Greinar 2014
... Ég er ekki einn um að hafa dáðst að Grillinu. Þar fór einnig
vel um leikarann góðkunna, Bretann Alec Guinnes. Hann mun
alltaf hafa valið sama borið fyrir sig og eiginkonuna þegar hann
dvaldi á Hótel Sögu en það sneri þannig að Bessastaðir blöstu við,
Áltafnesið og Reykjanesfjallgarðurinn. Um þetta fáum við
að lesa í fjölmörgum fróðleiksmolum í sögulegri úttekt
Bændablaðsins. Þar segir m.a. að Alec Guinness hafi mjög oft lagt
leið sína til Íslands og stundum nokkrum sinnum á ári:
" Hann sagði að honum þætti svo gott að koma til
Íslands til að slaka á því hér fengi hann að vera í friði og
ááreittur." Umfjöllum Bændablaðsins þótti mér ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30.11.14.
Þegar vísitala launa var tekin af með lögum í júní 1983 hófst
mikil umræða í þjóðfélaginu um hvort réttmætt væri að halda
verðtryggingu á lánum. Ekki að undra því verðbólga á þessum tíma
fór yfir 100% á meðan launin stóðu í stað. Ef þau hefðu áfram fylgt
verðbólgunni hefði lántakandinn lítið sagt. Þá hefði
sparifjáreigandinn verið einn um að emja því innistæðan hans hefði
í einu vetfangi að engu orðið. Þetta var samhengi umræðunnar á
þessum tíma.
Auðvitað sáu flestir ranglætið sem þarna varð og var kallað
misgengi lána og launa. Tveir menn eru mér sérstaklega
eftirminnilegir úr þessari umræðu ....
Lesa meira
"Starfsfólk hrægammasjóða á Íslandi og
andstæðingar útgönguskatts keppast nú við að telja þjóðinni trú um
að slíkur skattur sé ólöglegt eignarnám. Slíkar fullyrðingar eru
rangar og settar fram til að drepa niður allar tilraunir til að
tryggja að almenningur fái stærstan hluta loftbóluhagnaðarins sem
myndaðist þegar forgangskröfur í þrotabúin gengu kaupum og
sölum ..." Þannig hefst nýr pistill eftir Lilju Mósesdóttur,
hagfræðing og fyrrum þingmanns en hún reið á vaðið með tillögum um
útgönguskatt á síðasta kjörtímabili...
Lesa meira
... Af forvitni hlustaði ég á sjónvarpsviðtal sem Björn Ingi
Hrafnsson átti við hinn nýja borgarlækni á Eyjunni ... ég
heyrði ekki betur en hann vildi halda inn á braut markaðsvæðingar
með heilbrigðiskerfið - þar sem læknar störfuðu undir eftirliti
Samkeppniseftirlitsins! ... Eðlilegt er að spurt sé
hvort mannaskipti í stjórn heilsugæslunnar í borginni (sem
lýtur stjórn ríkisins) og hugsanleg ráðning talsmanns einkavæðingar
í embætti landlæknis tengist áhuga á því að hafa í þessum embættum
menn sem tala máli markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu ... Það er
ekki rétt hjá Óla Birni Kárasyni að einkarekið heilbrigðiskerfi sé
betra og ódýrara. Heilbrigðiskerfi sem raunverulega hefur verið
einkavætt mismunar fólki og er kostnaðarasamara en almannakerfið.
Um samanburð í þessum efnum eru til fjölmargar skýrslur sem m.a.
landlæknisembættið hefur ...
Lesa meira

Ekki veit ég hve margt þeir eiga sameiginlegt Þorvaldur
Gylfason, Jónas Kristjánsson og Egill
Helgason. Eitt er það þó sem tvímælalaust sameinar þá í
skrifum þeirra þessa dagana og það er að vilja gera sem minnst úr
þeim verkum sem voru unnin í innanríkisráðuneytinu á síðasta
kjörtímabili og miðuðu að því að efla mannréttindi. Þorvaldur
Gylfason vitnar í hinn ötula baráttumann fyrir siðlegu og
mannvinsamlegu samfélagi, Jónas Kristjánsson fyrrum rittjóra
DV ... Annars legg ég til að Egill og aðrir áhugasamir sæki
fyrirlestur Höllu Gunnarsdóttur
... sem leiddi starf nefndar sem stóð fyrir viðamiklu
samráði um málefni útlendinga og lagði til gagngerar breytingar á
regluverkinu, einmitt þær breytingar sem nú eru til umfjöllunar
...
Lesa meira
Birtist í DV 21.11.14.
... Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur, veitti
starfshópnum forystu, en í honum voru auk hennar færustu
sérfræðingar heims á sviði réttarsálfræði þeir Gísli Guðjónsson og
Jón Friðrik Sigurðsson réttarsálfræðingar og Haraldur Steinþórsson
lögfræðingur. Þá starfaði með starfshópnum Valgerður María
Sigurðardóttir lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Niðurstaða
starfshópsins, sem skilaði um 500 blaðsíðna skýrslu að verki loknu,
var í grófum dráttum til að staðfesta margt af því sem haldið hefur
verið fram um Guðmundar- og Geirfinnsmálin í næstum 40 ár ...
Samkvæmt mati starfshópsins á gildandi lögum er ekki hægt að
krefjast endurupptöku mála fyrir hönd látinna manna. Tveir hinna
dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eru nú látnir ... Af því
tilefni var framangreint frumvarp lagt fram ...
Lesa meira

Halda menn að læknadeilan verði auðleystari ef samningaviðræður
eru dregnar á langinn? Heldur ríkisstjórnin að samúð almennings með
kröfum lækna muni dvína? Þannig er því ekki farið. Það eina sem mun
fara dvínandi er áhugi lækna á að starfa á Íslandi. Ég held að í
alvöru gæti langvinnt verkfall leitt til landflótta lækna og
annarra heilbrigðisstétta. Áður munu einhverjir læknar leita yfir í
einkageirann. Þar bíða þeirra hins vegar fjárfestar sem vilja
umbylta íslenska einkapraxískerfinu; smala öllum einyrkjunum saman
í sjúkrahús rekin í gróðaskyni ... Fólk vill að samið verði
við lækna þannig að ásættanlegt verði fyrir stéttina að starfa
innan almannaþjónustunnar og á Íslandi! ...
Lesa meira

Fljótlega eftir að Kastljósi kvöldsins lauk uppúr
sjónvarpsfréttum hringdi í mig vinur minn og spurði hvort ég hefði
séð þáttinn. Nei, ég hafði misst af honum. "Þá verðurðu að fara á
vefinn og horfa á hann. Það er skylda að sjá þennan þátt!" Svo mörg
voru þau orð um þennan þátt sem fjallar um líf og störf og baráttu
systranna Áslaugar og Snædísar Hjartardætra. Frá því er skemmst að
segja að þátturinn var skemmtilegur og uppörvandi og á við
tíuþúsund ályktanir og baráttufundi fyrir réttindum fatlaðas fólks.
Systurnar voru hreint út sagt magnaðar og þeirrar gerðar að sigrast
á þeim miklu erfiðleikum sem þær eiga við að stríða í lífi sínu.
Öllum spurningum var snúið upp í húmor og jákvæðni. Í þáttarlok var
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16.11.14.
... Sagt hefur verið að hugsunin tengist tungumálinu,
blæbrigðamunur tungumála feli í sér ólíka áferð hugsunar. Það getur
verið kostur að þurfa að flytja sig á milli tungumála, einsog
smáþjóðin þarf að gera. Það krefst umhugsunar um merkingu þess sem
sagt er; hver sé munurinn á hugsun á einu máli og öðru. Þannig
auðgar og frjóvgar margbreytileikinn og skerpir hugsun ...
Lesa meira

Í spjalli okkar Brynjars Níelssonar í morgunútvarpi
Bylgjunnar bar sitthvað á góma en þó fyrst og fremst
skuldaleiðréttinguna sem margir horfa til þessa dagana. Ég hef
lýst stuðningi við þá grundvallarhugsun sem þessar aðgerðir byggja
á en hef jafnframt gagnrýnt einstaka þætti í útfærslu aðgerðanna.
Þátturinn hér ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum