Greinar Maí 2015

Þegar til stóð á síðasta kjörtímabili að setja gjald á veiðar
umfram það sem kvótahafar gátu sætt sig við var kveðið upp
ramakvein mikið og fram á völlinn þustu þeir sjálfir og talsmenn
þeirra hrópandi: SKERÐIÐ EKKI EIGNARRÉTTINN! Nær heilagleikanum
töldu menn sig ekki komast.Í grein sem Kári skrifar hér á síðuna
fjallar hann um kvótakerfið með tilliti til einkaeignarréttar,
hefðarréttar og mátar kerfið síðan inn í lagaumhverfi ESB ... Að
mínum dómi er réttur þjóðarinnar til sameignar á auðlindum lands og
sjávar ótvíræður og verður ekki af henni tekinn. Þessi réttur er
okkar allra eðli máls samkvæmt óháð því hvað
einstaklingum hefur í rás sögunnar tekist að hrifsa til sín... Ef
hins vegar út í það er farið að skoða myndun einkaeignarréttar í
ljósi löggjafar og hefðar sem kynni að hafa myndast á allra síðustu
árum þá ber okkur að hafa hliðsjón af aldagamalli sögu ...
Ég hvet alla til að lesa frábæra grein Kára!
...
Lesa meira
Birtist í DV 29.05.15.
... En Jón Gunnarsson er ekki af baki dottinn. Nú er
hann kominn fram með nýja hugmynd um gjaldtöku. Samkvæmt henni er
ekki nóg með að einkaaðilar fái heimild til að rukka heldur mega
þeir samkvæmt hugmynd hans líka sekta ...Jón
Gunnarsson opnaði sig um þessa nýju gjaldheimtuhugmynd
Sjálfstæðisflokksins í vikunni og vék hann í máli sínu
sérstaklega að Geysissvæðinu og Kerinu í Grímsnesi ... Hvað
þýðir þetta? Þetta þýðir að Óskar Magnússon, sem í trássi
við lög og undir blaktandi þjóðfánanum, hefur rukkað ferðamenn um
aðgang að Kerinu, á nú í ofanálag að fá leyfi til að krefjast
gjalds fyrir að fólk leggi bílum sínum á bílastæðin sem Vegagerðin
hefur útbúið ...
Lesa meira

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sem kveður á um lögleiðingu
sjónvarpsauglýsinga um lausalyf. Þetta er fyrst og fremst sagt vera
samræmingarmál því slíkar auglýsingar séu heimilaðar í prentmiðlum.
En í þágu hverra er verið að samræma? Framleiðenda
og söluaðila? Auglýsingamiðla? Neytenda? Varla þeirra síðastnefndu
... Sjónvarpsauglýsingar eru að jafnaði
hughrifsauglýsingar. Oft vitum við ekki fyrr en undir lok
sjónvarpsauglýsingar hvað verið er að auglýsa. Bankar sýna okkur
glatt og ánægt fólk en segja okkur sjaldnar frá
afborgunarskilmálum. Við fáum að vita að fólki líði vel af drykkju
tiltekinnar kaffitegundar. Þannig yrði það líka með lyfin ...
Sjónvarpsáróður fyrir auknu pilluáti er ekki það sem við
þurfum á að halda ...
Lesa meira

Mobutu Sese Seko og Jón
Gunnarsson eiga fátt sameiginlegt. Annar var forseti,
lengst af einræðisherra, Afríkuríkisins Kongo (sem hann í
forsetatíð sinni nefndi Zaire) frá 1965 til 1997. Jón Gunnarsson er
hins vegar sem kunnugt er, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður Atvinnu- og nýsköpunarnefndar Alþingis. En þótt fátt sé
sameiginlegt með þessum tveimur mönnum má þó nefna eitt, það er hve
fundvísir þeir eru á leiðir til að hygla skjólstæðingum sínum ...
Orðfærið er í samræmi við gjaldheimtuáhuga Sjálfstæðisflokksins í
seinni tíð. ... "Með bílastæðaleiðnni fengju þessir aðilar
heimild til að innheimta bílastæðagjöld
og sekta með sama hætti og
bílastæðasjóðirnir."...
Lesa meira

... Þessi ákvörðun var tekin þvert á samkomulag sem ég hafði
áður gert sem innanríkisráðherra en það fól það í sér að
Reykjavíkurflugvöllur yrði, í það minnsta enn um sinn, í
Vatnsmýrinni eða svo lengi að forsendur væru fyrir því að ráðast
þegar í stað í að reisa þar nýja flugstöð. Ástæðan fyrir því að hin
nýja nefnd var sett á laggirnar var augljóslega að hnekkja fyrra
samkomulagi enda borgaryfirvöld staðráðin í því að ...
Nefndin hefur þegar kostað tæpar 35 milljónir "án vsk" en
enn eiga eftir koma inn reikningar m.a. fyrir ógerðar "formlegar
veðurmælingar" á Skerjafirðinum ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.05.15.
Á Alþingi hafa nú staðið deilur um það hvort taka eigi tiltekna
virkjunarkosti og setja þá í svokallaðan nýtingarflokk
Rammaáætlunar. Þingmenn hafa deilt um lögformleg ferli í þessu
sambandi en minna um einstaka virkjanir. Þetta er fullkomlega
eðlilegt því fara ber að lögum. Virkjanirnar sem um er að ræða eru
Urriðafoss, Hvamms- og Holtavirkjun í Þjórsá, Hagavatn við
Langjökul og Skrokkalda á ofanverðu vatnsvæði Þjórsár. Og
Skrokkalda var það sem leiðarhöfundur Morgunblaðsins gerði nýlega
að umfjöllunarefni á eftirminnilegan hátt. Spurt var hve margir
þingmanna ...
Lesa meira

Sl. þriðjudag og miðvikudag sat ég fund Félagsmála- og
heilbrigðisnefndar Evrópuráðsins en hann fór fram í
Chisinau, höfuðborg Moldóvu. Þangað var skemmtilegt og fróðlegt að
koma en ekki síður var fundurinn áhugaverður og lærdómsríkur
... Þessi umfjöllun fléttaðist inn í umræðu um evrópsk
velferðarkerfi og skýrslu þar að lútandi og einnig um
tillögu sem er í smíðum um aðgerðaáætlun. Þar er spurt hvort setja
eigi lög um lágmarkslaun - í stað þess að stefna
að því að öllum einstaklingum verði tryggð
lágmarksframfærlsa. Á þessu tvennu er
grundvallarmunur ...Síðari dag fundarins í Chisinau var að
uppistöðu til rætt um ofbeldi gagnvart börnum og
vitundarvakningu sem Evrópuráðið hefur staðið fyrir um málefnið
undanfarin fimm ár. ... Á fundinum var okkur sagt að
nú væri verið að stofna Barnahús í Chisinau, höfuðborg Moldovu að
íslenskri fyrirmynd ...
Lesa meira

Þegar þau leggja saman Andrés Björnsson,
fyrrverandi útvarpsstjóri, séra Gunnar
Kristjánsson, fyrrum prófastur á Reynivöllum í Kjós,
Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, Gunnar
Stefánsson, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu til
áratuga og Matthías Johannessen, skáld og
fyrrverandi ritstjóri, þá er varla við örðu að búast en eðalefni.
Þess vegna þótti mér Ríkisútvarpið óþarflega hógvært í kynningu á
nýjum þætti Gunnars Stefánssonar um Matthías sem var á dagksrá á
hvítasunnudag ...
Lesa meira
... Tilefni þessara vangaveltna á opinberum
vettvangi eru staðhæfingar um að Ásmundur Einar hafi kastað upp
vegna ölvunar um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Nokkrir
fjölmiðlar hafa útmálað þetta á dramafenginn hátt ... Vitnisburður
velviljaðra ferðafélaga kemur heim og saman við kynni mín af
Ásmundi Einari. Ég hef kynnst honum vel á undanförnum árum, fyrst
sem félaga mínum í VG síðan sem samstarfsmanni á Alþingi. Margoft
hef ég tekið þátt í gleðskap með Ásmundi Einari og í ljósi þeirrar
reynslu fullyrði ég þetta: Hann er hófsemdarmaður og
stendur hann mörgum okkar framar að því leyti. Hjá flestum
...
Lesa meira
... Þetta eru orð Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns
BSRB og er þetta eftir henni haft í DV.
Þar kemur fram að minnsta kosti tveir af þremur lífeyrissjóðum
opinberra starfsmanna eigi hlut bæði í fasteignafélaginu Reitum hf,
og Kjölfestu slhf. Bæði þessi félög hafa hagsmuna að gæta í Hótel
Íslands-húsinu, en þar er meðal annars ætlunin að reka
læknamiðstöðina Klíníkin Ármúla. Ég vil taka undir þessi
orð formanns BSRB. Það er lofsvert að samtökin andmæli
hlutdeild lífeyrissjóða opnberra starfsmanna í einkavæðingu
heilbrigðisþjónustunnar og hljóta viðkomandi lífeyrissjóðir
að draga fjárfestingar sínar til baka. Þá á DV
...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum