Greinar 2014

Mikið var róandi að lesa um nýafstaðana heimsókn fulltrúa AGS
til Íslands. Minnti svolitið á gamla daga - rétt fyrir hrun.
Sjaldan hef ég fyrirhitt ánægðara fólk en fulltrúa sjóðsins sem ég
hitti einhverju sinni á fundi um stöðu Íslands á þeim tíma. Aldrei
höfðu þeir kynnst annarri eins efnahagsparadís og Ísland var í
þeirra huga á góðri leið að verða á þessum tíma. Og hvílíkir
stjórnmálamenn. Ásetningur ráðandi stjórnmálamanna á Íslandi var að
gera landið "einfalt", án eftirlits og regluverks. Mér er
minnisstætt hvernig þetta hafði hrifið sendinefnd AGS. Þegar ég
hitti nefndina var hún nýkomin úr Gullna hringnum. Þreytt en sæl og
slök. Lét sig hafa að afplána hálftíma með mér að útlista ....
Lesa meira
Sigtryggur Sigurðsson, glímukóngur, skáksnillingur, bridsmeisari
og drengur góður var borinn til grafar í vikunni. Séra Vigfús
Bjarni Alfreðsson jarðsöng og mæltist honum vel. Hann þekkti
Sigtrygg vel og gaf sannverðuga mannlýsingu af vini sínum. Um það
get ég borið vitni því þótt ég hefði ekki fylgst með Sigryggi í
nálægð seinni hluta lídfshlaups hans kynntist ég honum náið í æsku
á Melhaganum í Reykjavík þar semvið báðir uxum úr grasi. Á
æskuárunum koma persónueinkenni manna í ljós - og ef til vill betur
en síðar á ævinni því æskan er fölskvalaus og leynir engu.
Sigrtryggur var ...
Lesa meira
Birtist í DV 16.12.14.
Á meðal þeirra sem undirritað hafa þessa áskorun um að ríkið
kaupi Grímsstaði á Fjöllum, má nefna Vígdísi
Finnbogadóttur, Ólaf Stefánsson, handboltamann,
Guðmund Gíslason, sundkappann frækna,
Pétur Gunnarsson, rithöfund,
Björk og Þorstein frá Hamri. Utan
um þessa kröfu smíðaði Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir þingsályktunatillögu sem hún flutti undir
lok síðasta kjörtímabils ... Þegar ég talaði fyrir tillögunni í
fyrra las ég upp nöfn þeirra um það bil hundrað og fimmtíu
einstaklinga sem undirritað höfðu áskorunina ... Var það mál manna
að þetta hefði verið eftirtektarverðasta, ef ekki langbesta ræða
sem ég hafi nokkru sinni flutt á Alþingi! Það segir allt sem segja
þarf um ....
Lesa meira

Eitt síðasta verk Alþingis áður en hlé var gert á störfum
þingsins fyrir hátíðarnar var að samþykkja lög sem taka af öll
tvímæli um að aðstandendur látinna dómþola í svokölluðu Guðmundar-
og Geirfinnsmáli geti lagt fram beiðni um endurupptöku
málsins fyrir dómstólum eins og þeir dómþolar sem enn eru á lífi
geta gert. Þetta er mikið réttlætismál enda spurning
um jafnræði að allir dómþolar í þessu sérstæðasta sakamáli búi við
sambærilega réttarstöðu. Spurningin snýst um að endurmeta
dóm sem kann að hafa verið á röngum forsendum upp kveðinn og er
mikilvægt fyrir alla þá sem hlut áttu að máli og fjölskyldur
þeirra, maka og born ....
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14.12.14.
Í vikunni sýndi Sjónvarpið heimildarmyndina
Þrumusál en hún fjallar um afrek tónlistarkennara
nokkurs við Kashmer Gardens skólann í Houston í Texas í
Bandaríkjunum. Skólinn er hverfisskóli í hverfi svartra og
mátti skilja að félagslegt og efnahagslegt bakland nemenda væri
ekki upp á marga fiska. Umræddur kennari, Conrad O. Johnson að
nafni, sem gekk undir gæluheitinu prófessorinn, prof, var
sagður hafa sótt tónleika Otis Redding, sálar-söngvarans ástsæla,
árið 1967, hrifist mjög og fengið þá hugsýn sem ...
Lesa meira

... Stundum gefst færi á að hlýða á fleiri kóra ... en í
minni tilveru er Breiðfirðingakórinn fasti punkturinn á þessum
tíma. Í kvöld söng Breiðfirðingakórinn í Neskirkju og brást ekki
frekar en endranær. Sér til fulltingis höfðu Breiðfirðingar kór
Ísaksskóla - yndislega fallegar barnaraddir. Í þeim hópi var
að finna upprennandi fiðlusnilling og góða söngvara. Mér var hugsað
til frábærrar greinar Gunnars Kvarans, sellóleikara, í
Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. desember, undir fyrirsögninni,
Máttur tónlistar og mikilvægi í uppeldi barna....
Stórfenglegast var þegar eldri kynslóðin og sú yngri sungu saman
nokkur lög, þar á meðal Heims um ból sem þau luku
tónleikunum með og sendu okkur út í jólafrostið með hlýju í hjarta,
minnug þess að ....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 09.12.12.
Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur
ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum
stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram.
Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni
andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram
göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið
muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að
lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd
því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama
fólk sem án efa greiddi með ...
Lesa meira
Birtist í DV 09.12.12.
... Ríkisvaldið lufsaðist að lokum til að krefjast lögbanns.
Nema við Kerið enda eigandinn að framfylgja pólitískum rétttrúnaði
ferðamálaráðherrans, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Eflaust kann
einhverjum að finnast þetta vera óvægin nálgun en samt held ég að
fyrir henni séu haldgóð rök. Heimild til að rukka aðgang að
íslenskri náttúru snýst nefnilega um pólitík. Og núna er pólitíkin
þessi: Innleiða skal náttúrpassa sem gerður verði að skilyrði fyrir
aðgengi almennings að náttúruperlum í ríkiseign. Þar með yrði
rukkunarleiðin fest í sessi. Við vendumst þeirri hugsun að náttúran
væri ekki okkar allra að njóta heldur þyrfti að ...
Lesa meira

Í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins um brennandi málefni í pólitíkinni, þar á
meðal um fyrirhugaðan náttúrupassa ferðamálaráðherrans. Eitthvað
virðist passinn standa í stjórnarliðum og hafa sem betur fer margir
þeirra viðrað efasemdir sínar.
Umræðuna má nálgast á þessari slóð ...
Lesa meira
Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, er ötull baráttumaður
fyrir almannarétti í náttáurunni. Hann hefur tekið saman
greinargerðir og skrifað fjölmargar blaðagreinar um
efnið. Stefán Þorvaldur hefur nú tekið saman greinargerð sem
snýr að náttúrupassanum og hefur hann sent hana öllum þingmönnum.
Greinargerð Stefáns Þorvaldar birti ég hér að neðan og
hvet ég lesendur síðunnar til að kynna sér hana ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum