Greinar 2014
DV.IS slær í dag upp herhvöt Þorleifs Gunnlaugssonar,
fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík, til fjölmiðla og
verkalýðshreyfingar um að herða róðurinn í þágu atvinnulausra.
Hann gerir að umræðuefni hvernig ríkisstjórnin sparar
heilan milljarð með því að stytta
tímann sem atvinnulausir hafa rétt til atvinnuleysisbóta um hálft
ár ... reikningurinn sem þar með færist á sveitarfélögin nemi
hálfum milljarði. Hvað varð um hinn hálfa
milljarðinn, spyr Þorleifur og svarar:
"Vonandi eigum við þó eftir
að sjá hvassari og gagnrýnni spurningum beint að ráðafólki en fram
til þessa, þar á meðal um þennan hálfa milljarð sem hverfur úr
opinberum útgjöldum um áramótin. Þessi horfni hálfi milljarður er
að sjálfsögðu ekki týndari en svo að við skoðun kemur í ljós að í
þessari peningaupphæð er fólgin tekjuskerðing hjá þeim hópi á
Íslandi sem býr við lökust kjör og erfiðustu félagslegu aðstæðurnar
eftir langvarandi atvinnuleysi
...
Lesa meira
Í stjórnmálum er stundum tekist á um grundvallaratriði en oftast
um áherslur. Eignarhald á auðlindum varðar grundvallaratriði svo
dæmi sé tekið. Kvótavæðing sjávarauðlindarinnar með heimildum
handhafa kvóta til sölu, leigu og veðsetningar á óveiddum
sjávarafla í byrjun tíunda áratugarins varðaði sjálfan grundvöll
samfélagsins. Hún varðaði eignarhald á auðlind. ... Á
árinu sem senn er liðið hefur verið tekist á um grundvallaratriði
sem á eftir að fara í sögubækur ef illa fer: Hvort
einkaeignarréttur á landi eigi að fela í sér heimild til að selja
aðgang að náttúrugersemum í ábataskyni. Í átökum og deilum um þetta
efni hafa stundum ...
Lesa meira

Í Bylgjuspjalli okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, í morgun bar margt á dóma, þar á meðal
orðuveitingar og síðan furðulegar yfirlýsingar formanns og
varaformanns fjárlaganefndar Alþingis um niðurskurð og kröfur um
hagræðingu hjá hinu opinbera. Ég er fyrir mitt leyti búinn að fá
mig fullsaddan á alhæfingum um hið opinbera og meinta möguleika á
hagræðingu þar. Útgjöld heilbrigðiskerfisins, skólakerfisins og
löggæslunnar eru að uppistöðu til launakostnaður og
niðurskurður á þessum sviðum verður fyrst og fremst til þess að
draga úr mannafla og veikja starfsemina. Það hefur ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28.12.14.
... Mér finnst líka eitthvað glatast þegar Sjónvarpið gerir út
menn til þáttagerðar um Færeyjar og Færeyinga og lætur allt fara
fram á ensku ... Alla vega finnst mér Ríkisútvarpið geta gert betur
en að láta Færeyinga skýra fyrir okkur færeyska dansa,
matargerðarlist og annað um daglegt líf í Færeyjum á ensku.
Best væri að bjóða Færeyingum upp á að tala sitt eigið tungumál ...
Mörgum finnst það eflaust vera ófínt að halda sjónarmiðum af þessu
tagi á loft - sé merki um skort á heimsborgarabrag. Ég
er á öndverðum meiði. Raunverulegur heimsborgari í mínum huga er sá
sem ræktar sinn eiginn garð og gengur af virðingu um garð annarra
...
Lesa meira

... Útúrdúr, einsog þátturinn heitir, segir mér tvennt. Í fyrsta
lagi að hægt er að framleiða hágæðaefni með litlum tilkostnaði ef
virkjaðir eru miklir hæfileikar og frjótt ímyndunarafl. Í öðru lagi
að talað orð og tónar geta orðið skemmtilegt sjónvarpsefni ef
framreitt er af hugkvæmni. Útúrdúr er kannski réttnefni á þessum
dagskrárlið að því leyti að þátturinn er frábrugðin því efni sem
sem myndar uppistöðu sjónvarpsefnis sem hér er á boðstólum - eins
konar útúrdúr frá hinu hefðbundna. En fyrir þáttinn fær ...
Lesa meira

Jólin eru kærkomið tækifæri til að vera samvistum með vinum og
fjölskyldu, slaka á, lesa góðar bækur, hreyfa sig eða hreyfa
sig ekki, gera nákvæmlega það sem hugur hvers og eins stendur
til.
Fyrir þá sem eru einmana og óhamingjusamir eru jólin erfiður tími -
það er vert fyrir okkur öll að hafa það í huga - ef á einhvern hátt
er hægt að létta undir með þeim sem byrðum eru hlaðnir.
Ég óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla!
Lesa meira

... Stefán segir að við "sleppum að vísu við vaxtagreiðslur",
smáatriði sem eflaust hefði verið hægt að sækja í þrotabúið! Þetta
litla smáatriði, vextirnir, voru einn helsti ásteitingarsteinninn
og það er rangt hjá Stefáni að það hefði verið hægt að sækja þá
í þrotabúið. ... Stóra deilumálið var að auki aðkoman og
aðferðafræðin gagnvart þvingunaraðgerðum og tilraunum til að gera
samfélagið ábyrgt fyrir hruni bankanna umfram það sem efni stóðu
til. Vextirnir af fyrsta Icesave-samningnum sem átti að keyra í
gegnum þingið sumarið 2009 stæðu nú í um það bil 190 milljörðum
... og af öðrum samningnum, hefði hann náð fram að ganga,
værum við þegar búin að greiða 80 milljarða króna í vexti og værum
enn að greiða vexti næstu árin ... Það var engu líkara en þeim sem
studdu þessa samninga væri algerlega fyrirmunað að setja þessar
upphæðir í samhengi við ...
Lesa meira

Í morgun sat ég á spjalli við þá Heimi og Gulla í morgunþætti
Bylgjunnar og ræddum við ýmislegt sem hátt ber í
þjóðfélagsumræðunni hér heima og erlendis. Ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að torvelda fólki eldra en tuttugu og fimm ára
að setjast á skólabekk í framhaldsskóla er að mínum dómi stórt
skref í afturhaldsátt og reyndar illskiljanleg ákvörðun. Þá var
rætt um hælisleitendur og refsingar sem hér eru viðhafðar ef
hælisleitandi kemur hingað til lands án skilríkja. Ég lagði fram
lagafrumvarp með aðskiljanlegum tillögum til réttarbóta þar á meðal
því að bann yrði lagt við slíkum refsingum. Þetta ....
Lesa meira

Rauði Krossinn vill að við hættum að fangelsa skilríkjalausa
hælisleitendur og förum þar að dæmi hinna Norðurlandanna. Undir
þetta tekur Páll Winkel, fangelsismálastjóri í fréttum RÚV dag ...
Í fréttum RÚV er réttilega minnt á að ég hafi viljað banna
þessar fangelsanir. Þar var ekki aðeins um viljayfirlýsingu að ræða
af minni hálfu heldur lagði ég sem innanríkisráðherra fram
frumvarp þar að lútandi sem því miður hlaut ekki samþykki á
Alþingi. Þetta var ein af mörgum tillögum um
réttarbætur sem fram kom í frumvarpinu sem ég lagði fram í byrjun
árs 2013. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar um mótun
stefnu í málefnum útlendinga utan EES en sú nefnd hafði m.a. haft
náið samráð við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða
krossinn á Íslandi og lögregluna á Suðurnesjum. Tillögurnar byggja
að nokkru leyti á ...
Lesa meira
... Þórði Kristjánssyni
kynntist ég fyrst sem sumardvalargestur í orlofsbyggðum BSRB í
Munaðarnesi fljótlega eftir að sumarbyggðirnar risu þar á áttunda
áratugnum. Ég var þá starfsmaður Ríkisútvarpsins og í gegnum aðild
að starfsmannafélaginu þar á bæ átti ég þess kost að dvelja í
Munaðarnesi. Þótt dvölin væri aldrei lengri en vika í senn fór það
svo að börnin mín litu á Munaðarnes sem sveitina sína og hús
Starfsmannafélags Sjónvarpsins var sumarbústaðurinn "okkar". Og
bóndinn í sveitinni var Þórður Kristjánsson. Þórður hafði reyndar
verið ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum