Greinar Nóvember 2014
"Starfsfólk hrægammasjóða á Íslandi og
andstæðingar útgönguskatts keppast nú við að telja þjóðinni trú um
að slíkur skattur sé ólöglegt eignarnám. Slíkar fullyrðingar eru
rangar og settar fram til að drepa niður allar tilraunir til að
tryggja að almenningur fái stærstan hluta loftbóluhagnaðarins sem
myndaðist þegar forgangskröfur í þrotabúin gengu kaupum og
sölum ..." Þannig hefst nýr pistill eftir Lilju Mósesdóttur,
hagfræðing og fyrrum þingmanns en hún reið á vaðið með tillögum um
útgönguskatt á síðasta kjörtímabili...
Lesa meira
... Af forvitni hlustaði ég á sjónvarpsviðtal sem Björn Ingi
Hrafnsson átti við hinn nýja borgarlækni á Eyjunni ... ég
heyrði ekki betur en hann vildi halda inn á braut markaðsvæðingar
með heilbrigðiskerfið - þar sem læknar störfuðu undir eftirliti
Samkeppniseftirlitsins! ... Eðlilegt er að spurt sé
hvort mannaskipti í stjórn heilsugæslunnar í borginni (sem
lýtur stjórn ríkisins) og hugsanleg ráðning talsmanns einkavæðingar
í embætti landlæknis tengist áhuga á því að hafa í þessum embættum
menn sem tala máli markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu ... Það er
ekki rétt hjá Óla Birni Kárasyni að einkarekið heilbrigðiskerfi sé
betra og ódýrara. Heilbrigðiskerfi sem raunverulega hefur verið
einkavætt mismunar fólki og er kostnaðarasamara en almannakerfið.
Um samanburð í þessum efnum eru til fjölmargar skýrslur sem m.a.
landlæknisembættið hefur ...
Lesa meira

Ekki veit ég hve margt þeir eiga sameiginlegt Þorvaldur
Gylfason, Jónas Kristjánsson og Egill
Helgason. Eitt er það þó sem tvímælalaust sameinar þá í
skrifum þeirra þessa dagana og það er að vilja gera sem minnst úr
þeim verkum sem voru unnin í innanríkisráðuneytinu á síðasta
kjörtímabili og miðuðu að því að efla mannréttindi. Þorvaldur
Gylfason vitnar í hinn ötula baráttumann fyrir siðlegu og
mannvinsamlegu samfélagi, Jónas Kristjánsson fyrrum rittjóra
DV ... Annars legg ég til að Egill og aðrir áhugasamir sæki
fyrirlestur Höllu Gunnarsdóttur
... sem leiddi starf nefndar sem stóð fyrir viðamiklu
samráði um málefni útlendinga og lagði til gagngerar breytingar á
regluverkinu, einmitt þær breytingar sem nú eru til umfjöllunar
...
Lesa meira
Birtist í DV 21.11.14.
... Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur, veitti
starfshópnum forystu, en í honum voru auk hennar færustu
sérfræðingar heims á sviði réttarsálfræði þeir Gísli Guðjónsson og
Jón Friðrik Sigurðsson réttarsálfræðingar og Haraldur Steinþórsson
lögfræðingur. Þá starfaði með starfshópnum Valgerður María
Sigurðardóttir lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Niðurstaða
starfshópsins, sem skilaði um 500 blaðsíðna skýrslu að verki loknu,
var í grófum dráttum til að staðfesta margt af því sem haldið hefur
verið fram um Guðmundar- og Geirfinnsmálin í næstum 40 ár ...
Samkvæmt mati starfshópsins á gildandi lögum er ekki hægt að
krefjast endurupptöku mála fyrir hönd látinna manna. Tveir hinna
dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eru nú látnir ... Af því
tilefni var framangreint frumvarp lagt fram ...
Lesa meira

Halda menn að læknadeilan verði auðleystari ef samningaviðræður
eru dregnar á langinn? Heldur ríkisstjórnin að samúð almennings með
kröfum lækna muni dvína? Þannig er því ekki farið. Það eina sem mun
fara dvínandi er áhugi lækna á að starfa á Íslandi. Ég held að í
alvöru gæti langvinnt verkfall leitt til landflótta lækna og
annarra heilbrigðisstétta. Áður munu einhverjir læknar leita yfir í
einkageirann. Þar bíða þeirra hins vegar fjárfestar sem vilja
umbylta íslenska einkapraxískerfinu; smala öllum einyrkjunum saman
í sjúkrahús rekin í gróðaskyni ... Fólk vill að samið verði
við lækna þannig að ásættanlegt verði fyrir stéttina að starfa
innan almannaþjónustunnar og á Íslandi! ...
Lesa meira

Fljótlega eftir að Kastljósi kvöldsins lauk uppúr
sjónvarpsfréttum hringdi í mig vinur minn og spurði hvort ég hefði
séð þáttinn. Nei, ég hafði misst af honum. "Þá verðurðu að fara á
vefinn og horfa á hann. Það er skylda að sjá þennan þátt!" Svo mörg
voru þau orð um þennan þátt sem fjallar um líf og störf og baráttu
systranna Áslaugar og Snædísar Hjartardætra. Frá því er skemmst að
segja að þátturinn var skemmtilegur og uppörvandi og á við
tíuþúsund ályktanir og baráttufundi fyrir réttindum fatlaðas fólks.
Systurnar voru hreint út sagt magnaðar og þeirrar gerðar að sigrast
á þeim miklu erfiðleikum sem þær eiga við að stríða í lífi sínu.
Öllum spurningum var snúið upp í húmor og jákvæðni. Í þáttarlok var
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16.11.14.
... Sagt hefur verið að hugsunin tengist tungumálinu,
blæbrigðamunur tungumála feli í sér ólíka áferð hugsunar. Það getur
verið kostur að þurfa að flytja sig á milli tungumála, einsog
smáþjóðin þarf að gera. Það krefst umhugsunar um merkingu þess sem
sagt er; hver sé munurinn á hugsun á einu máli og öðru. Þannig
auðgar og frjóvgar margbreytileikinn og skerpir hugsun ...
Lesa meira

Í spjalli okkar Brynjars Níelssonar í morgunútvarpi
Bylgjunnar bar sitthvað á góma en þó fyrst og fremst
skuldaleiðréttinguna sem margir horfa til þessa dagana. Ég hef
lýst stuðningi við þá grundvallarhugsun sem þessar aðgerðir byggja
á en hef jafnframt gagnrýnt einstaka þætti í útfærslu aðgerðanna.
Þátturinn hér ...
Lesa meira

Því miður brást ríkisstjórnin í því að lagfæra
skuldaleiðréttingarráðstafanir sínar og gera þær félagslega
ásættanlegri eins og lagt var til þegar þingið lögfesti
ráðstafanirnar síðastliðið vor. Ég gerði þá grein fyrir þeirri
grundvallarafstöðu minni að ég væri þessum ráðstöfunum hlynntur ...
Hvers vegna er ég þessu fylgjandi? Allar götur frá því að ég fór að
hafa afskipti af þjóðfélagsmálum hefur mér þótt skipta gríðarlegu
máli að stemma stigu við vaxtaokri. Hefur þá einu gilt hvort hluti
vaxtanna eru kallaðir verðtrygging eða einvörðungu vextir. Frá því
við tókum upp verðtryggingu hefur almenna reglan verið sú að
fjármagnseigendur hafa búið við varnir en lántakendur ekki ... Við
þessar aðstæður kom fram hreyfing (Samtök heimilanna) sem krafðist
þess að lánveitendur annars vegar og lántakendur hins vegar, skyldu
axla til jafns byrðarnar af verðbólguskotinu.. Þetta var
kölluð almenn aðgerð, gagnstætt ...
Lesa meira

Margir hafa orðið til að vekja máls á furðulegri þjónkun
fjármálaráðuneytisins við fyrirtækið Auðkenni. Til þess að þröngva
landsmönnum til viðskipta við fyrirtækið er það gert að skilyrði
fyrir "skuldaleiðréttingu" ríkisstjórnarinnar að viðkomandi sé í
viðskiptum við þetta tiltekna fyrirtæki. Annað hvort gangi menn til
viðskipta við Auðkenni eða fái enga fyrirgreiðslu! Ég gerði grein
fyrir efasemdum mínum um þetta fyrirkomulag á Alþingi í haust og
einnig í fjölmiðlum, þar á meðal á þessari síðu ... og er
m.a. spurt hvers vegna sé gengið framhjá Þjóðskrá sem ætti að
standa stjórnvöldum nær en fyrirtæki í eigu bankanna
...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum