Greinar Október 2014
Birtist í Fréttablaðinu 07.10.14.
... jonhakon@frettabladid.is
og sme@frettablaidid.is
fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu
mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins að sekta
Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á
samkeppnislögum: "Ögmundur segir að kerfið kringum
mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni
á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun
að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann
þarf að skýra betur hvernig það getur staðist."Ég vil gjarnan
skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó
vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki
um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annað
hvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti
hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina ... ? Getur
verið að ég ...
Lesa meira

Það þýðir að aðrir sjá um sprengjurnar og ungmennin til að deyja
þegar þar að kemur. Það er ömurlegt að hlusta á Íslendinga stæra
sig af því að vera herlaus þjóð sem þó er alltaf tilbúin að
fórna annarra þjóða ungmennum þegar verja þarf auðlindahagsmuni
vestræns kapítalisma. Við þekkjum þetta orðið: "Við erum bara að
gefa mat, aðrir sjá um hernaðinn!" Er rétt að gera hvað sem
er til að fá klapp á kollinn frá NATÓ , BNA og ESB? Er hægt að
verða smærri? Fyrir nokkrum mánuðum var reynt að safna liði til
stuðnings loftárása á Sýrland. Þá átti að ...
Lesa meira

Að þessu sinni ræddum við Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, málefni líðandi stundar í morgunútvarpi
Bygjunnar. Þar má nefna kjaramisrétti og kjaramál lækna of fleiri
stétta, uppgang ISIS samtakanna í írak og Sýrlandi og
vestræn viðbrögð og sitthvað fleira. Þáttinn má heyra ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðisins 05.10.14.
Í
sjónvarpi birtist viðtal við sýrlenskan stríðsmann. Hann var
alvöruþrunginn og skilboðin eftir því: "Við munum gereyða
andstæðingum okkar." Ég veit ekki úr hvaða liði hann var.
Held að það hafi verið hópur sem ég er heldur hlynntur.
Yfirlýsingin var ógnvænleg en á sinn hátt skiljanleg. Hermaðurinn
átti í höggi við villimennina í ISIS... Auðvitað mátti gefa
sér að loftárásir hæfust fyrr eða síðar. Því fleiri olíulindir á
forræði ISIS, þeim mun styttra yrði í að vestrænn fingur teygði sig
í gikkinn. Og því fleiri aftökur, því meiri villimennska, þeim mun
viljugri yrðum við, almenningur, að styðja "okkar menn" að
leggja upp í "krossför". Bush er sagður hafa notað þetta hugtak
einu sinni í ...
Lesa meira
Í dag tók ég þátt í umræðu um helstu málefni líðandi stundar í
þættinum Vikulokin á RÁS 1 Rikisútvarpsins. Á meðal þess sem rætt
var um, var fyrirhuguð vinnustöðvun lækna, fjármögnun nýs
Landspítala, Guðmundar og Geirfinnsmál, verðlagning mjólkurafurða
og endurgreiðsla Tryggingastofnunar til öryrkja - hvernig að henni
skuli staðið. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ákvörðun um að
úthýsa íslenskum fyrirtækjum á borð við Kaffitár þaðan, bar einnig
á góma ...
Lesa meira
Birtist í DV 30.09.14.
...En hugleiðum
hvort það samræmist góðu siðgæði að telja það sér til tekna að vera
herlaus og óvopnuð þjóð en taka síðan þátt í því að senda annarra
þjóða unglinga í stríðsrekstur. Siðlegra þætti mér af okkar hálfu -
ef við á annað borð ætlum að vera innan NATO - að við hreinlega
hervæddumst og værum að því leytinu sjálfum okkur samkvæm þegar við
berjum stríðsbumburnar. En viljum við það? Ég held að almennt vilji
Íslendingar feta aðrar slóðir og friðsamlegri inn í framtíðina.
Utanríkisráðherra hefur lýst yfir vilja til að ná ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 30.09.14.
...Þetta frumvarp varð hins vegar ekki
að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr
þáverandi stjónarmeirihlua og stjónarandstöðu og aðila innan
lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til
símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir
þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En
þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um
eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu.
Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna - og mun
ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú
sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur
þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi
mál föstum tökum svo ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 30.09.14.
...
Það er athyglisvert að sjá afkomu fyrirtækjanna í keðjunni
frá bændum til neytenda. Afkomu MS, fyrirtæki bændanna, er stýrt
með verðlagningu á hráefni og afurðum þannig að hún er rétt liðlega
1% af veltu í góðu ári, um 300 milljónir af 20 milljarða króna
veltu. Hagnaður stærsta smásölurisans, Haga, sem í raun ræður
örlögum framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði, nam í fyrra fjórum
milljörðum króna af 76 milljarða veltu. Þetta er munurinn á
fákeppnisfyrirtæki á markaði án kvaða og fyrirtæki sem lýtur
regluverki og aðhaldi! Stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn koma nú fram
hver á fætur öðrum og krefjast breytinga á búvörulögum í anda
frjálshyggjusjónarmiða. Engar undanþágur skuli ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum