Fara í efni

ÞANNIG SKILGREINR UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ FRELSI

Tisa - hlekkir
Tisa - hlekkir

Utanríkisráðuneytið á lof skilið fyrir viðleitni til að standa að upplýsingagjöf um TiSA samningana sem mikil leynd hvíldi yfir þar til Wikileaks kom umræðunni í hámæli fyrir tæpu ári. Utanríkisráðherra og ríkisstjórn eiga hins vegar ekki lof skilið fyrir að standa að þessum samningum sem Þriðji heimurinn og hin alþjóðlega verkalýðshreyfing telja þrengja að lýðræðinu og ógna almannahag.

Utanríkisráðuneytið segir að TiSA samningarnir hafi hafist eftir að GATS (General Agreement on Trade in Services) strandaði og standi vonir til, að takist að landa TiSA samkomulagi, þá muni önnur ríki sjá sinn kost vænstan að slást í hópinn.

þetta þýðir að takist gerendunum í hinum  kapítalíska heimi að ná fram samningum sín í milli um aukið svigrúm fyrir markaðsöflin í heimsviðskiptum með þjónustu þá muni þau á endanum einnig komast inn á gafl hjá hinum snauðari hluta heimsins.

Þetta er orðin kunnugleg saga sem endurtekur sig í sífellu því framan af hvíldi mikil leynd yfir GATS samningunum ekkert síður en í TiSA ferlinu eða þar til uppljóstrarar komu á framfæri við fjölmiðla vitneskju um hvað væri á döfinni. Þá hófst umræða sem ekki þoldi lengi dagsljósið og strönduðu þá samningaviðræðurnar.

Það óhreina við þetta er að upphaflega var okkur sagt að GATS væri rammi sem ekkert lægi á að fylla inn í. Það væri komið undir hverju einstöku ríki hve langt það vildi ganga í skuldbindingum hvað varðar markaðsvæðingu einstakra þátta. En auðvaldinu í heiminum lá meira en svo að ekki þyrfti að slá í klárinn. Þess vegna fóru  RGF (Really Good friends ríkin) að krúnka sig saman.

Eflaust er til of mikils mælst að Ísland sýni það sjálfstæði og þá reisn að standa fyrir utan þetta makk. Spurning er þó hvort ekki megi hlífa okkur við öllu tali um frelsi þegar í reynd er verið að innleiða helsi, takmörkun á frelsi almennings en rýmkun á athafanrými fjármagnsins.

Látum vera að ríki taki tímabundið ákvörðun um að opna landamæri sín fyrir tilteknum viðskiptum. Hitt er verra þegar ríkin eru látin skuldbinda sig með óafturkræfum hætti að samsvarandi þjónusta innanlands megi undir engum kringumstæðum njóta opinbers stuðnings umfram þann sem aðkomufyrirtækið fengi.

Ef ákveðið væri að markaðsvæða bókasöfn - nokkuð sem er ekki fjarlægara en svo að það kom til umræðu á einhverju stigi í GATS viðræðunum - þá yrði væntanlega að veita samsvarandi stuðning  til erlends áróðursbókasafns sem hingað kæmi og við nú veitum Borgarbókasafninu í Reykjavík. Absúrd? Nei. Þannig er þetta. Í þessu liggur frelsið sem utanríkisráðuneytið mærir svo mjög.

Staðreyndin er sú fimmtíu mestu  forréttindaríki heims ákváðu að skilja eftir hin ríkin 73, sem aðild áttu að GATS viðræðunum en höfðu efasemdir um að ferlið væri í þágu almannahagsmuna heima fyrir. Vegna þessarar tregðu „ákvað hluti aðildarríkja WTO," svo vitnað sé í texta utanríkisráðuneytisins, „ þ.e. þau ríki sem voru áfram um að frelsi í þjónustuviðskiptum yrði aukið, að hefja viðræður um samning sín á milli, utan vettvangs WTO, um aukið frelsi á sviði þjónustuviðskipta."
Þetta horfi hins vegar allt til bóta því á endanum sjái öll ríki sig væntanlega nauðbeygð að vera með.

Sjá nánar:
http://www.utanrikisraduneyti.is/nyr-starfssvid/vidskiptasvid/vidskiptasamningar/tisa/spurninga-og-svor

Ekki eru allir sammála nálgun Íslands og okkar góðu vina í  Really Good Friends hópnum.
Sjá:
Efst er yfirlýsing frá Alþyúðsambandi Noregs, LO, með athyglsiverðum  slóðum. Síðan eru slóðir úr ýmsum áttum,ma, frá PSI, Public Services International sem ég hef margoft áður vísað í.


http://www.lo.no/Brussel/Nyheter/TISA-lekkasjer-okt-privatisering/ 

http://epsu.org/IMG/pdf/PR_2015_02_04_Leaked_paper_TISA.pdf


http://www.world-psi.org/en/psi-special-report-tisa-versus-public-services

https://wikileaks.org/tisa-financial/

http://roarmag.org/2014/12/tisa-leak-privacy-internet-freedom/

http://www.ituc-csi.org/wikileaks-reveals-true-intent-of?lang=en

http://www.globalresearch.ca/another-secret-trade-agreement-tisa/5388505

http://www.neitileu.no/kunnskapsbank/ttip_tisa

https://data.awp.is/international/2015/02/04/22.html