SKÓLAMÁL, HÆLISLEITENDUR OG KÚBA TIL UMRÆÐU Í MORGUN-BÍTIÐ

Í morgun sat ég á spjalli við þá Heimi og Gulla í morgunþætti
Bylgjunnar og ræddum við ýmislegt sem hátt ber í
þjóðfélagsumræðunni hér heima og erlendis.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að torvelda fólki eldra en tuttugu og
fimm ára að setjast á skólabekk í framhaldsskóla er að mínum dómi
stórt skref í afturhaldsátt og reyndar illskiljanleg
ákvörðun.
Þá var rætt um hælisleitendur og refsingar sem hér eru viðhafðar ef
hælisleitandi kemur hingað til lands án skilríkja. Ég lagði fram
lagafrumvarp með aðskiljanlegum tillögum til réttarbóta þar á meðal
því að bann yrði lagt við slíkum refsingum. Þetta ræddum við
lítillega í þættinum og síðan um Kúbudeiluna og áform Obamas
forseta að afleggja viðskiptabannið á Kúbu eftir hálfrar aldar
viðskiptaþvinganir.
Spjallið er hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP32216