Greinar Október 2014

... Í dag opnaði BSRB sýningu á ljósmyndum Helga Haukssonar frá
verkfallinu 1984 en þær eru afbragðsgóðar. Ég hvet öll þau sem eiga
minningar úr þessu verkfalli að skoða sýninguna á fyrstu hæð
höfuðstöðva BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Hún mun standa til
áramóta. Þetta er einkar vel til fundið af hálfu BSRB.
Við opnun sýningarinnar var fjöldi gamalla félaga úr BSRB og var
það mér mikið ánægjuefni að hitta þá af þessu skemmtilega tilefni.
...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.10.14.
Í mig hringdi gallharður markaðssinni - alvöru kunnáttumaður í
markaðsfræðum og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar
ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að
frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í
matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki
eins og hver önnur söluvara sem mætti "selja sig sjálf".
Þannig orðaði hann það. "Menn verða að skilja", sagði
hann, "að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og
ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja
ferla." Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að
stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að "varan seldi
sig sjálf." Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að
raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig
aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegan ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 27.10.14.
Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður
fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska
ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu
tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann
jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á
ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki
bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum
renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur
húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem
standist ekki lög.
Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á
braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í
kærunni sem ég hef undir höndum segir að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 25.10.14.
...
Mín skoðun er sú að vafasamt hafi verið af embætti
lögreglustjóra og embætti ríksaksóknara að afgreiða ívitnaða
kæru út af borðinu og vísa ég í báðar þær röksemdir sem hér hafa
verið raktar. Sérleyfisveitingin er skýrt afmörkuð og
þyrfti dómstóll að kveða upp úr hvort hagnaður renni til aðila sem
ekki hafa tilskilin leyti löggjafans. Þá virðist þróunin erlendis
vera á þann veg að þessi mál rati í sívaxandi mæli inn í dómsali.
Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að
greiða 206 milljarða dollara í skaðabætur beint og óbeint vegna
afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að
vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í
hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á
sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á ...
Lesa meira

Í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga hefur verið óskað svara um
tillögur og ákvarðanir sem lúta að vopnavæðingu lögreglunnar á
Íslandi. Svör embættismanna hafa verið á þann veg að vísað hefur
verið til almenns orðalags í skýrslum um þörf á búnaði fyrir
lögreglu. Þannig virðist vera um að ræða tilraun til að leiða
umræðuna frá þeirri staðreynd að enginn hefur lýst því yfir að
viðkomandi hafi tekið endanlega ákörðun um að kaupa eða þiggja
byssurnar heldur hefur verið rætt um ,,milligöngu" í því efni.
Ekkert hefur komið fram um að ákvörðunin hafi verið byggð á ...
Lesa meira
Birtist í DV 24.10.14.
... Eitt af þeim
málum sem þeir félagarnir í lögreglunni voru stöðugt að gaumgæfa
var spurningin um hvort heppilegt væri að lögreglan bæri vopn.
Niðurstaðan, ekki aðeins á þessum tiltekna kontór, heldur á meðal
lögreglumanna almennt, var sú að þetta væri ekki hyggilegt. Vopnin
myndu ekki færa lögreglunni vörn í viðureign við illskeytt öfl,
þvert á móti væri líklegt að þau leiddu til stigmagnandi ofbeldis.
Mikið vatn er runnið til sjávar frá því ég ræddi þessi mál við
Einar Bjarnason og marga hans líka innan lögreglunnar úr
forystuliði hennar ...
Lesa meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráherra, er fundvís á
leiðir til að láta gott af sér leiða. Hann hefur greinlega fylgst
með umræðunni um "skýrslu Ögmundar"sem Jón Bjartmarz,
yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra kallar svo
...Fyrrnefndur yfrilögegluþjónn, sem gerður var út í fjölmiðla til
að tala máli embættis ríkislögreglustjóra, ráðuneytis og
ríkisstjórnar, reyndi að gera því skóna að í þessari skýrslu væri
að finna kröfur um aukinn vopnabúnað sem lögreglan hefði verið að
svara með því að bæta 150 hríðskotabyssum í vopnabúr sín ... Nú
hefur verið hrakið að nokkuð þessa efnis sé að finna í umræddri
skýrslu ... Þegar halla fór undan fætti fyrir söguskýranda
stjórnvalda stígur Björn Bjarnason fram...
Lesa meira
Yfirlýsing vegna vopnakaupa
lögreglunnar
...Með almennri vopnavæðingu sé lögreglan að bregðast við
gagnrýni sem ég hafi sett fram! Málfutningur embættis
ríkislögreglustjóra byggir hér á útúrsnúningi og staðlausum stöfum.
Ég ítreka að þessi kaup og eðlisbreyting á búnaði almennu
lögreglunnar er ekki með mínu samþykki. Dylgjur og
ósannindamálflutningur af þessu tagi veikir því miður
trúverðugleika lögreglunnar. Innan ráðuneytis og innan lögreglunnar
hefur það verið þekkt viðhorf að ég sé andsnúinn því að
almennir lögreglumenn beri vopn. Þar sé sérsveit lögreglunnar
undanskilin auk þess sem ég hafi talið eðlilegt að hafa skotvopn í
lögreglubílum sumstaðar í dreifðum byggðum komi til þess að ...
Lesa meira

Mig langar til að trúa því að Viðskiptablaðið vilji vera
sanngjarnt í umfjöllun sinni. Líka í málum þar sem blaðið hefur
ríkar skoðanir, öndverðar við þær sem fjallað er um. Á laugardag
fjallar vefmiðill Viðskiptablaðsins, vs.is, um umræðu um frumvarp
sem gerir ráð fyrir að verlsanir ÁTVR verði lagðar niður og útsala
á áfengi færð inn í matvörubúðir. Ég er þar sagður hafa stigið
"stórkostlegt spor" í mótsagnakenndum málflutningi um framnagreint
frumvarp ...
Lesa meira

... Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er sérstaklega laginn og
lunkinn leikstjóri, fundvís á hugmyndir og tekst að vinna vel með
snjöllum handritsmönnum einsog Huldari Breiðfjörð. HGS fer sér að
engu óðslega, liggur ekkert á, en undir lokin er hann búinn að
fanga huga okkar allra. París Norðursins er stútfull af húmor, vel
tekin, vel leikin og margt þar til umhugsunar. Ég fór þreyttur í
bíó og var við að sofna framan af, en orðinn glaðvakandi í
myndarlok, slakur og ánægður...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum