Greinar 2015

Samningur íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Gilead um að
útrýma lifrarbólgu C á Íslandi er í mínum huga frétt ársins.
... Á Íslandi er áætlað að um 800 til 1000 manns séu smitaðir
af lifrarbólgu C en árlega greinast á bilinu 40 - 70 einstaklingar.
Fréttin er að sjálfsögðu mikilvægust þeim sem bera þennan
erfiða sjúkdóm en hún er líka mikilvæg íslenska
heilbrigðiskerfinu ... Metinn í krónum og aurum má ætla að
verðmæti þessa samnings sé allt að 12 milljarðar
króna. Til samanburðar má geta þess að deilurnar á Alþingi
undir þinglok snerust um þrjá milljarða ...
Lesa meira

Ég sendi öllum lesendum síðunnar jólakveðjur og óskir um farsæld
á komandi ári. Megi það verða ykkur gæfuríkt. Takist okkur að
stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu mun
hamingjusólin rísa því öllum mun líða betur. Þannig virkar
réttlætið! Öllum líður betur í réttlátu þjóðfélagi en ranglátu
...
Lesa meira
... Gunnar Skúli hefur fylgst vel með fjölþjóðlegum
viðskiptasamingaviðræðum á borð við TiSA - Trade in Services
Agreement, sem fram fara nú um stundir og hefur iðulega verið vikið
að hér á þessari síðu nú síðast í sambandi við
lofstslagsráðstefnuna í París. Á sama tíma og hún var haldin sátu
samningamenn ríkustu þjóða heims - þar á meðal Íslands - á
TiSA viðræðufundi í Genf til að ræða hvernig mætti þrengja að
lýðræðinu þegar orkumálin væru annars vegar! Um þetta skrifar
Gunnar Skúli Ármannsson í ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 23.12.15.
Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau
ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar,
alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í
þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama
varninginn - má ekki sameina? Og hvað með olíu- og
bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau
lítið sem ekkert á grunvelli verðlags - heldur fyrst og fremst
hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um ...
Lesa meira

Ævar Kjartansson er án efa einn ástsælasti útvarpsmaður
samtímans - reyndar er sá samtími að verða nokkuð langur því hann
hefur verið rödd Ríkisútvarpsins um nokkra áratugi. Þættir Ævars
skipta orðið hundruðum og kennir þar margra grasa. Undanfarna
mánuði hefur hann flutt hlustendum örstuttar hugvekjur á
síðkvöldum. Þeim fylgir góð tilfinning. Ævari er lagið að koma
hugsun á framfæri á áhrifaríkan en knappan hátt. Dæmi um það er
hugvekja hans í kvöld ...:
Lesa meira
Birtist í DV 18.12.15.
Það var sérkennilegt andrúmsloft á Alþingi í vikunni, bæði
utandyra og innandyra ... Innandyra fór fram umræða um fjárlög sem
stjórnarmeirihlutanum þótti dragast um of á langinn ...
Það var á þessum punkti sem Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra, opnaði sig í míkrófón Alþingis. Hann var
ósáttur við hve langan tíma umræðan hafði tekið ...
Hvers vegna eyða tíma í "rifrildi um það að við eigum að
skipta einhvern veginn öðru vísi?" Það er von að spurt sé.
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.12.15.
... Hið rétta er, að þótt Heilsugæslan heyri undir
ráðherra þá er það forstjóri hennar sem ræður lækningaforstjórann
en ekki ráðherrann. Þetta er rétt ábending ... þótt
þetta hafi ekki snert kjarnann í málflutningi mínum einsog ég mun
hér gera grein fyrir. En rétt skal vera rétt og
mikilvægt er að leiðrétta allar rangfærslur, óháð því hvort þær eru
notaðar eins og Brynjar Níelsson gerir, til að ýja að því að
undirritaður hljóti að vera ómerkingur um allt sem frá honum kemur
fyrst hann misfari með staðreynd í "einföldu máli" ...
Lesa meira
... Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng hinn látna heiðursmann og
mæltist honum vel sem endranær. Hann sagði gamansögu af því að
Valgeir hefði einhverju sinni sagt við sig, er hann handlék bókrit
nokkurt, að það væri svo undarlegt að þegar þetta rit kæmi út, og
væri það árlegur viðburður, færi þjóðfélagið nánast á
hliðina. Væri hver útgáfa þó lítt breytt frá fyrra ári. Þetta voru
að sjálfsögðu fjárlögin. Séra Hjálmar sagði að nú fengjum við ekki
að vita hverju Valgeir Sigurðsson hefði viljað fá breytt í nýjasta
árgangi frumvarps til fjárlaga. Ég sagði ... að ég þættist geta
fullyrt um einn þátt sem Valgeir Sigurðsson hefði örugglega viljað
breyta. Hann hefði ekki tekið því þegjandi að framlög til RÚV yrðu
skert eins og tillaga er nú uppi um ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.12.15.
...Ég heyrði litla stúlku, fimm ára gamla, syngja þetta ljóð
Jónasar Hallgrímssonar fyrir ömmu sína án þess að reka nokkurn tíma
í vörðurnar. Ég heyrði líka samtal þeirra að söngnum loknum.
"Finnst þér þetta ekki fallegt amma? Þetta er eftir Jónas
Hallgrímsson. Hann fótbrotnaði í Kaupmannahöfn þegar hann datt í
stiga og þetta er kveðja heim til Íslands." Ég spurði ömmuna hvort
hún vissi hver hefði kennt barninu ljóðið og nestað það með þessum
fróðleik. "Hún lærði þetta í leikskólanum, hún lærði þetta í
Hagaborg." Það er ekkert sjálfgefið að ...
Lesa meira

... Kristján Þór endurómaði þessar áherslur - lágtóna að vísa -
hann nánast hvíslaði því eitt kvöldið í Sjónvarpsfréttum, að nú
ætti fjármagn að fylgja sjúklingi. Kristján veit að best er að tala
á lágum nótum því vitað er að markaðsvæðing heilbrigðiskefins
stríðir gegn þjóðarvilja. En Fréttablaðið gerði þeim
félögum óleik að því leyti sl. miðvikudag að þar var engu hvíslað.
Sagt var í hástöfum á forsíðu að Heilsugæslan ætti að lúta
Samkeppniseftirlitinu og forstjórinn þar, Páll Gunnar Pálsson,
kvaðst spenntur að sjá "samkeppnishvatana" að verki í
...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum