þessi yrði raunin tæki það sama við og gerðist eftir að
verslunarmenn hættu að semja um launataxta. Ekki hefur
mátt skilja annað á bæklingum VR en að félagið liti á það sem sitt
meginhlutverk að undirbúa félagsmenn undir launaviðtöl við
forstjórann. Þar væri um að gera að hafa bindishnútinn
óaðfinnanlegan og púðra sig sem best. Þarna þykir mér
kjarabaráttan ....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 15.08.14.
... Þegar ákveðið var að ráðast í
byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru
þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila
einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af
því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist
mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu
óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu.
Ég fékk sérfræðinga til að meta hve mikið þetta tap næmi og áætluðu
þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að
fara einkaframkvæmdarleiðina. Þetta liggur að sjálfsögðu í augum
uppi þegar ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10.08.14.
...Umhugsunarvert er hve saga iðnaðarþjóðfélags er
stutt í Kaliforníu. Sú var tíðin að Indíánar bjuggu hér en án þess
þó að skilja eftir sig miklar minjar. Suð-vesturhluti núverandi
Bandaríkjanna heyrði um skeið til nýlenduveldis Spánar, síðar
Mexíkó og var það ekki fyrr en 1850 að Kalifornía varð ein stjarnan
í bandaríska fánanum sem fullgilt aðildarríki Bandaríkja Norður
Ameríku. Um þetta leyti hefst uppbyggingin við San Francisco
flóann, knúin áfram af gullæðinu sem rann á menn 1848 þegar gull
fannst á þessum slóðum. Á mælikvarða mannkynssögunnar gerðist þetta
nánast í gær! Aðeins fjórum árum eftir að Kalifornía varð ríki í
Bandaríkjunum, fæðist norður í Skagafirði Björn Bjarnason. Hann var
...
Lesa meira
.... Vísar hann þar í nýlega grein mína
í Morgunblaðinu. Ég komist í mótsögn við sjálfan mig, segir hann,
þegar ég vari við því að Ísland gerist merkisberi í átökum
stórveldanna um völd og ítök en hafi þó sjálfur gagnrýnt Ísrael á
útifundi fyrir framan bandaríska sendiráðið sem þáverandi
innanríkisráðherra Íslands. Hafi ég ekki þar einmitt verið "
merkisberi ríkisstjórnar Íslands?", spyr Björn Bjarnason ....
Vissulega er það rétt hjá Birni Bjarnasyni að ég gegndi embætti
innanríkisráðherra þegar ég (síðast) flutti ræðu við bandaríska
sendiráðið til að mótmæla skefjalausu ofbeldi Ísraelsríkis.
Vissulega má til sanns vegar færa að í ljósi stöðu minnar hafi ég
verið þar sem merksiberi Íslands. En viljum við ekki að Ísland
verði merkisberi gegn ofbeldi, merkisberi mannréttinda?
Ísland má hins vegar aldrei verða handbendi stórvelda
....
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum