Fara í efni

AUMT HLUTSKIPTI ÍSLANDS

Íslendingar fylgjandi stríði
Íslendingar fylgjandi stríði


Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir í vikunni að hún styddi árásir NATÓ ríkja á  ISIS samtökin í Sýrlandi.
(https://www.ogmundur.is/is/greinar/ekki-i-minu-nafni )
Samkvæmt könnun Bylgjunnar kemur svo í ljós í dag að 85% Íslendinga styðja árásir NATÓ ríkja á ISIS í Sýrlandi. Ég var spurður út í þetta i síðdegisútvarpi Bylgjunnar  og sagðist ég harma að ekki hefði verið spurt nánar út í afstöðu fólks, til dæmis hvort það vildi einvörðungu sprengjuregn úr háloftum eða hvort  líka ætti að senda herlið á vettvang  og þá hvort Íslendingar væru reiðbúnir að senda eigin ungmenni á vettvang.
Hvernig væri að  byrja á því, sagði ég í spjalli okkar Þorgeirs og Kristófers, að koma í veg fyrir að NATÓ-ríkið Tyrkland hætti stuðningi  sínum við ISIS og opnaði landamærin fyrir Kúrdum til að fara á vettvang sínu fólki til stuðnings?
Sameinuðu þjóðirnar verða að skoða með hvaða hætti þær geti beitt sér til varnar saklausu fólki við aðstæður af þessu tagi. Það kallar á að Öryggisráðið verði látið heyra sögunni til og þessi mikla samkunda ríkja heimsins lýðræðisvædd.
NATÓ mun aldrei koma í stað Sameinuðu þjóðanna. Þetta hernaðarbandalag verður aldrei trúverðugur aðili til að tryggja friðinn enda hagsmunabandalag gömlu nýlenduveldanna sem fyrst og fremst horfa til eigin hagsmuna.
(Umhugsunarvert að fyrir fáeinum mánuðum stóð til af hálfu NATÓ ríkja að herla úr lofti á hersveitir Assads Sýrlandsforseta og hjálpa þannig ISIS á meðal annarra! Það var áður en ISIS fór að ná olíulindum í írak á sitt vald!!!)

Hér er er Bylgjuspjallið frá í dag. Þar var rætt um sumt af framangreindu:

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP30329