Greinar Ágúst 2015
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.08.15.
Á dögunum skaut bandarískur tannlæknir ljón í Simbabwe. Þetta
var vinsælt ljón og ekki farið að reglum við drápið. Síðan hefur
tannlæknirinn ekki átt sjö dagana sæla enda með dýraverndunarsamtök
heimsins á bakinu. Málið hefur vakið umræðu sem spunnist hefur í
margar áttir. Þar á meðal hefur verið fjallað um réttmæti
sportveiðimennsku. Á Íslandi skemmta menn sér við veiðar. Þeir
eltast við rjúpu á haustin, skjóta hreindýr og gæs, að ógleymdum
laxinum og silungnum sem margir veiða sér til ánægju. Svo er það
sjóstangaveiðin. Sjálfur þekki ég ánægjuna af henni. Bæði við að
draga þann gula úr sjó í góðum félagsskap undir íslenskum
bláhimni og síðan að ...
Lesa meira

... Og hver skyldi svo hafa staðið í stafni jafnan þegar
refsiðgerðir gegn Rússum bar á góma á þeim bænum annar en
utanríkisráðherra Íslands, hinn sami og nú hefur áhyggjur af því að
Ísland verði látið gjalda afstöðu sinnar af Rússlands hálfu. Ég
hélt að áhyggjuefnið hefði verið að Ísland fengi ekki að vera með í
undirbúningi hins nýja kalda stríðs og taka fullan þátt í
refsiaðgerðum gegn Rússum! Fundarferðir utanríkisráðherra til
Kænugarðs með embættismönnum Evrópusambandsins - utanríkisráðherrar
ESB ríkja voru fáir eins tíðir gestir og sá íslenski! - vöktu
athygli allra þeirra sem ...
Lesa meira

...Einhvers staðar sá ég að greiningardeildir
alþjóðlegra fjármálastofnana - þær hinar sömu og vilja
setja allt á markað, húsnæðiskerfið, heilbrigðiskerfið,
auðlindirnar - telji enga hættu stafa af nýjabruminu
í íslenskum stjórnmálum ...Frjálshyggjumenn fagna að vonum
árangri sínum og fyrirsjáanlegum sigrum! Og sigurinn verður þeirra
ef við ekki tökum alvöru umræðu um þessi mál, heilbrigðiskerfið,
markaðsvæðingu náttúrunnar, nýtingu hennar í þágu stóriðju og
fjármálakerfi sem við sjáum nú endurfæðast í svipaðri mynd og
ófreskjan frá 2007. Af nógu er að taka til að ræða og spjalla
um. Vantar bara fleiri spjallara.Eða þarf kannski
eitthvað meira ...?
Lesa meira
Birtist í DV 05.08.15.
... Ástæða þess að þetta frumvarp var mjög í brennidepli í vetur
og í vor var sú að með frumvarpinu vildi ríkisstjórnin afla
viðkomandi ráðherrum lagaheimildar til að flytja stofnanir að vild
landshluta á milli. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi
flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, en hafði fengið
ákúrur Umboðsmanns Alþingis ... Stjórnarandstaðan hafði
gagnrýnt ráðslag ráðherrans ... Eftir miklar umræður í þingsal varð
niðurstaðan sú að málið var tekið aftur til nefndar og gekkst
varaformaður hennar, Brynjar Níelsson, fyrir breytingu ... Þetta er
tvímælalaust til mikilla bóta. Sá hængur er hins vegar á þessari
ráðagerð að lögin taka ekki gildi fyrr en með haustinu. Það
skýrir réttmæta gagnrýni starfsmanna Fiskistofu. En andi laganna
svífur þegar yfir og hlýtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að
horfa til þess ...
Lesa meira

Í morgun ræddum við Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um
stefnumarkmið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Mér þykir
augljóst að þar eru að verða straumhvörf en eins og fyrri daginn
þegar óvinsæl einkavæðingaráform eru á vinnsluborði
Sjálfstæðisflokksins vilja talsmenn hans ekki kannast við eigin
stefnu ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 04.08.15.
... Óli Björn Kárason segir að sérstaklega sé mér "illa
við" nýja fyrirtækjasamsteypu undir stjórn fyrrverandi
bæjarstjóra í "heimabæ Bjarna Benediktssonar", einu
"helsta vígi sjálfstæðismanna" svo og formanns stjórnar
Fjármálaeftirlitsisns. Það er rétt hjá Óla Birni að ég hef harðlega
gagnrýnt áform Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í
Garðabæ og forstjóra BYKO að koma á laggirnar einkarekinni
heilbrigðisþjónustu með arðsemi að leiðarljósi. Þá finnst mér vera
gagnrýnivert að hagsmunatengdur einstaklingur í fyrirtækjarekstri -
og læt ég liggja á milli hluta að viðkomandi er "fjárfestir á
velferðarsviði", - skuli vera settur í forsvar
fyrir Fjármálaeftirlitið. Þá hef ég gagnrýnt lífeyrissjóðina
...
Lesa meira

... Tilefnið var árás ISIS samtakanna innan landamæra Tyrklands
þar sem 32 Tyrkir voru drepnir og yfir hundrað særðir. En það voru
ekki bara einhverjir Tyrkir ... Fórnarlömbin voru ... flest
Kúrdar. Í kjölfarið myrtu kúrdískir skæruliðar tvo tyrkneska
lögreglumenn sem þeir sögðu hafa aðstoðað ISIS-morðingjana. Fyrir
morðin á lögregluþjónunum segjast Erdogan og félagar vera að hefna
með loftárásum á stöðvar Kúrda innan og utan landamæra Tyrklands.
Við þessar aðstæður er kallað til fundar 28 aðildarríkja
NATÓ, til þess - að því okkur er sagt - að fá
móralskan stuðning við baráttu Tyrklands "gegn
hryðjuverkum". Gunnar Bragi Sveinsson,
utanríkisráðherra Íslands segir að sjálfsagt sé að styðja við
baráttu Tyrkja gegn hryðjuverkum ...
Lesa meira
Birtist í DV 31.07.15.
... Ég hef það á
tilfinningunni að eldheitum Sjálfstæðismönnum þyki vænt um þennan
árstíma. Pólitískt starf þeirra fær þá inntak og tilgang.
Hugsjónir loga. Í ágústmánuði mótmæla þeir af tilfinningahita, vísa
í baráttu "skattadags" þar sem
"skattaklukkur" tifa, að ógleymdri baráttunni um
skattskrána. Baráttufólkið telur það vera skýlaust brot á
helgum mannréttindum að sýna undir kennitölum kjaramisréttið í
landinu ... Reyndar fer minna fyrir skattaklukkunum nú en oft áður
og get ég mér þess til að það sé vegna þess að þeim fer fjölgandi
sem átta sig á tvískinnungnum sem fólginn er í því að berjast gegn
almennum tekjutengdum sköttum en láta óátalið að
krabbameinssjúklingur borgi tvö hundruð þúsund á ári í ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum