Greinar Febrúar 2015

Aðkoma Evu Joly að rannsókn hrunmála á fyrri hluta árs 2009
skipti sköpum. Fyrir hennar orð var embætti Sérstaks saksóknara
gert að því sem það varð ... Kastljós Sjónvarps á lof skilið fyrir
að birta ítarlegt viðtal við Evu Joly þar sem hún leggur mat á
stöðu mála og minnir á að Ísland skeri sig að því leyti úr að hér á
landi sé spurt fyrir dómstólum um persónulega ábyrgð á misnotkun
fjármálakerfisins ... Í stað þess að skera niður við embætti
Sérstaks saksóknara ber ríkisstjórninni að endurmeta fjárþörf
embættisins þannig að það geti lokið ætlunarverki sínu... Aðkoma
Evu Joly að skattaundanskotsmálum - milliganga hennar - er
þakkarverð og við eigum að taka mjög alvarlega áskoranir hennar um
að fara rækilega í saumana á hugsanlegum skattsvikum fjölþjóðlegra
fyrirtækja sem starfa hér á landi ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
15.02.15.
Í vikunni gat að líta eftirfarandi fyrirsögn í Morgunblaðinu:
"Verslun er ekki hlutverk ríkisins." Þetta er gamalkunn
pólitísk kennisetning enda höfð eftir stjórnmálamanni. ...
við sem hvetjum til að menn forðist hina hugmyndifræðilegu nálgun
og velji hina praktísku, spyrjum: Ef grundvallarbreyting á
sölufyrirkomulagi áfengis verður gerð á kostnað
heilbrigðissjónarmiða, með tapi fyrir ríkissjóð, minna úrvali,
hærra verði og lakari þjónustu fyrir neytendur, þarf þá ekki að
spyrja, til hvers er unnið? Getur það gengið að vera bara
pólitískur en ekkert praktískur...? ....
Lesa meira

Fyrirsögnin eru heitin á köflunum í nýju tónverki
Þóru Marteinsdóttur,
"Blæs" . Þetta tónverk var
frumflutt á tóneikum í Norræna húsinu í dag. Það var Tríó
Aurora sem flutti verkið en þetta magnaða tríó skipa
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Selma
Guðmundsdóttir, píanóleikari og Ögmundur Þór
Jóhannesson, gítarleikari, allt listamenn á
heimsmælikvarða ... En aftur að Þóru
Marteinsdóttur sem óhætt er að fullyrða að hafi heillað
okkur öll með Bæstri sínum. Næðinginn og Garrann þekkjum við. Segja
má að þetta hafi verið dagur óvægins Garra svo mikið gekk á í
himninum í dag. Amranda þekki ég hins vegar ekki sem
veðurtilbrigði. En áheyrendur velktust þó ekki í vafa um að Amrandi
er ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 13.02.15.
... Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega
fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy
orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og
stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna
varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum
dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á
umönnunarstofnunum, "aukin framleiðni" þar, hefur reynst
dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og
ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo
gamalkunnri ...Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu...?
Lesa meira

Næstkomandi laugardag, klukkan 17, verða áhugaverðir
tónleikar haldnir í Norræna húsinu
í Reykjavík. Það er Tríó Aurora sem þá heldur
tónleika. Þetta eru fyrstu tónleikar triosins en margt er í vændum
hjá þessum frábæru tónlistarmönnum, ekki síst á erlendri grundu. Í
frétt frá Norræna húsinu segir m.a. : "Í tríóinu eru þær
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og
konsertmeistari og Selma Guðmundsdóttir
píanóleikari, sem eiga langt samstarf að baki og eru vel þekktar í
íslensku tónlistarlífi. Auk þess hefur Ögmundur
Jóhannesson gítarleikari slegist í hópinn, en þessi
framúrskarandi, ungi gítarleikari hefur þegar skapað sér
alþjóðlegan feril." Í frétt Norræna hússins kemur fram að
listamennirnir muni ...
Lesa meira

Ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins - þ.e. frjálshyggjuvængur
hennar - sendir nú án afláts áskoranir til alþingismanna um að
hjálpa til við að koma áfengi í matvörubúðir með því að styðja
lagafrumvarp þess efnis.
Þau sem senda okkur þingmönnum nöfn sín í þessum tilgangi eru
greinilega mjög nýtið fólk því ég sé ekki betur en sömu nöfn séu
notuð oftar en einu sinni ... En það eru fleiri en
hugsjónamenn sem láta þetta mál til sín taka. Þar eru ekki síður á
ferð hagsmunaaðilar sem sjá gróðamöguleika fyrir
sjálfa sig takist að telja Alþingi á að koma ÁTVR fyrir
kattarnef og brennivíninu þá jafnframt inn í vöruhillurnar hjá
Högum, Nettó, Krónunni og ... Þess vegna er það ekki út í
hött þegar lesandi spyr hér á síðunni hvort kostnaðarsamar
áróðursherferðir kunni að vera á vegum hagsmunaaðila auk
hugsjónafólksins í Heimdalli ...
Lesa meira
Birtist í DV 10.02.15.
... Allt er þetta liðin tíð - eða hvað? Því miður virðist gamla
kerfið og gamla sérgæskan aldrei hafa skilið við okkur og enn er
rætt um skattaparadísir. Nema nú eru uppi gagnrýnni viðhorf sem
betur fer. Fyrir fimmtán árum voru ekki margar raddir sem vildu
láta upplýsa um undanskotsmenn úr hópi hinna dáðu útrásarmanna
...Þetta mál er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra
sérstaklega. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
eru einn og sami maðurinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins má ekki
komast upp með að beita ríkisvaldinu til varnar ríkum skattsvikurum
...
Lesa meira
Grein með sama titli birti ég í Morgunblaðinu í árslok árið 2000
og er hana að finna hér á síðunni... Ábendingar mínar - sem þó
margoft voru ítrekaðar- vöktu lítinn áhuga. Ungir
sjálfstæðismenn héldu uppi hugsjónabaráttu sinni um að hjúpa
skattskrárleynd og höfðu ekkert við leyndarhyggju auðmanna að
athuga ...Síðan varð hrun af völdum þeirra sem leituðu í
skjólin - ekki síst skattaskjólin.Okkur bjóðast nú til kaups
upplýsingar um skattundanskotin - sem á íslensku má einnig kalla
þjófnaðinn. Ríkisstjórnin virðist vera að taka afstöðu með sínum
málstað, sínum mönnum ...
Lesa meira

... Ef til vill skiptir ekki höfuðmáli hvort stjórnmálamennirnir
voru aðeins á myndum sem teknar voru til hliðar því þeir voru þrátt
fyrir allt mættir til að sjást og tengjast samstöðufundinum. En ef
þetta er aukaatriði þá gildir það varla um þögn fjölmiðlanna og
samvinnu (samsekt?) þeirra í að klippa saman í eitt, fjöldann og
forystumennina, og láta líta svo út að þeir hafi staðið í
farabroddi fólksfjöldans. Þetta virðist nefnilega hafa kallað á
natni og yfirlegu að láta ...
Lesa meira
... Þórólfi Matthíassyni
, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mislíkaði pistill
sem ég skrifaði í helgarblað Morgunblaðsins fyrir skömmu um
mismunandi vægi atkvæða við rektorskjör og færi vægið eftir
prófgráðum. Þórólfur vildi vita hvort það væri ekki örugglega rétt
sem fram hafði komið hjá Ólafi Þ. Harðarsyni,
prófessor í stjórnmálafræði og álitsgjafa í fjölmiðlum um
nýafstaðið rektorskjör, að atkvæði þeirra starfsmanna háskólans sem
væru án háskólagráðu hefði þegar upp er staðið haft meira vægi en
atkvæði hinna sem hefðu háskólamenntun. Hinu gagnstæða hefði ég
haldið fram. Þórólfur beindi því spurningu um þetta efni til
Vísindavefs Háskóla Íslands ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum