Greinar Október 2014

RÍKISSTJÓRNIN GEGN ÍBÚÐALÁNASJÓÐI

Biritst í DV 14.10.14.
DV - LÓGÓ... Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðför er gerð að Íbúðalánasjóði. Það var gert á árunum í aðdraganda hrunsins. Þá leituðu bankarnir til sérfræðinga EES samningsins í Brussel til að fá þá til að bannfæra hið íslenska félagslega fyrirkomulag.
Það tókst ekki og ætti hið sama að gilda nú. Þetta var ekki síst að þakka   Framsóknarflokknum sem þá fór með húsnæðismálin. Hann stóð vel vörnina fyrir Íbúðalánasjóð.  En sá tími er greinilega liðinn. Nú er verið að undirbúa löggjöf sem færir hið almenna íbúðalánakerfi   í hendur bankanna, eins og þeir alltaf heimtuðu, en skilur hinn félagslega þátt hjá íslenskum skattgreiðendum.
Bankarnir hafa því fengið góðan liðstyrk í Framsóknarflokknum við að ...

Lesa meira

FRUMVARP UM RANNSÓKNARHEIMILDIR LÖGREGLU ER TILBÚIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 13.10.14.
MBL- HAUSINN... Á þeim tíma kom hins vegar fram að margir - ógnvænlega margir að mínu mati - vildu heldur að lög um rannsóknarheimildir væru óljós og gæfu rými til túlkunar. Þeim hinum sömu bregður hins vegar fyrst þegar óljósar rannsóknarheimildir koma niður á þeirra líkum. Þannig virðist hluti Alþingis vakna til lífsins þegar lögregla rannsakar hvítflibbabrot. Í öllu falli má taka frumvarpið frá árinu 2012 upp að nýju núna. Jafnframt má gera alvöru úr því sem þá var rætt að setja í lög að allsherjarnefnd Alþingis hafi eftirlit með beitingu símhlerana. Þannig má tryggja varnaglana sem nauðsynlegir eru í réttarríkinu. En á sama tíma ógnum við ekki lýðræðinu, enda væri þá ...

Lesa meira

ÁFENGISIÐNAÐURINN: FREKUR OG FYRIRFERÐAMIKILL

Áfengi og innihald

...Þannig fáum við ekki að vita hve margar kaloríur eru í bjórdósinni, rauðvínsflöskunni eða vodkapelanum. Áfengisiðnaðurinn veit að þessar upplýsingar gætu haft áhrif á neyslu okkar. Sum okkar drykkju kannski ögn minna ef við værum reglulega minnt á hve fitandi það er að neyta alkóhóls, hve illa það færi með lifrina og heilsuna almennt. Tóbaksiðnaðurinn hefur verið beygður til að auglýsa skaðsemi tóbaks en áfengisiðnaðurinn þarf ekki einu sinni að segja til um kaloríuinnihald. Þetta er til marks um hve ...

Lesa meira

ISIS OG .IS Í BYLGJUBÍTIÐ

Bylgjan - í bítið 989

Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, ræddum í morgunþætti Bylgjunnar, þá staðreynd að ofbeldissamtökin ISIS sem nú ofsækja fólk í Írak og Sýrlandi, hefðu skráð upplýsinga- og áróðurssíðu sína á Íslandsnetinu .is.
Í þættinum minnti ég á að Íslandslénið sé hluti af innviðum samfélagsins og eðlilegt að þeir sem vilja nýta sér það, tengist okkar samfélagi  á ótvíræðan hátt. Á þessu eru hins vegar hliðar sem nauðsynlegt er að ræða og varða tjáningarfrelsið. Sú umræða er ...

Lesa meira

HLUSTUM Á ÁRNA!

Árni guðmundsson - vín

Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, sendir alþingismönnum orðsendingu þar sem hann varar við því að innleiða áfengissölu í matvörubúðum. Árni hefur um árabil barist af aðdáunarverðri þrautseigju gegn áfengisauglýsingum. Hann er einn reyndasti æskulýðsfrömuður landsins - var forstöðumaður slíks starfs hjá Hafnarfjarðarbæ um langt árabil og kennir nú við Menntasvið Háskóla Íslands ...

Lesa meira

FRJÁLSLYNDI EKKI SAMA OG FRJÁLSHYGGJA

Jón Steinar Gunnlaugs - bókarkápa

Ég ætla ekki að gerast boxari innan kaðlanna hjá Jóni Steinari Gunnlaugsssyni , nýbökuðum sjálfsævisöguritra, en augljóst er að nýútkomin bók hans gerir meira en gára vatnið, sem reyndar aldrei hefur verið neitt sérlega lygnt í kringum Jón Steinar... mig langar til að leiðrétta eina litla skekkju sem snýr að mér í hinni nýútkomnu bók, Í krafti sannfæringar ...  
Þannig að menn fari varlega í að hafa frjálslyndisstimpilinn af okkur vinstri mönnum!  Okkar rauði þráður er að verja frelsi einstaklingsins. Það hafa menn ekki alltaf skilið á vinstri vængnum. En það er önnur saga. Og miklu lengri saga en svo að hún verði sögð í örpistli einsog þessum. En kannski verður hún einhvern tímann sögð ...

Lesa meira

RANGT ER AÐ EKKI SÉ HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR SKRÁNINGU ISIS Á íSLANDI

ISNC

Framkvæmdastjóri ISNIC sem rekið hefur Íslandslénið .is frá því það var einkavætt í aðdraganda hrunsins, segir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að ofbeldissamtökin ISIS skrái sig á Íslandi eins og fram hefur komið í fréttum að raun er á. .... Þetta er rangt. Ef lagafrumvarp sem ég lagði fyrir Alþingi, á 140. þingi, hefði náð fram að ganga - en gegn því lögðust hagsmunaðilar, þar á meðal  ISNIC og drjúgur hluti þingmanna, þá hefði verið ólöglegt að hýsa ISIS hér. Í frumvarpinu er gert að skilyrði fyrir að nota Íslandslénið .is að viðkomandi hafi tengsl við Ísland. ... Þessa lagagrein er hægt að samþykkja með hraði ef menn á annað borð vilja ekki ....

Lesa meira

BLESSAÐIR KERFISKALLARNIR

Gandri - Jóhann H. - MS

... Ég hef tekið þátt í þessari umræðu og hafa nokkrir einstaklingar staðnæmst sérstaklega við minn málflutning ... Forstjóri, Samkeppniseftirlitsins, Gunnar Páll Pálsson, bregst við gagnrýnum skrifum mínum í garð Samkeppniseftirlitsins með prýðilegri og málefnalegri grein í DV í dag.Viðbrögð fréttastjóra DV, Jóhanns Haukssonar,  við grein minni, eru hins vegar nokkuð á annan veg. Jóhann Hauksson, fréttastjóri, segist hafa orðið það sem hann kallar "kjaftstopp" við lestur hennar. Þetta er nokkuð áþekkt viðbrögðum Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, sem virðist eiga það sameiginlegt með Jóhanni Haukssyni, að horfa á málin fyrst og fremst á fagurfræðilegum forsendum kerfismanns ...

Lesa meira

AUMT HLUTSKIPTI ÍSLANDS

Íslendingar fylgjandi stríði

...Samkvæmt könnun Bylgjunnar kemur svo í ljós í dag að 85% Íslendinga styðja árásir NATÓ ríkja á ISIS í Sýrlandi. Ég var spurður út í þetta i síðdegisútvarpi Bylgjunnar  og sagðist ég harma að ekki hefði verið spurt nánar út í afstöðu fólks, til dæmis hvort það vildi einvörðungu sprengjuregn úr háloftum eða hvort  líka ætti að senda herlið á vettvang  og þá hvort Íslendingar væru reiðbúnir að senda eigin ungmenni á vettvang. Hvernig væri að  byrja á því, sagði ég í spjalli okkar Þorgeirs og Kristófers, að koma í veg fyrir að NATÓ-ríkið Tyrkland hætti stuðningi  sínum við ISIS og opnaði landamærin fyrir Kúrdum til að fara á vettvang sínu fólki til stuðnings? Sameinuðu þ´jðoirnar verða að ....

Lesa meira

HUGMYNDAFRÆÐINGAR KOMINR Á KREIK

Birtist í DV 07.10.14.
DV - LÓGÓÍ Sovétríkjunum voru til menn sem titlaðir voru hugmyndafræðingar Kommúnistaflokksins. Þeir höfðu það hlutverk að segja fyrir um hvað væri rétt og hvað rangt, hvað skyldi vera leyfilegt og hvað bannað. Skipti þá engu máli þótt reynslan leiddi í ljós  að kenningin sem stjórnað var samkvæmt, hefði reynst vel eð illa. Þarna var um að ræða framkvæmd  kommúnisma samkvæmt kenningum Marx og Engels einsog mönnum þóknaðist að skilgreina þær við Kremlarmúra í þá daga. Nú eru það hins vegar hugmyndafræðingar annarrar kenningar sem mest láta að sér kveða,  þ. e. markaðshyggjunnar. Utan um þessa kenningu hefur verið smíðuð sérstök stofnun,  Samkeppniseftirlitið. Þessi stofnun sektar fyrirtæki  og samtök  fyrir meint villuráf frá kenningunni. Þetta gerir hún ... 

Lesa meira

Frá lesendum

TILLAGA TIL LAUSNAR BRÁÐAVANDA

Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir

Lesa meira

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS OG SNJALLMÆLAVÆÐINGIN

... Alltof lítið hefur verið fjallað um snjallmælavæðingu í þjóðfélagsumræðunni – þar sem tekin er gagnrýnin afstaða – heldur gerist þetta á „sjálfstýringu“. Það er ævinlega versta aðferðafræði sem hugsast getur. Sú besta er að taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli, með fullri aðkomu fjölda fólks og eftir atvikum stjórnenda fyrirtækja. Ákvörðun er þá niðurstaða af opinni og ítarlegri rannsókn máls (stundum kallað „lýðræði“). „Sjálfstýringin“ kemur ekki á óvart. Umræða um ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NORÐURLÖND SAMEINUÐ UNDIR BANDARÍSKUM HERNAÐARYFIRRÁÐUM

Leiðtogafundur NATO í Madríd skilaði einkum þrennu.  a) Fundurinn lýsti yfir: “Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins stafar bein ógn af Rússlandi.”  b) Fundurinn samþykkti næstu útvíkkun NATO, sem sé samþykkti  hann aðildarumsóknir Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu.  c) Í fyrsta sinn tilgreindi NATO í pólitískum viðmiðunarreglum sínum Kína sem andstæðing ...

Lesa meira

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar