ÍSLENSK STJÓRNVÖLD VILJA „STÖÐVA NIÐURSKURÐ HERNAÐARÚTGJALDA"!

Öj í ræðustól

Skýrsla utanríkisráðherra um utnaríkismál kom til umræðu á Alþingi fimmtudaginn 19. mars. Í skýrslunni kennir ýmissa grasa. þar kemur til dæmis fram mikill fögnuður yfir því að NATÓ skuli hafa komið sér upp sérstöku "hraðliði" og að bandalgasríkin hafi skuldbundið sig til að leggjast í frekari hernaðaruppbyggingu. Fram kemur að allt þetta styðja íslensk stjórnvöld. Tekist hafi  "að stöðva niðurskurð til varnarmála ...og stefna að auknum fjárfestingum á þessu sviði næsta áratuginn."(sjá bls. 71 http://www.althingi.is/altext/pdf/144/s/1074.pdf )

Í umræðu um skýrsluna ítrekaði ég það sem ég hef stundum sagt áður að aumasta hlutskipti nokkurrar þjóðar hljóti að vera að slá sér á brjóst fyrir að vera herlaus en halda sig þó innan hernaðarbandalags og samþykkja þar beint og óbeint að annarra þjóða ungviði sé sent á vígvöllinn - oftar en ekki til að verja vafasama hagsmuni.

Í umræðu um skýrsluna ítrekaði ég það sem ég hef stundum sagt áður að aumasta hlutskipti nokkurrar þjóðar hljóti að vera að slá sér á brjóst fyrir að vera herlaus en halda sig þó innan hernaðarbandalags og samþykkja þar beint og óbeint að annarra þjóða ungviði sé sent á vígvöllinn - oftar en ekki til að verja vafasama hagsmunien þar hef ég gagnrýnt utanríkisráðherra harðlega fyrir að stilla sér upp í broddi fylkingar hernaðar-haukanna sem hvað harðast hafa gengið fram í því að skrúfa heiminn að nýju inn í tímabil kalda stríðsins. Deilurnar um Krímskagann nefndi ég sérstaklega í þessu sambandi.

Íslendingum færi betur að hlusta eftir lýðræðislegum vilja þjóða og þjóðabrota en valdstjórnar- og hernaðarhagsmunum ríkja og ríkjabandalaga.

Þá ræddi ég um Palestínu og síðast en ekki síst alþjóðlega viðskiptasamninga á borð við TiSA og það framsal á lýðræðislegum rétti sem í slíkum samningum væri fólginn.

Ræða mín er hér en þess má geta að ræðutími var takmarkaður við 10 mínúntur: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20150319T153935

Fréttabréf