Fara í efni

RÉTTTRÚNAÐAR KRAFIST

Rétttrúnaður viðskiptaráðs
Rétttrúnaður viðskiptaráðs


Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti
, spyr Viðskiptaráð og hryllir sig í eftirfarandi ákalli - eins konar neyðarópi til landsmanna: „Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins."
Þetta gengur náttúrlega ekki segir Viðskiptaráð og krefst rétttrúnaðar samkvæmt gamalkunnri möntru um að allt sem einhver bisniss sé í, skuli tekið af ríkinu og fengið skjólstæðingum Viðskiptaráðs í hendur. Viðskiptaráð mun einnig hafa bent á, að hægt sé að græða vel á augnsteinaaðgerðum. Og svo á náttúrlega að fara að reisa nýjan einkaspítala í Smáranum. Þannig að það eru ekki bara ilmvötnin sem ríkið ætti að hætta að sýsla með að dómi Viðskiptaráðs.