Fara í efni

HLUSTUM Á ÁRNA!

Árni guðmundsson - vín
Árni guðmundsson - vín
Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, sendir alþingismönnum orðsendingu þar sem hann varar við því að innleiða áfengissölu í matvörubúðum. Árni hefur um árabil barist af aðdáunarverðri þrautseigju gegn áfengisauglýsingum. Hann er einn reyndasti æskulýðsfrömuður landsins - var forstöðumaður slíks starfs hjá Hafnarfjarðarbæ um langt árabil og kennir nú við Menntasvið Háskóla Íslands.
Ávarpið er hér: 

Ágæti þingmaður
Það eru engin sjónamið tilverunar mikilvægari en þau er lúta að velferð æskunnar hverju sinni. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigða uppeldisforsendur eru forgangsverkefni hverju sinni - Æskan er okkar fjársjóður -  Skora á þig að taka afstöðu í þágu barna og ungmenna. Áfengi í matvörubúðir Nei takk.
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson
Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum

 

Sjá nánar: http://addigum.blogspot.com/2014/10/afengi-i-matvorubuir-nei-takk.htmll

http://www.foreldrasamtok.is/

Ræða
mín við upphaf umræðunnar um afnám ÁTVR: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20141008T185027