Fara í efni

HVERNIG SKYLDU ÞAU SOFA Á NÓTTUNNI?

Stundin - Jóhann Páll
Stundin - Jóhann Páll


Í marsútgáfu Stundarinnar, nýs blaðs sem er að hasla sér völl sem prentmiðill og vefmiðill, skrifar Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaur mjög góða og upplýsandi grein um dróna - mannlaus sprengjuloftför Bandaríkjahers. Ástæða er til að þakka sérstaklega fyrir þessa umfjöllun.
Dróna árásunum er stýrt af bandarísku leyniþjónustinni, CIA, sem nýtur þeirra vafasömu forréttinda að vera undanþegin öllu sem kenna má við lög og rétt.
Drónasprengjur sínar kallar Bandaríkjaher, „hellfire" eða vítiseld, sem er lýsandi heiti, því þær drepa fórnarlömbin og brenna þau jafnframt nánast upp til agna.
Í grein sinni vísar Jóhann Páll í bandarískar rannsóknarskýrslur um þetta hryllilega fyrirfbærifrá Stanford International Human Rights and Conflict Resolution Clinic og Global Justice Clinic við lagadeild NewYork háskóla. Þá vitnar hann í skrif Glenn(s) Greenwald(s), mannréttindalögfræðings og blaðamanns á vefrititnu Intercept.
Um leið og fagna ber því að Stundin beini sjónum að þessu máli hvet ég lesendur til að kynna sér grein Jóhanns Páls.  Myndin hér á ofan sýnir suma helstu ábyrgðaraðila drone árásanna fylgjast með afreksverkum sínum úr fjarlægð.
Í greininni er vísað sérstaklega í nýlegt morð á 13 ára dreng í Jemen, Jahmi að nafni . Hann var myrtur ásamt fleira fólki í nýlegridróna árás en árið 2011 hafði faðir hans og bróðir verið myrtir með sama hætti.
Svo vill til að blaðamaður á breska stórblaðinu Guardian hafði áður átt viðtal við drenginn þar sem hann lýsir óttanum sem hann hafi borið í brjósti sér frá því faðir hans og bróðir voru myrtir: „ Margir krakkar hérna á svæðinu hrökkva upp á nóttunni við martraðir um dróna og sumir eiga í andlegum erfiðleikum núna. Þeir breyttu svæðinu okkar í helvíti, stöðugan hrylling dag og nótt ..."
Svona er veruleikinn hjá þeim sem „okkar" ríkisreknu hryðjuverkamenn ofsækja og drepa úr fjarlægð. Hvernig skyldi „okkar" fólk sofa á nóttunni?
Sjá umfjöllun Jóhanns Páls Jóhannsonar í Stundinni: http://stundin.is/frett/brenndu-13-ara-dreng-til-dauda/