VILL LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA

Bjössi spæjó

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráherra, er fundvís á leiðir til að láta gott af sér leiða.
Hann hefur greinlega fylgst með umræðunni um "skýrslu Ögmundar"sem Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra kallar svo, en það var stöðuskýrlsa um löggæsluna sem gerð var á árinu 2012. Hún byggði á mati lögreglunnar sjálfrar, þörf á fjármagni, mannafla og endurbótum á búnaði.
Fyrrnefndur yfrilögegluþjónn, sem gerður var út í fjölmiðla til að tala máli embættis ríkislögreglustjóra, ráðuneytis og ríkisstjórnar, reyndi að gera því skóna að í þessari skýrslu væri að finna kröfur um aukinn vopnabúnað sem lögreglan hefði verið að svara með því að bæta 150 hríðskotabyssum í vopnabúr sín til að verða þar aðgengileg almennum lögreglumönnum.
Nú hefur verið hrakið að nokkuð þessa efnis sé að finna í umræddri skýrslu og að ákvörðun um aukinn vopnabúnað lögreglu verði að skýra með öðrum hætti en skírskotun til "skýrslu Ögmundar".
Þegar halla fór undan fætti fyrir söguskýranda stjórnvalda stígur Björn Bjarnason fram til að minna á að vopnabúnaður lögreglu væri ákveðinn með reglugerð frá árinu 1999 og hefði mér verið í lófa lagið sem innanríkisráðherra að breyta henni ef ég hefði viljað.
Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef ekki verið ósáttur við þann hátt sem lögreglan hefur haft á í þessum efnum en er hins vegar mjög ósáttur við að nú sé bætt í vopnabúrið með það markmið í huga að vopn verði aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn. Þar með er stigið afrifaríkt skref í þá átt að almenn íslensk lögregla sé vopnuð.
Björn Bjarnason reynir nú að drepa þessari mikilvægu umræðu á dreif með gamalkunnum útúrsnúningum. Enginn efast þó um að það eitt vakir fyrir honum að taka þátt í uppbyggilegri umræðu. Það gerir hann á þann hátt sem honum einum er lagið.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/22/ogmundur_gat_breytt_reglugerdinni/

Fréttabréf