Fara í efni

VARAR VIÐ LÁGUM ÚTGÖNGUSKATTI

LILJA - MOS
LILJA - MOS
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni HAGSMUNIR ÞJÓÐRINNAR EÐA HRÆGAMMANNA.  Hún varar við því að settur verði of lágur útgönguskattur á kröfuhafa í þrotabú banakanna og jafnframt að bjóða vildarkjör á ríkisskuldabréfum: "Tillögur sem heyrst hafa frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fela í sér útgönguskatt á bilinu 20-45% og tilboð um ríkisskuldabréf til 30 ára á afslætti. Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta" þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga).
Því miður mun 45% útgönguskattur ekki duga til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. Gjaldeyriseign þjóðarinnar nemur ekki nema um 3% af VLF og útstreymi eftir að 45% útgönguskattur hefur verið lagður á gæti numið allt að 23% af VLF."


Ég hvet fólk til þess að kynna sér grein Lilju Mósesdóttur:  http://www.visir.is/hagsmunir-thjodarinnar-eda-hraegammanna/article/2015703149991

Sjá einnig nýleg skrif mín hér á síðunni um sama efni:https://www.ogmundur.is/is/greinar/vid-eda-hraegammarnir